138
139
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
til baka. Farðu mjög varlega þegar þú
notar hana, og geymdu hana alltaf þar
sem börn ná ekki til hennar.
• Þú átt á hættu á að skera þig ef þú
verð ekki varlega.
1.3.5 Mikilvægar öryggisleiðbeiningar
• Aldrei skilja tækið eftir án eftirlits þegar
það er í notkun. Ofhitun veldur því að
reykur myndast og (mögulega) að feiti
slettist upp úr og það getur kviknað í
henni.
• Notaðu aldrei tækið sem vinnuborð
eða sem geymslusvæði.
• Skildu aldrei neina hluti eða
eldhúsáhöld eftir á tækinu.
• Settu aldrei neina hluti (til dæmis
kreditkort, minniskort) eða raftæki (til
dæmis tölvur, MP3-spilara) nálægt
tækinu, þar sem þau geta orðið fyrir
áhrifum frá rafsegulsviði tækisins.
• Slökktu á hitasvæðinu og
spanhelluborðinu strax eftir notkun
samkvæmt leiðbeiningunum í
þessari handbók (til dæmis með
snerti-stýringunum). Ekki treysta
á að pottaskynjarinn slökkvi á
hitasvæðunum þegar þú fjarlægir
eldunaráhöld af spanhelluborðinu.
• Börn mega alls ekki leika með, sitja
á, standa nálægt eða klifra ofan á
tækinu.
• Ekki geyma hluti sem vekja áhuga
barna í skápum fyrir ofan tækið. Börn
sem klifra ofan á spanhelluborðið geta
orðið fyrir alvarlegum meiðslum.
• Skildu börn aldrei eftir eftirlitslaus þar
sem tækið er í notkun.
• Börn eða einstaklingar með skerta
færni sem takmarkar getu þeirra til
að nota tækið mega ekki nota tækið
án eftirlits fullorðins einstaklings
sem getur leiðbeint þeim. Fullorðni
einstaklingurinn sem leiðbeinir verður
að tryggja að barnið/einstaklingurinn
með skerta færni geti notað tækið án
þess að setja sjálfan sig eða umhverfið
í hættu.
• Ekki gera við tækið eða skipta um
neinn íhlut í því nema það sé tilgreint
sérstaklega í handbókinni. Allt annað
viðhald ætti að vera framkvæmt af
viðurkenndum rafvirkja.
• Ekki hreinsa spanhelluborðið með
gufuhreinsi.
• Ekki láta þunga hluti vera á
spanhelluborðinu eða láta þá detta á
það.
• Ekki standa á spanhelluborðinu.
• Ekki nota eldunaráhöld með
skemmdum brúnum, og ekki draga
eldunaráhöld yfir spanhelluborðið
– það getur valdið skemmdum á
gleryfirborðinu.
• Ekki nota stálull, grófa svampa
eða önnur svarfefni til að hreinsa
spanhelluborðið (þar sem það getur
rispað gleryfirborðið).
• Hafi rafmagnssnúran skemmst skal
framleiðandinn, þjónustufulltrúi
framleiðandans eða annar hæfur
einstaklingur skipta um hana til að
koma í veg fyrir að hætta skapist.
• Þetta tæki er ætlað til notkunar