Vandamál
Notandi sér ekki þann hluta
síunnar sem notkunartímavísirinn
er staðsettur á
Notið spegil til að sjá á notkunartímavísinn
Leitið aðstoðar hjá samstarfsmanni sem getur séð vísinn
Farið á hreint svæði, fjarlægið öndunarhlífina og skoðið vísinn
Farið á svæði þar sem birta er nægileg til að sjá á notkunartímavísinn. Notið ekki ljós
sem beinist beint á notkunartímavísinn þar sem það kann að hafa áhrif á útlit vísisins
Leitið aðstoðar hjá samstarfsmanni sem getur séð vísinn
Farið á svæði þar sem glampi er minni til að sjá á notkunartímavísinn
Farið á svæði þar sem birta er nægileg til að sjá á notkunartímavísinn
Leitið aðstoðar hjá samstarfsmanni sem getur séð vísinn
Endurmetið valferlið (váhrif kunna að vera undir minnstum greinanlegum styrk (MIL))
Ef unnið er við mikinn hita skal færa sig á svalara svæði til að kanna hvort útlit
vísisins breytist (á flestum vinnusvæðum á þetta sjaldan við)
Farið á svæði með breiðara lýsingarsviði (t.d. með venjulegum flúrljósum eða
glóðarperum, eða utandyra)
Notandi sér ekki vísisstikuna
Léleg lýsing
Glampi
Litgreiningarskerðing eða
litblinda tengd rauðu og grænu
Skyggðar augnhlífar og
erfiðleikar við að greina
framvindu á vísisstikunni
Úrræði
Hversu oft á að kanna vísinn?
Kanna verður vísinn nógu oft til að tryggja að sían sé ekki notuð fram yfir uppgefinn notkunartíma. Ef áætlaður notkunartími
liggur ekki fyrir verður notandi að nota 3M™ hugbúnað fyrir notkunartíma til að meta notkunartímann. Ef áætlaður notkunartími er
of stuttur til að hagkvæmt geti talist er ráðlagt að nota öndunarhlífina sem fylgir.
Skipt um síu
Skipta verður um síur:
þegar einhver hluti vísisstikunnar nær að línunni sem táknar lok notkunartímans, eða
ef eitthvað þekur nemana eða það verður erfitt að sjá á þá, eða
ef efnislegar skemmdir hafa orðið á síunni, eða
ef vart verður við lykt, bragð eða ertingu af völdum mengandi efna inni í öndunarhlífinni, eða
ef síur hafa verið í notkun í mánuð og vísisstikan er enn ekki sýnileg (styrkur váhrifa er líklega undir minnsta greinanlega styrk),
eða
í samræmi við samþykkta áætlun um síuskipti, ef notkunartímavísirinn hentar ekki til notkunar við tiltekið váhrifastig
mengunarvalda á vinnusvæðinu.
Önnur áhyggjuefni
Rokgjarnar lífrænar gufur sem safnast fyrir á síunni við notkun kunna að berast (dreifast) í gegnum síuna í geymslu.
Til dæmis: Sía er notuð á vinnuvakt og vísisstikan færist til. Sían er því næst sett í geymslu yfir nótt og næsta morgun hefur línan
á vísisstikunni hörfað eða horfið. Í því tilviki sýnir notkunartímavísirinn réttilega að styrkleiki gufu hefur fallið niður fyrir minnsta
greinanlega styrk í einhverjum hlutum síunnar. Lífrænar gufur í blöndu frásogast saman inn í notkunartímavísinn og auka þannig
líkurnar á að sýnilegar breytingar verði á notkunartímavísinum. Ef váhrifastyrkur fyrir allar lífrænar gufur er undir minnstum
greinanlegum styrk er hugsanlegt að notkunartímavísirinn greini ekki lífrænu gufuna um leið og hún berst gegnum síuna. Gera
þarf áætlun um síuskipti með því að nota aðra aðferð, svo sem 3M™ hugbúnað fyrir notkunartíma. Notendur verða að tryggja að
váhrifastyrkur haldist yfir minnstum greinanlegum styrk. Ef enginn hluti vísisstikunnar verður sýnilegur eftir langan tíma, t.d. innan
mánaðar, ætti ekki að nota notkunartímavísinn sem aðalvísbendingu um þörf fyrir síuskipti. Frammistaða notkunartímavísisins
skerðist yfirleitt ekki vegna hlutfallslegs raka eða hitastigs sem er til staðar á flestum vinnusvæðum. Þess í stað sýnir
notkunartímavísir hvaða áhrif umhverfisskilyrði og öndunarhraði notanda hafa á notkunartíma síunnar.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Þrífið með 3M™105 þurrku
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Þessar vörur ætti að geyma í eigin umbúðum við þurr og hrein skilyrði fjarri hitagjöfum og bensín- og leysiefnagufum. Geymið í
samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda, sjá upplýsingar á umbúðunum. Við venjulegar notkunaraðstæður er heimilt að hiti
fari yfir 30°C / rakastig fari yfir 80% í takmarkaðan tíma. Heimilt er að hiti fari yfir 40°C / rakastig fari yfir 85%, svo fremi sem það
standi ekki yfir lengur en 1 mánuð. Fyrir fyrstu notkun skal ávallt ganga úr skugga um að varan sé ekki komin fram yfir skráðan
endingartíma (lokadagsetningu).
]
Lokadagsetning geymslutíma
\
Hitasvið
,
Hámarksrakastig
:
Nafn og heimilisfang framleiðanda
J
Fargið í samræmi við staðbundnar reglugerðir.
VARÚÐ Ef notuðum síum sem hafa mengast af skaðlegum efnum er ekki fargað með réttum hætti getur það valdið váhrifum á
menn, sem og haft skaðleg áhrif á umhverfið. Upprunalegar umbúðir henta til flutninga á vörunni um öll Evrópusambandsríkin.
TÆKNILÝSING
EN 14387:2004 + A1:2008 3M gas-/gufusíur verja vanalega gegn einum eða mörgum mengunarvöldum og gegn ögnum þegar
þær eru notaðar með síu fyrir agnir.
Síuflokkar fyrir gas/gufu
38
mmm34-8721-7859-4_Part1 14.14.22.pdf 40
12/12/2017 14:20