![OUTDOOR CHEF BLAZING ZONE Скачать руководство пользователя страница 44](http://html1.mh-extra.com/html/outdoor-chef/blazing-zone/blazing-zone_user-manual_1660947044.webp)
OUTDOORCHEF.COM
OUTDOORCHEF.COM
86
87
• BLAZING ZONE helst heitt lengi eftir að slökkt er á því. Gæta skal þess að brenna sig ekki og setja enga hluti nálægt BLAZING ZONE,
því það skapar eldhættu.
• Ekki skal byrja að nota BLAZING ZONE fyrr en búið er að setja það upp á Dualchef-grilli af réttri gerð samkvæmt meðfylgjandi
uppsetningarleiðbeiningum.
• VARÚÐ:
Aldrei skal nota BLAZING ZONE eitt og sér!
• Setjið aldrei neitt yfir flötinn á BLAZING ZONE því við það getur mikill hiti myndast.
• Setjið grillið aldrei á viðargólf eða annað brennanlegt yfirborð meðan það er í notkun. Haldið grillinu frá brennanlegum efnum.
• Ekki má geyma grillið nálægt mjög eldfimum vökvum eða efnum.
• Ef grillið er geymt innandyra yfir veturinn verður að fjarlægja gaskútinn. Geyma skal kútinn á vel loftræstum stað utandyra, sem börn hafa ekki
aðgang að.
• Komið grillinu fyrir í skjóli fyrir vindi ef hægt er áður en það er notað.
• Þegar grillið er ekki í notkun ætti að geyma það undir yfirbreiðslu eftir að það hefur kólnað til að vernda það fyrir veðri og vindum.
Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
• Til að koma í veg fyrir raka skal fjarlægja yfirbreiðsluna eftir mikla rigningu.
• Skiljið grillið og BLAZING ZONE aldrei eftir án eftirlits meðan á notkun stendur.
• Ekki færa grillið á meðan það er í notkun.
• VARÚÐ:
Ekki má setja potta á BLAZING ZONE.
LEKAPRÓFUN
VIÐVÖRUN:
Grillið má ekki vera nálægt neinum íkveikjuvöldum á meðan lekaprófun fer fram. Reykingar eru einnig bannaðar. Prófið aldrei
þéttingar með logandi eldspýtu eða opnum eldi og prófunin skal alltaf fara fram utandyra.
1. Gasstillihnappurinn verður að vera á .
2. Skrúfið frá gasinu á kútnum og berið sápulausn úr 50% fljótandi sápu og 50% vatni á alla hlutana sem leiða gas (tengið á gaskútnum /
gasþrýstijafnarann / gasslönguna / gasinntakið / tengið á ventlinum). Einnig er hægt að nota sérstakan úða til að greina leka.
3. Ef blöðrur myndast í sápulausninni er um leka að ræða.
MIKILVÆGT:
Ekki má nota grillið og BLAZING ZONE fyrr en búið er að lagfæra lekann. Skrúfið fyrir gasið á gaskútnum.
4. Lagfærið lekann með því að herða tengingar, ef það er hægt, eða skiptið um hluti sem eru í ólagi.
5. Endurtakið 1. og 2. skref.
6. Hafið samband við sérverslun með gasvörur ef ekki er hægt að laga lekann.
ATHUGIÐ:
Framkvæmið
LEKAPRÓFUN
eftir hverja tengingu eða skipti á gaskútnum, sem og í upphafi grilltímabilsins.
UPPLÝSINGAR UM HLIÐARBORÐ VINSTRA MEGIN
Þegar BLAZING ZONE er sett upp á Dualchef-grillinu er af öryggisástæðum ekki lengur hægt að fella vinstra hliðarborðið niður.
Hætta er á að heit fita leki úr pottunum.