161
IS
2. Tæma skal allt vatn úr þvottavélinni áður en hún
er flutt.
3. Farðu gætilega með þvottavélina. Haltu ekki í
útstandandi hluta þvottavélarinnar þegar henni
er lyft. Ekki má nota lúgu þvottavélarinnar til að
lyfta henni.
4. Þvottavélin er þung. Farðu varlega þegar hún er
flutt.
• Lokaðu lúgunni af hæfilega miklum krafti, skelltu
henni ekki í lás. Sé erfitt að loka lúgunni gæti
ástæðan verið sú að fatnaður sé fyrir.
• Ekki þvo teppi í þvottavélinni.
Að nota þvottavélina
• Láttu þvottakerfi ganga frá upphafi til enda með
vélina tóma áður en fyrst er þvegið í henni.
• Það er bannað að nota eldfim og sprengifim eða
eitruð leysiefni. Ekki má nota bensín, alkóhól eða
áþekka vökva sem þvottaefni. Notaðu einungis
þvottaefni ætlað þvottavélum.
• Gakktu úr skugga um að allir vasar séu tómir
(oddhvassir og harðir hlutir á borð við smámynt,
skartgripi, nagla, skrúfur eða steina geta skemmt
þvottavélina).
• Gakktu úr skugga um að ekki sé vatn í tromlunni
áður en lúgan er opnuð. Opnaðu ekki lúguna ef þú
sérð vatn í tromlunni.
• Gættu þess að brenna þig ekki þegar heitu vatni er
dælt út úr þvottavélinni.
Öryggisleiðbeiningar