Íslenska
5
• Mjöl sem malað er með
kornkvörninni hefur grófari áferð
en mjöl sem keypt er í búð.
Kornkvörnin malar og skilar af sér
öllum hlutum kornsins. Hins vegar
hafa sumir hlutar kornsins verið
sigtaðir frá fyrir markaðsetningu
mjöls á almennum markaði.
• Ekki er nauðsynlegt að þrýsta
korninu ofan í kornkvörnina
með höndum eða áhaldi.
Mölunarsnigillinn, sem
hreyfist, matar kornið inn í
mölunarskífurnar.
• Einn bolli af korni gefur af sér milli
156 g og 188 g af mjöli.
• Einn bolli af höfrum gefur af sér
110 g af mjöli.
• Ef þú malar meira mjöl en
uppskriftin krefst skaltu geyma
það í kæliskápnum eða frystinum
til að varna þess að það þráni þar
sem þessi afurð inniheldur engin
rotvarnarefni.
• Ekki mala kaffibaunir í kornkvörninni.
Hátt fituinnihald þeirra getur skemmt
mölunarbúnaðinn. Hægt er að mala
kaffibaunir með KitchenAid
TM
Artisan
TM
skífukvörninni (burr grinder).
• Ekki mala korn eða hnetur sem
innihalda mikinn raka eða fitu,
svo sem hnetur, sólblómafræ
eða sojabaunir. Þær geta einnig
skemmt mölunarbúnaðinn.
Ráðleggingar við kornmölun
Kornkvörnin uppsetning
Uppsetning:
Áður en kornkvörninni er komið fyrir
skal slökkva á hrærivélinni og taka
hana úr sambandi.
1. Eftir því hvers konar drif er á vélinni
skal annað hvort lyfta upp hlífinni á
hjörunum eða losa tengihnappinn (A)
með því að snúa honum rangsælis
og fjarlægja hlífina yfir drifinu.
2. Settu drifskaftið á aukabúnaðinum
(B) í drifið (C) og gættu þess að
drifskaftið passi inn í ferningslaga
stæðið. Snúðu aukabúnaðinum
fram og aftur ef nauðsyn krefur.
Þegar aukabúnaðurinn er í réttri
stöðu passar pinninn í drifskaftinu
inn í skoruna á nafarkantinum.
3. Hertu tengihnappinn (A) þar til
einingin er tryggilega fest við
hrærivélina.
A
C
B