IS
-2
IS
3) TENGIÐ SÍUNA VIÐ BLÁSARANN
Veljið síur eftir flokkun í samræmi við þá hættuflokkun sem aðstæður krefjast (sjá leiðbeiningar með síu). Viðurkenndu síurnar eru einungis hannaðar til nota með rafknúnum síuöndunarbúnaði.
1) Gangið úr skugga um að vera með rétta síu með því að skoða merkimiða framan á síunni eða upplýsingar í umbúðum.
2) Gangið úr skugga um að sían sé með pakkningu og að hún sé óskemmd.
3) Setjið síuna rétta í vasann á blásaranum. (Mynd 5)
4) Læsið síunni með því að snúa henni u.þ.b. 90 gráður þar til smellur í og síutáknin nemi hvort við annað. (Mynd 6)
5) Þegar rétt sett í ætti sían að liggja rétt miðað við efsta hluta blásarans. Athugið að ekki er mögulegt að forskrúfa síuna.
6) Ef meira átak þarf til að setja síuna í er ráðlagt að grípa um og snúa síunni.
VARÚÐ
Örugg notkun RPD krefst þess að sían sé að örugglega komið fyrir. Verið viss um að sían sé ekki laus eftir ísetningu. Táknmyndirnar á síunni skulu nema við sömu tákn á blásaranum.
Endingartími sía veltur á ýmsum þáttum, s.s. tegund og styrk mengunarefna, loftflæði og umhverfisþáttum á borð við hitastig og rakastig. Skipta skal um síur þegar hljóð, titringur eða ljós gefur viðvörun um „lítið
flæði“ (sjá kaflann „Viðvaranir“), eða þegar óvenjuleg lykt finnst.
4) SETJIÐ VALKVÆÐU SÍUHLÍFINA Á
1) Með síuna á sínum stað, látið síuhlífina nema við blásarann. Með rafhlöðuna vinstra megin ætti lógó Honeywell North á hlífinni að vera efst og læsilegt.
2) Festið hægri hlið hlífarinnar við læsingar á blásaranum fyrst.
3) Ýtið vinstri hlið hlífarinnar niður. Verið viss um að allar 4 læsingarnar séu festar. Athugið að hlífina er einungis mögulegt að festa á einn hátt. (Mynd 7)
5) TENGIÐ LOFTSLÖNGUNA VIÐ BLÁSARANN
Veljið rúma eða þétta loftslöngu eftir þörfum.
Fyrir rúmar grímur (hettur/hjálmar),
notið PA031, PA031L, PA033 eða PA036 loftslöngur. Verið viss um að o-hringir séu á báðum endum (rauður - öndunargríma, svartur - blásari). Tengið loftslönguna blásaramegin í rauða tengið
ofan á blásaranum með því að láta stangirnar á henni nema við raufarnar í tenginu. Læsið loftslöngunni með því að snúa tenginu réttsælis þar til það smellur í. Athugið hvort slangan sé örugglega föst með því að toga í samskeytin. Notið
ekki RPD ef o-hringina í loftslönguna vantara eða þeir eru skemmdir.
Fyrir þéttar grímur (heilgrímur og hálfgrímur),
notið PA035 loftslöngu. Verið viss um að segullinn sé á sínum stað í tenginu blásaramegin. Notið ekki loftslönguna ef segullinn er skemmdur eða vantar.
6) KVEIKIÐ Á OG TRYGGIÐ LOFTFLÆÐI MEÐ FLÆÐIVÍSINUM
1) Gangið úr skugga um að sían sé í.
2) Festið valda loftslöngu við blásarann en ekki öndunarbúnaðinn.
3) Með kveikt á blásaranum setjið flæðimælinn þétt í lausa endann á loftslöngunni. Handafl getur þurft til að halda flæðimælinum og slöngunni saman.
4) Á meðan flæðimælinum er haldið stöðugum, metið stöðu flotsins. Athugið að það getur tekið smástund fyrir flotið að ná jafnvægi.
5) Fyrir rúmar grímur skal allt flotið vera fyrir ofan 8. línu upp að 1524 m hæð yfir sjávarmáli [mynd 8(A)]. Fyrir þéttar grímur skal allt flotið vera fyrir ofan 4. línu upp að 1524 m hæð yfir sjávarmáli [mynd 8 (B).] Hafið samband við
þjónustufulltrúa fyrir frekari upplýsingar um nákvæma marklínu flotsins miðað við hæð/hitastig eða hæð yfir 1524m. Ef flotið er ekki yfir marklínunni, staðfestið marklínuna einu sinni enn eða leitið úrræða í „Úrræðavísinum“.
VARÚÐ
Notið ekki RPD ef ekki tekst að ná nægilegu loftflæði.
7) TENGIÐ LOFTSLÖNGUNA VIÐ ÖNDUNARBÚNAÐINN
Sjá notkunarleiðbeiningar fyrir öndunarbúnaðinn varðandi sérstakar leiðbeiningar um samsetningu og skoðun.
Rúmar öndunargrímur
Tengið loftslönguna við loftrásina innan í öndunargrímunni með því að ýta slöngutenginu inn í rásina og snúa
hringnum réttsælis þar til smellur í. Athugið hvort slangan sé örugglega föst með því að toga í samskeytin.
Þéttar öndunargrímur
Þræðið og herðið loftslöngutengin varlega á öndunargrímutengið. Gætið þess að herða ekki of fast.
