i
Lesið þessar leiðbeiningar samhliða viðeigandi notendaleiðbeiningunum með 3M™ andlitshlíf og, þegar það á við,
3M™ 5000-vörulínunni, þar sem finna má upplýsingar um: • aukahluti • varahluti • Samþykktar samsetningar á 3M™
andlitsgrímum og 3M™ síum
Á mynd 1 er að finna leyfðar síusamsetningar.
LÝSING
Þessar vörur uppfylla kröfur eftirfarandi staðla: EN 14387:2004 + A1:2008 Þegar þessi vara er notuð í heild sinni veitir hún
vörn gegn hættum af völdum tiltekinna lífrænna gas- og gufutegunda. (Sjá tæknilýsingu) Að auki má nota agnasíur úr 3M™
5000 vörulínunni með lofttegunda- og gufusíum úr 3M™ 6000 vörulínunni. Notkunartími fyrir síu fyrir lífræna gufu er háður
fjölda áhrifsþátta, þar með talið mengunarvöldunum, styrkleika þeirra í lofti, hitastigi og rakastigi og öndunarhraða notandans.
3M 6051i/6055i síur eru búnar sjónrænum notkunartímavísi (ESLI) fyrir tilteknar lífrænar gufur. Þegar síurnar eru notaðar
kann að birtast vísisstika sem sýnir þann notkunartíma sem eftir er fyrir síuna. Notkunartímavísirinn er staðsettur innan á
síunni, næst virkjaða kolefninu. Þegar lífrænar gufur fara í gegnum síuna dregur notkunartímavísirinn þær í sig um leið.
Síuveggurinn er glær til að notandi geti séð hvort vísisstikan birtist við notkun síunnar (mynd 3).
^
VIÐVARANIR OG TAKMARKANIR
Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli þar sem í þær er vísað.
• Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt nauðsynlegir þættir til að varan geti varið notandann fyrir
tilteknum aðskotaefnum í lofti. Ef öllum notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki fylgt og/eða ef hún er
ekki höfð rétt á í heild sinni allan váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar notandans og leitt til
alvarlegra eða lífshættulegra sjúkdóma eða varanlegrar fötlunar.
Gangið ávallt úr skugga um að varan í heild sinni:
– henti notkun hverju sinni,
– passi vel,
– sé notuð allan váhrifatímann, og
– sé endurnýjuð eftir þörfum.
Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum reglugerðum og fara eftir öllum upplýsingum sem með henni fylgja.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá öryggissérfræðingi/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
Notið þetta öndunarhlífakerfi eingöngu í samræmi við allar leiðbeiningar:
• • sem er að finna í þessum bæklingi
• • sem fylgja öðrum íhlutum kerfisins.
• Látið ekki síurnar í vökva.
• Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er minna en 19,5%. (Skilgreining frá 3M. Í hverju landi fyrir sig kunna að
vera í gildi aðrar takmarkanir hvað varðar súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
• Notið þessar vörur ekki í súrefni eða súrefnisauðguðu andrúmslofti.
• Notið ekki sem öndunarhlíf gegn mengunarvöldum í lofti/styrkleikum sem eru óþekktir eða umsvifalaust hættulegir lífi eða
heilsu (IDLH), né gegn mengunarvöldum í lofti/styrkleikum sem mynda háan hita í snertingu við síur með íðefnum.
• Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) einhver hluti kerfisins skemmist.
b) loftstreymi í andlitshlífina minnkar eða hættir alveg,
c) erfitt verður að anda eða vart verður við aukið öndunarviðnám,
d) vart verður við svima eða önnur óþægindi.
e) vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða ertingu.
f) Ef einhver hluti vísisstikunnar nær út að línunni sem táknar lok notkunartíma (táknað með ruslakörfutákni á merkimiða
síunnar).
• Ekki má breyta þessum búnaði eða gera við hann.
• Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr náttúrulegu gúmmílatexi.
• Vinnuveitandi verður að ákvarða hvort notkunartímavísirinn á við um viðkomandi vinnustað.
• Notkunartímavísirinn (ESLI) á ekki við um allar lífrænar gufur.
• Notið ekki fyrir efnasambönd með suðumark við <65 °C. Í slíkum tilvikum ætti að nota AX-síu, t.d. 3M™ 6098 samsetta síu.
• Ef notandi er litblindur á litina rautt og grænt eða með litgreiningarskerðingu skal hann leita til samstarfsmanns sem getur
fylgst með framvindunni á vísisstiku notkunartímavísisins (ESLI).
• Óháð stöðu notkunarvísisins verður notandi að yfirgefa váhrifasvæðið og skipta um báðar síurnar ef vart verður við lykt eða
bragð af mengunarvaldi eða ertandi áhrif.
• Ef styrkur lífrænnar gufu er of lítill mun notkunartímavísirinn ekki greina hana. Minnsta greinanlegan styrk (Minimum
Indication Level, MIL) fyrir hvert efnasamband, má sjá í viðauka.
• Þar er að finna lista yfir algengar lífrænar gufur og minnsta greinanlegan styrk þeirra.
• Ef tiltekin lífræn gufa er ekki á listanum skal hafa samband við 3M.
• Við leit í þessari töflu er ráðlagt að leita eftir CAS-númeri.
ATHUGIÐ: Geymið allar notendaleiðbeiningar til síðari nota.
Það er afar áríðandi að notandi sjái notkunartímavísinn og vísisstikuna. Ef útsýni á vísisstikuna er takmarkað vegna lélegrar
lýsingar, takmarkaðs ljóssviðs, glampa, skyggðra augnhlífa, litblindu á rautt og grænt, litgreiningarskerðingar o.þ.h. skal
notandi annað hvort fara yfir á annað svæði eða biðja um aðstoð hjá samstarfsmanni sem getur fylgst með framvindu á
vísisstikunni. Ef það er ekki hægt er ekki hægt að reiða sig á notkunartímavísinn. Þess í stað skal skipta um síuhylkin í
samræmi við fyrirfram tilgreinda viðhaldsáætlun.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
VARÚÐ Sýna ætti aðgát við notkun sía sem hafa áður verið teknar úr pakkningum þar sem þær getu verið með
skemmri notkunartíma eða hafa verið notaðar áður.
Athugið hvort sían hentar verkinu sem vinna á – athugið litakóða, stafakóða og flokk.
Fyrir fyrstu notkun skal ávallt ganga úr skugga um að varan sé ekki komin fram yfir skráðan endingartíma (lokadagsetningu).
36
mmm34-8721-7859-4_Part1 14.14.22.pdf 38
12/12/2017 14:20