108
C. UPPSETNING
Á M1 OG M2-KERFUM:
Sjá mynd 4 til að sjá dæmigerða uppsetningu á M1 og M2 kerfunum á stakri stöng. Toppfestingin skal vera staðsett þannig
að hún gefi notendum öruggan aðgang þegar verið er að tengja sig eða aftengja sig kerfinu. Toppfestingarnar skal tengja
við vinnupallana með 3M DBI-SALA frístandandi stuðningi eða frístandandi stuðningi sem viðskiptavinurinn leggur fram.
Frístandandi stuðningur verður að styðja við það álag sem er tilgreint í kafla 2.2 og verður að samræmast LAD-SAF
™
kerfinu.
Uppsetning á frístandandi hornfæti og kringlóttum fæti:
Sjá mynd 5 til að sjá uppsetningu á hornfæti (A) og kringlóttum fæti (B) sem frístandandi stuðningur. Setja skal upp
frístandandi stuðning með því að nota þann vélbúnað sem lagður er fram. Ekki skal nota aðrar festingar en frá framleiðanda.
Herðið 3/8 tommu festingar í 20–25 ft-lb. (27-34 N-m). Setja skal upp toppfestinguna á frístandandi stuðninginn með því að
nota 1/2 tommu skrúflykla sem fylgja með. Herðið 1/2 tommu festingar í 40–45 ft-lb. (54-61 N-m).
Logsuða-uppsetning á frístandandi stuðningi:
Setja skal upp frístandandi stuðning (C) eins og sýnt er á mynd 5. Sjá kafla 3.2 til að fá ráðleggingar um logsuðu.
Frístandandi stuðningur verður að vera hornréttur á yfirborð stangarinnar og vera samhliða burðarkaplinum.
;
Uppsetningar sem nota hornfót eða kringlóttan fót sem stuðning takmarkast við notkun eins notanda kerfisins á hverjum
tímapunkti.
M1 og M2 uppsetning kerfis:
Sjá mynd 4. Verkferli við uppsetningu:
1. Toppfesting:
Setja skal upp toppplötu (A), vélbúnað (B) og stakpunktsakkeris-samsetningu (C) eins og sýnt er á mynd
4. Renna skal D-hring (D) yfir samsetninguna (C) áður en uppsetning hefst. Festa skal festingar með snúningi eins og
tilgreint er.
2. Botnfesting
: Setja skal upp bolta, festingar og bil eins og sýnt er. Festa skal festingar með snúningi eins og tilgreint er.
D. UPPSETNING
Á W1-KERFUM:
Sjá mynd 7 til að sjá dæmigerða uppsetningu á W1 kerfi á viðarstöng. Toppfestingin skal vera staðsett þannig að hún gefi
notendum öruggan aðgang þegar verið er að tengja sig eða aftengja sig kerfinu. Nota skal 1/2 tommu skrúflykla (fylgja ekki
með) til að festa toppfestinguna við stöngina. Festingar eiga að ná í gegnum stöngina ef hægt er. 3M DBI-SALA mælir með því að
nota læstar skinnur, tvöfaldar skrúfur eða aðrar aðferðir til að tryggja að festingar geti ekki losnað.
E. UPPSETNING
Á CE1-KERFUM:
Sjá mynd 8 til að sjá dæmigerða uppsetningu á CE1 kerfi. Toppfestingin skal vera staðsett þannig að hún gefi notendum
öruggan aðgang þegar verið er að tengja sig eða aftengja sig kerfinu.
Verkferli við uppsetningu:
1. Toppfesting:
Renna skal rimaklemmum (B) yfir slöngu og setja upp festingar eins og sýnt er. Festa skal festingar með
snúningi eins og tilgreint er.
2. Botnfesting:
Setja skal upp festingar eins og sýnt er. Festa skal festingar með snúningi eins og tilgreint er.
F. UPPSETNING
Á T1-KERFUM:
Sjá mynd 9 til að sjá dæmigerða uppsetningu á T1 kerfi. Toppfestingin skal vera staðsett þannig að hún gefi notendum
öruggan aðgang þegar verið er að tengja sig eða aftengja sig kerfinu. Dæmigerð notkun kerfis er þegar setja þarf stiga
í brunna eða undir tröppudyr. Ekki skal nota aðrar festingar en frá framleiðanda.
