143
Hljóðaflsstig
ÍST EN ISO 3744; 11/95, ÍST EN ISO 11201
Notkun vélarinnar sem keðjuskerpis með venjulegri staðlaðri
slípiskífu.
Hljóðaflsstig Hljóðþrýstistig
á
vinnustað
L
WA
= 91 dB(A)
L
pA
= 78 dB(A)
K
WA
= 3 dB(A)
K
pA
= 3 dB(A)
Einhver hávaðamengun frá notkun tækisins er
óhjákvæmileg. Reyndu að framkvæma mjög háværa vinnu á
leyfðum og þar til ætluðum tímum. Virtu reglur sem kunna að
gilda um hvíldartíma og takmarkaðu lengd vinnunnar við það
nauðsynlegasta. Til verndar eigin persónu og öðrum nærstöddum
gegn hávaðanum skal nota heyrnarhlífar. (Kína)
Titringur
Titringsgildi: = 3,52 m/s²
Mælióvissa: K = 1,5 m/s²
Uppgefið sveiflustig var mælt með stöðluðu prófunarkerfi og má
því nota við samanburð á einu raftæki við annað.
Uppgefið sveiflustig má einnig nota við gróft mat á áætluðum
neikvæðum áhrifum vegna titringsins.
Raunverulegt titringsgildi meðan á notkun vélarinnar stendur
getur verið annað en það sem uppgefið er í
notkunarleiðbeiningunum eða af framleiðanda.
Því geta valdið eftirfarandi áhrifavaldar sem taka ætti tillit til fyrir
hverja notkun eða meðan á notkun stendur:
-
Er vélin notuð á réttan hátt?
-
Er efnið sem unnið er með rétt skorið eða á annan hátt
rétt forunnið?
-
Er vélin í góðu ástandi og tilbúin til notkunar?
-
Eru notuð rétt sögunar- eða skurðarverkfæri og eru þau
vel skerpt?
-
Eru handföng eða hugsanlega valfrjáls titringshandföng
ásett og er þau þá tryggilega fest?
Ef þú finnur fyrir óþægilegri tilfinningu eða sérð litabreytingu á
höndunum við vinnu með vélina skaltu hætta strax. Taktu þér
nægileg hlé frá vinnunni. Ef of lengi er unnið með vélinni án hléa
getur það valdið þrálátum handleggja- og handaskjálfta.
Þá ætti að framkvæma álagsmat á vinnunni eða notkun
vélarinnar og vinnuhlé ákveðin í samræmi við niðurstöðuna. Á
þann hátt er hægt að draga verulega úr álaginu á heildar
vinnutímanum. Dragðu eins og hægt er úr þeirri áhættu sem
vélartitringurinn getur haft í för með sér. Vélina þarf að hirða og
halda við eins og gerð er grein fyrir í notkunarleiðbeiningunum. Ef
oft og lengi er unnið með vélinni ættirðu að setja þig í samband
við söluaðilann og kannski að biðja hann að útvega titringsvarnir
(handföng). Helst ætti að forðast notkun vélarinnar við t=10°C
eða lægri hita. Gerðu þér þannig vinnuáætlun að hægt sé að
takmarka titringsálagið sem mest.
Rétt notkun
Keðjuskerpirinn er aðeins ætlaður til heimanotkunar og fyrir
iðnaðarmenn. Í staðalgerðinni með slípiskífu (
100 x 3,2 x
10 mm, 63 m/s
) er keðjuskerpirinn eingöngu ætlaður til að
skerpa keðjur á
tómstunda-keðjusögum
(6,35 mm (1/4"),
9,52 mm (3/8") tómstunda- og 8,255 mm (0,325")
sögunarkeðjum).
Einnig er hægt að fá slípiskífu (100 x 4,5 x 10 mm) fyrir
keðjur í sögum fyrir atvinnumenn.
Ekki má nota tækið til að skerpa annað en keðjur. Það
hefði slysahættu í för með sér!
Notaðu eingöngu slípiskífur sem passa fyrir þessa vél.
Það má aðeins skerpa sögunarkeðjur sem hægt er að
leggja örugglega á og draga í gegn.
Rétt notkun innifelur einnig að
notkunar-, viðhalds- og
viðgerðarskilyrði
framleiðandans séu
uppfyllt
og að allar
öryggisábendingar
í leiðbeiningunum séu virtar.
Skylt er að taka til greina og halda öll gildandi og viðeigandi
fyrirmæli um slysavarnir
og sama gildir um aðrar almennt
viðurkenndar
tæknilegar öryggisreglur
og fyrirbyggjandi
ráðstafanir gegn atvinnusjúkdómum.
Engin önnur notkun en sú sem hér hefur verið lýst fellur
undir rétta notkun. Framleiðandinn ber enga ábyrgð á neins
konar tjóni eða skaða sem hlýst af rangri notkun:
Þá
áhættu ber notandi vélarinnar
óskipta.
Öll ábyrgð framleiðanda fellur niður ef einhvers konar tjón
verður vegna breytinga sem umráðamaður eða notandi
tækisins hefur framkvæmt á því
Enginn má
setja upp, stilla eða nota
keðjuskerpinn nema
hann hafi kynnt sér tækið og mögulega hættu við notkun
þess vel. Aðeins framleiðandi eða þjónustuaðilar á hans
vegum mega framkvæma eftirlit og viðgerðir á tækinu.
Ekki má nota vélina á stöðum þar sem sprengihætta er og
hún má ekki vera óvarin fyrir rigningu.
Áhættuleifar
En einnig við rétta notkun og þótt allar viðeigandi varúðarreglur
séu virtar er vegna þeirrar hönnunar vélarinnar sem
nauðsynleg er vegna notkunar hennar aldrei hægt að útiloka
síðustu áhættuleifar.
Hægt er að lágmarka mögulega áhættu með því að virða
fyrirmæli og ábendingar í „Öryggisábendingar“ og „Rétt
notkun“ sem og í öðrum hlutum notkunarleiðbeininganna.
Varúð og tillitssemi minnka hættu á slysum á fólki eða
skemmdum á eignum.
Hætta á meiðslum á fingrum og höndum ef gripið er í
slípiskífuna meðan hún snýst.
Hætta á meiðslum á fingrum og höndum ef óvarin
slípiskífan er snert.
Meiðslahætta vegna neistaflugs.
Innöndun slípiryks.
Hætta af völdum rafstraums ef frágangur á
rafmagnssnúrum er ófullnægjandi.
Snerting á hlutum með straumi á í rafhlutum sem hafa verið
opnaðir.
Heyrnarskaði vegna langvarandi vinnu án heyrnarhlífa.
Auk þess geta þrátt fyrir allar nauðsynlegar ráðstafanir
einhverjar duldar áhættuleifar verið fyrir hendi.
Summary of Contents for HKSA 220-2
Page 2: ...1...
Page 3: ...2...
Page 95: ...94 85 dB A 18 30...
Page 96: ...95 IEC 60245 H 07 RN F 1 5 mm 25 m PVC L 1 1 2 2 7...
Page 98: ...97 8 30 0 5 0 8 mm 1 14 20 2 21 10 3 4mm 4 15 L 5 16 9 16 6 L 7 L L...
Page 123: ...122 Benutzen Sie das richtige Elektrowerkzeug 85 A 18 30...
Page 124: ...123 60245 H 07 RN F 1 5 25 L 1 1 2 2 7...
Page 126: ...125 8 5 3b 6 7 5 6 L 8 30 0 5 0 8 1 14 20 2 21 10 3 4 4 15 L 5 16 9 16 6 L 7 L L...
Page 128: ...127...