17
HALLDE • User Instructions
NOTKUNARLEIÐ-
BEININGAR
HÄLLDE
SKURÐAR-
VERKFÆRI
(IS)
VARÚÐ!
Farið varlega þegar skurðarverkfærin eru
meðhöndluð. Þau eru mjög beitt.
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Gætið þess að allir hlutar fylgi vélinni og að
ekkert hafi skemmst í flutningi. Athugasemdir
verða að hafa borist seljanda innan átta daga.
VAL Á SKURÐARVERKFÆRUM
Lesið Leiðbeiningar um skurðarverkfæri á síðu
23. Leiðbeiningarnar sýna hvaða skurðar
-
verkfæri er mælt með að nota, eftir því hvaða
árangri er sóst eftir og hvaða skurðarverkfæri
henta til notkunar með þínu grænmetis
-
skurðartæki.
SKURÐARVERKFÆRUNUM
KOMIÐ FYRIR
Setjið frárásarskífuna á öxulinn, snúið henni og
þrýstið henni niður svo hún festist á sínum stað.
Í RG300i og RG400i er frárásarskífan sett í
bakkann sem síðan er settur í hnífahús véla
-
rinnar. Alltaf skal setja bakkann í þegar ristin
er notuð. Þegar önnur skurðarverkfæri eru
notuð þá er notkun bakkans valkvæð. Gangið
úr skugga um að hnífahús vélarinnar hafi verið
hreinsað áður enn bakkinn er settur í.
Til að skera í teninga skal koma teningagrind
fyrir þannig að egg hnífanna vísi upp, og
skoran á hlið teningagrindarinnar passi inn
í stilligrópina á vélinni. Veljið svo viðeigandi
skurðarskífu. Setjið hana á öxulinn og snúið
henni svo hún festist á sínum stað (cutting
tools for that have a sprint in the centre of the
cutting tool tap), or that they goes down firmly
at the same height as the shaft of the machine
(the cutting tool without a sprint).
For slicing, shredding and grating, fit instead
only the selected cutting tool to the shaft and
turn the cutting tool so that it drops into its coup-
ling (cutting tools for that have a sprint in the
centre of the cutting tool tap), or that they goes
down firmly at the same height as the shaft of
the machine (the cutting tool without a sprint).
RG-200, RG-250diwash, RG-250, RG-350,
RG-300i OG RG-400i:
Í þessum vélum þarf að læsa öllum skurðar
-
verkfærum með læsingarbúnaði. Þessi
búnaður hefur mismunandi nöfn og útlit eftir
vélum og þeim aukahlut sem á að nota.
Á síðu 46 eru upplýsingar um hvaða læsing
-
arbúnað á að nota.
Læsið skurðarverkfærinu með því að snúa
læsingarbúnaðinum rangsælis á miðjuöxul
skurðarverkfærisins. Notið meðfylgjandi
skrúflykil til að herða hann vel. Notið sama
skrúflykil til að losa læsingarbúnaðinn.
SKURÐARVERKFÆRI
FJARLÆGÐ
Fjarlægið skurðarverkfærið/verkfærin og
frárásarskífuna.
RG-200, RG-250diwash, RG-250 OG RG-
350:
Losið læsingarbúnað með því að snúa honum
réttsælis með skrúflykli.
Fjarlægið skurðarverkfærið/verkfærin og
frárásarskífuna.
RG-300i OG RG-400i:
Losið læsingarbúnað með því að snúa honum
réttsælis með skrúflykli.
Fjarlægið skurðarverkfærið/verkfærin og
frárásarskífuna og bakkann.
KANNIÐ ÁVALLT
FYRIR NOTKUN:
Gangið úr skugga um að hnífsblöðin og
skurðarskífur séu í lagi, fest á sinn stað og að
skurðarverkfæri séu í góðu ástandi.
MEÐAN Á NOTKUN STENDUR:
Gangið reglulega úr skugga um að hnífabú
-
naður sé heill og bíti vel. Hnífar geta skemmst
og losnað ef aðskotahlutir eins og steinar
komast inn í vélina.
EFTIR NOTKUN:
Gangið úr skugga um að hnífsblöðin og
skurðarskífur séu í lagi, fest á sinn stað og að
skurðarverkfæri séu í góðu ástandi eftir þrif.
ÞRIF
RYÐFRÍTT STÁL:
Þessi skurðarverkfæri má setja í uppþvottavél.
VIÐVÖRUN:
• Gætið ykkar á beittum hnífum!
• Notið ekki natríumhýpóklórít (klór) eða önnur
efni sem innihalda það.
• Notið aldrei beitt verkfæri við þrif eða önnur
verkfæri sem ekki eru ætluð fyrir þrif.
• Notið ekki fægiefni.
• Notið ekki þvottasvampa með ræstipúðum
(t.d. Scotch-Brite™).
RÁÐ FYRIR UMHIRÐU:
• Þrífið skurðarverkfærin strax eftir notkun.
Notið uppþvottabursta og uppþvottalög ef
þau eru handþvegin.
• Þurrkið þau strax eftir þrif og geymið á vel
loftræstum stað. Ekki setja þau í skúffur.
RÁÐLEGGINGAR:
TENINGARGRINDUR: Meðan grindin er enn
í vélinni, notið burstann sem fylgdi vélinni til
að ýta út öllum leifum. Ef matur er enn fastur
í grindinni er gott að ýta honum út með gulrót.
Meðan grindin er enn í vélinni, ýtið varlega á
hana með stórri, langri gulrót. Haldið grindinni
í vélinni með því að þrýsta með fingrunum á
ytri brún grindarinnar. Ekki þrýsta að neðan því
það getur skemmt grindina.
BILANALEIT
BILUN: Skrýtin hljóð heyrast innan úr vélinni
meðan skurðarverkfæri er notað.
LAUSN: Gætið þess að læsingarbúnaður sé
læstur. Sé vélin ekki búin læsingarbúnaði skal
athuga hvort skurðarverkfærin eða vélin sé
mjög slitin. Ef skurðarverkfærið er skemmt
getur það hrist í vélinni og valdið sliti. Þá þarf að
skipta um skurðarverkfæri. Gangið úr skugga
um að rétt samsetning af verkfærum sé notuð
skv. listanum 4-6.
BILUN: Lélegur skurður.
LAUSN: Gangið úr skugga um að hnífarnir og
skurðarskífurnar séu heilar og bíti vel. Gangið
úr skugga um að rétt samsetning af verkfærum
sé notuð skv. listanum 46.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
ÞVERMÁL: 185/215 mm.