RAFHLAÐA
___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Stöðu rafhlöðunnar má fá með því að ýta á „TEST“-takkann undir rafhlöðupakkningunni. Fjöldi upplýstra strika samsvarar hleðslunni á rafhlöðunni, frá minna en 25% til 100%. Ýtið á „TEST“-takkann aftan á rafhlöðupakkningunni til að
sjá stöðu rafhlöðunnar.
Raunendingartími ræðst af mörgum þáttum, þ.m.t. hitastigi, hæð, styrk mengunarefna, loftflæði og tegund öndunarbúnaðar, sjá kaflann „Tækniforskriftir“ fyrir nánari upplýsingar. Því er mikilvægt að athuga stöðu rafhlöðunnar reglulega
við notkun og hafa ávallt vararafhlöðu tiltæka.
Litíumjónarafhlöður hafa takmarkaðan fjölda fullra hleðslna áður en líftími þeirra fer að styttast. Primair 700 Series-rafhlöðupakkningar eru hannaðar til að gefa a.m.k. 500 hleðslur á 70-80% afköstum. Ef teknar úr hleðslu byrja
litíumjónarafhlöður að missa hleðslugetu með tímanum, jafnvel eftir aðeins nokkra mánuði. Því er ráðlagt að hafa rafhlöðupakkningar í hleðslu þegar ekki í notkun.
VARÚÐ
Sé 700 Series litíumjónarafhlöðupakkningin og hleðslutækið ekki skoðað, notað og viðhaldið rétt getur það leitt til verri frammistöðu búnaðarins, bruna eða sprengingar. Lesið vandlega og skiljið þessar leiðbeiningar
fyrir notkun. 700 Series litíumjónarafhlöðupakkningar eru ekki þjónustaðar. Takið ekki í sundur eða reynið að breyta rafhlöðupakkningunni á neinn hátt. Ef rafhlöðupakkning er skemmd, takið hana strax úr umferð.
Nema annað sé tekið fram er 700 Series litíumjónarafhlöðupakkning ekki hentug í mögulega sprengifimu lofti.
Hlaðið aldrei eða vefjið saman hleðslutækjum, aflgjöfum eða rafhlöðupakkningum þar sem þau geta hitnað við hleðslu.
Rafhlaða hlaðin
Primair 700 Series rafhlöðupakkningar ætti aðeins að hlaða með viðurkenndu hleðslutæki. Hlaðið rafhlöðupakkninguna á jöfnu yfirborði á köldum og þurrum stað.
1) Tengið afltengið við hleðsludokkuna. Tengið afltengið við aflgjafa. LED-ljósið á AC-tenginu og „Power“-vísirinn á hleðsludokkunni ætti að kvikna.
2) Setjið rafhlöðupakkninguna í hleðsludokkuna þar til lásinn smellur og festir rafhlöðuna. Það er aðeins einn réttur háttur á að setja rafhlöðupakkninguna í. Þrýstið ekki rafhlöðupakkningunni í hleðslutækið.
3) Hleðsludokkan er með LED-vísum sem gefur upp hleðslustöðu og heilsu rafhlöðunnar. Mismunandi vísum er lýst í töflunni að neðan.
STAÐA
HLEÐSLUVÍSIS
Power LED-ljós er grænt.
Hleðslutæki fær nægilegt afl.
Charging LED-ljós er gult.
Rafhlaða hleður.
Ready LED-ljós er grænt.
Rafhlaða er fullhlaðin,
Charging LED-ljós er gulblikkandi.
Rafhlöðu er hafnað/hleðsluvilla.
4) Þegar rafhlöðupakkning er fullhlaðin, kreistið læsingarhnappinn og fjarlægið rafhlöðupakkninguna úr hleðslutækinu. Rafhlöðuna má skilja eftir í hleðslu fullhlaðna. Hleðslutækið er „greint“ hleðslukerfi og ofhleður ekki rafhlöðuna.
Rafhlöðuna má skilja eftir í hleðslu í langan tíma til að vera viss um að hún sé fullhlaðin þegar nota þarf RPD.
5) Til að vera viss um að rafhlöðupakkningin sé fullhlaðin, athugið stöðu rafhlöðunnar.
ATHUGIÐ
Ráðlagt er að rafhlaðan sé hlaðin á þurrum stað (aðeins innandyra), á vel loftræstum stað, við eða nálægt stofuhita. Hlaðið ekki rafhlöðuna í hitastigi undir 0°C eða yfir 25°C. Leyfið rafhlöðupakkningunni ávallt að ná
stofuhita fyrir hleðslu.
VARÚÐ
Notið ekki RPD nema rafhlaðan sé fullhlaðin. Sé rafhlaðan ekki fullhlaðin getur það útsett notandann fyrir alvarlegu líkamstjóni eða veikindum óforvarendis.
Geymsla, geymsluþol og förgun
Ef geymt í upprunalegum umbúðum hafa 700 Series rafhlöðupakkningar 1 árs lágmarksendingartíma frá framleiðsludegi. Til að lengja líf rafhlöðupakkningarinnar, skiljið ávallt eftir a.m.k. 30% hleðslu og geymið á köldum stað allt að
stofuhita, u.þ.b. 5°C til 20°C.
Notkun WEEE-táknsins merkir að vöruna má ekki farga með heimilisúrgangi. Með því að tryggja að vörunni sé rétt fargað er hjálpað til við að vernda umhverfið. Fyrir nánari upplýsingar um endurvinnslu þessarar vöru, hafið
samband við viðkomandi stjórnvald, móttökustöð fyrir úrgang eða verslunina þar sem varan var keypt.