Verkferli við uppsetningu:
1. Toppfesting:
Setja skal upp klemmuplötur og festingar eins og sýnt er. Festa skal festingar með snúningi eins og
tilgreint er.
2. Botnfesting:
Setja skal upp festingar eins og sýnt er. Festa skal festingar með snúningi eins og tilgreint er.
3.7
UPPSETNING Á BURÐARKAPLI OG SAMSETNINGU HANS TIL TOPPFESTINGAR:
A. UPPSETNING Á BURÐARKAPLI:
1.
Leggja skal burðarkapalinn og samsetningu hans á jörðina á hreinu svæði með því að rúlla út kapalkeflinu. Ekki skal toga
kapalinn frá miðju keflisins. Í sumum uppsetningum er auðveldara að láta burðarkapalinn síga frá efstu tengingunni niður að
botnfestingunni. Ef svo er skal láta kapalinn síga varlega án þess að kapallinn bogni eða fari í sveigju við toppfestinguna. Ekki
skal láta kapalinn detta niður í lægri stöðu.
;
Burðarkapallinn er mjög stífur og hann getur sprottið skyndilega og óvænt út úr keflinu. Gæta skal fyllstu varúðar þegar
verið er að taka kapalinn af keflinu. Nota skal viðeigandi persónuhlífar, þ.m.t. hanska og öryggisgleraugu þegar verið er að
taka kapalinn af keflinu.
Skoða skal burðarkapalinn með tilliti til flutningstjóns áður en lengra er haldið. Ekki skal setja upp skemmdan kapal.
2.
Sjá mynd 11 til að sjá uppsetningu burðarkapalsins yfir í toppfestinguna. Tryggðu að endi kapalsins sé óheftur af beygjum og
búið sé að greiða úr öllum sveigjum.
Verkferli við uppsetningu: Settu dráttarenda (C) burðarkapalsins inn í hlið toppplötusniðsins (B). Hornið á að vera u.þ.b.
45 gráður á meðan það þrýstir á móti fjaðurhliðinu (D). Litli pinninn (E) og fjaðurhliðið (D) eru hönnuð þannig að þau eiga að
koma í veg fyrir að dráttarendi burðarkapalsins aftengist skyndilega toppplötunni (B). Tryggðu að einungis stóri pinninn (A)
hvíli innan í toppplötunni (B).
3.8
UPPSETNING Á KAPALBRAUTUM, ALLAR GERÐIR:
Kapalbrautir vernda burðarkapalinn gegn því að hann núist utan í mannvirkið og koma í veg fyrir að klifrarinn sveifli kaplinum of
mikið frá einni hlið til annarrar. Kapalbrautir eiga að vera staðsettar u.þ.b. 6-12 m (20-40 fet) eftir burðarkaplinum endilöngum
á milli toppfestingarinnar og botnfestingarinnar og á hverjum þeim punkti í kerfinu þar sem kapalinn getur núist við mannvirkið.
Raða skal kapalbrautum upp niður eftir kerfinu til að koma í veg fyrir vindálag, eins og með 7,01 (23), 7,61 (25), og 8,23 (27) m
(feta) millibili. Á svæðum þar sem er mikill vindur má nota „L-laga“ kapalbrautir. „L-laga“ kapalbrautir ættu að vera með op sem
eru til skiptis vinstra og hægra megin alla leið upp mannvirkið. Einnig er hægt að fá kapalbrautir með læsingu.
Bein tenging við vinnupalla:
Sjá mynd 12 til að sjá dæmigerða uppsetningu á kapalbrautum. Sumar kapalbrautir nota rimafestingar og klemmuplötur meðan
aðrar gera það ekki (sjá mynd 12). Setja skal upp kapalbrautir með því að nota þann vélbúnað sem er lagður fram. Ekki skal nota
aðrar festingar en frá framleiðanda. Herðið festingar í 20–25 ft-lb. (27-34 N-m).
Содержание DBI-SALA LAD-SAF Series
Страница 2: ......
Страница 4: ...4 5 A B 8 9 6 C 1 4 in 0 635cm 1 1 8 in 2 8cm 4 in 10 2cm 7 W1 6116635 ...
Страница 6: ...6 12 T 20 25 ft lbs 27 34 Nm 13 A A A B A B A ...
Страница 9: ...9 21 ...
Страница 14: ...14 ...
Страница 127: ...127 ...
Страница 138: ...138 ...
Страница 270: ...270 ...