145
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
3.4.5 Breytilegt spanhellusvæði
• Þetta svæði er hægt að nota sem eitt stórt svæði eða sem tvö
mismunandi minni svæði.
• Þetta breytilega spanhellusvæði samanstendur af tveimur
sjálfstæðum spanöldum sem hægt er að stjórna sitt í
hvoru lagi. Þegar það er notað sem stórt svæði er hægt
að færa eldunaráhaldið frá einu svæði til annars (innan
breytilega spanhellusvæðisins) án þess að orkustillingin fyrir
eldunaráhaldið breytist (það slokknar sjálfkrafa á þeim hluta
svæðisins sem eldunaráhaldið er ekki á).
Mikilvægt:
Passaðu að setja eldunaráhaldið á miðjuna á viðkomandi
hitasvæði. Passaðu að egglaga og mjó eldunaráhöld séu
á miðju hitasvæðinu og að þau nái yfir báða krossana.
Passaðu líka að eldunaráhaldið nái yfir svæði sem er stærra
en 75% af hitasvæðinu. Við ráðleggjum þér að setja ekki ávalt
eldunaráhald á miðjuna.
Dæmi um góða og slæma staðsetningu á eldunaráhöldum.
Sem eitt stórt svæði
Til að nota breytilega spanhellusvæðið
sem eitt stórt svæði þarft þú bara að
þrýsta á viðkomandi hnappa.
Hitastillingin virkar nákvæmlega eins og á venjulegu svæði.
Ef eldunaráhaldið er fært frá fremri hluta á aftari hluta (eða
öfugt) þá greinir breytilega spanhellusvæðið sjálfvirkt nýja
staðsetningu og viðheldur sömu hitastillingu.
Ef þú vilt setja hita á eitt eldunaráhald til viðbótar þá þrýstir
þú bara á viðkomandi hnapp (eldunaráhaldið greinist með
sjálfvirkum hætti).
Sem tvö sjálfstæð svæði
Til að nota breytilega spanhellusvæðið sem tvö sjálfstæð svæði
þarft þú bara að þrýsta á viðkomandi hnappa.
EÐA