157
IS
Öryggisleiðbeiningar
Farðu alltaf eftir leiðbeiningunum í þessari handbók
notanda! Upplýsingarnar hér eru gefnar með öryggi
þitt í huga og til að draga sem mest úr hættu á
eldsvoða, sprengingu eða rafhöggi ásamt því
að komast hjá tjóni á fasteignum, meiðslum eða
dauðsföllum. Skýringar tákna:
Viðvörun!
Þessi samsetning tákna og viðvarana gefur til
kynna mögulega hættulegar aðstæður sem gætu
leitt til dauðsfalls eða alvarlegra meiðsla á fólki, sé
ekki komist hjá þeim.
Varúð!
Þessi samsetning tákna og viðvarana gefur til
kynna mögulega hættulegar aðstæður sem gætu
leitt til minniháttar meiðsla á fólki eða tjóns á
eignum og umhverfi.
Ath!
Þessi samsetning tákna og viðvarana gefur til
kynna mögulega hættulegar aðstæður sem gætu
leitt til minniháttar meiðsla á fólki.