IS
-1
KYNNING
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Honeywell North Primair 700 Series rafknúinn öndunarsíubúnaður (RPD hér eftir) hentar sérstaklega vel við aðstæður þar sem órafknúinn búnaður er óhentugur eða þar sem hærra verndarstigs er krafist, en þó aðeins í lofti sem stofnar
ekki lífi og heilsu í bráða hættu. Notað með viðurkenndri Honeywell North agnasíu og viðurkenndum Honeywell North öndunarbúnaði, veitir Primair 700 RPD öndunarvörn gegn ögnum (föstum og í vökvaformi), lofttegundum og gufum.
Lesið þessar notkunarleiðbeiningar vandlega fyrir notkun og fylgið þeim við notkun öndunarbúnaðarins. Þér skal aðeins vera heimilt að nota Primair 700 eftir að hafa lokið þjálfun og með því að fylgja gildandi reglum um öryggi og
heilsuvernd. HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS vinnur stöðugt að því að bæta vörur sínar og búnaður getur breyst án fyrirvara. Þannig geta upplýsingar, skýringarmyndir og lýsingar í þessu skjali ekki verið notaðar sem
forsenda til að krefjast nýs búnaðar, nema ábyrgðarskilmálar kveði á um annað.
Tæknileg aðstoð og þjónustuver eru tilbúin að svara spurningum og greiða úr erindum. Farið á https://www.honeywellsafety.com/Europe/Contacts.aspxtil að fá upplýsingar um tengiliði á þínu svæði/landi.
ATHUGIÐ
Verklag og aðferðir sem eru taldar nógu mikilvægar til að leggja áherslu á.
VARÚÐ
Verklag og aðferðir sem, ef ekki er farið eftir, setja notandann í hættu á alvarlegum meiðslum, veikindum eða dauða.
TAKMARKANIR VARNAR OG NOTKUNAR
______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Þessar leiðbeiningar eru fyrir reynt starfsfólk sem hefur fengið þjálfun og er vant að nota öndunarbúnað. Notandi skal lesa, skilja og fylgja þessum leiðbeiningum í hvívetna fyrir notkun öndunarbúnaðarins. HONEYWELL RESPIRATORY
SAFETY PRODUCTS gengst ekki við neinni ábyrgð ef ekki er farið að ráðleggingum í þessu skjali.
VARÚÐ
1)
Sé ekki farið að þessum leiðbeiningum og viðvörunum getur það leitt til váhrifa frá skaðlegum efnum, útsett notandann fyrir hættu á alvarlegum meiðslum, veikindum eða dauða.
2)
RPD veitir vörn gegn ögnum, lofttegundum og gufum eftir því hvaða sía er valin. Notið þennan RPD-búnað aðeins með viðurkenndum HONEYWELL NORTH-síum af gerð P R SL eða A2 P R SL sem eru vottaðar og
loftflæði 215 l/mín.
3)
Notið þennan öndunarbúnað aldrei til að:
• framkvæma eða fylgjast með sandblæstri;
• slökkva eld;
•
í lofti þar sem styrkur súrefnis er minna en 17% af rúmmáli við sjávarmál;
•
í lofti þar sem styrkur eiturefna er óþekktur eða geta stofnað heilsu eða lífi í bráða hættu.
4)
Notið ekki búnaðinn með slökkt á blásaranum. Hann veitir enga öndunarvörn ef slökkt er á honum. Styrkur koltvísýrings getur aukist hratt og súrefni klárast innan öndunarbúnaðarins.
5)
Mikið öndunarálag samfara miklu vinnuálagi getur orsakað undirþrýsting í búnaðinum.
6)
Notið ekki í miklum vindi. Vindur getur haft áhrif á vörn.
7)
Búnaðurinn inniheldur rafmagnshluta sem getur kviknað í við eldfim eða sprengifim skilyrði. Notið því ekki RPD við slík skilyrði.
8)
Ekki breyta búnaðinum á neinn hátt. Breytingar, þ.m.t. málun, merking eða notkun óviðurkenndra varahluta getur dregið úr vörn og útsett notandann fyrir hættu á veikindum, líkamstjóni eða dauða.
9)
Notkun varahluta, íhluta eða viðbóta annarra en þeirra sem framleidd eru af HONEYWELL RESPIRATORY SAFETY PRODUCTS geta haft áhrif á virkni kerfisins, skemmt búnaðinn og skaðað heilsu notandans.
AÐ TENGJAST MEÐ PRIMAIR PA710CEU
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Honeywell North Primair PA710CEU blásari kemur með BLE (lágorkublátönn) þráðlausum fjarskiptum sem sendir gögn til Honeywell SafetySuite til að hjálpa til við að endurbæta flotastjórnunarferli varðandi persónuhlífar. Þegar kveikt
er á búnaðinum sendir hann stöðugt gögn um virkni sína þráðlaust. Persónuupplýsingar eru aldrei sendar. Þráðlausar gagnasendingar geta náð út fyrir veggi og hver sem er getur tekið við þeim með samhæfðum búnaði.
Án tilhlýðilegrar varnar getur öryggi gagna verið stofnað í hættu.
Auðvelt er að tengja PA710CEU við SafetySuite:
1) Verið viss um vera með PA710CEU-blásara. Tegundarnúmerið er að finna aftan á búnaðinum.
2)
Farið á
https://papr.honeywell.com/ til að stofna reikning, nálgast allar upplýsingar um virkni og hlaða niður forritinu fyrir fjarskiptagáttina.
3) Notið PA710CEU innan sviðs (u.þ.b. 6-9m) nettengds tækis sem keyrir forritið fyrir gáttina.
ATHUGIÐ
Einungis PA710CEU-blásarinn er með BLE-fjarskipti. PA710EU er ekki með þennan fídus og sendir því ekki gögn, er ekki samhæfður með SafetySuite eða fjarskiptagátt.
Truflanir
Önnur nálæg tæki geta sent frá sér boð sem trufla PA710CEU og önnur þráðlaus tæki á neti. Ekki ætti að leyfa ótraustum sendum innan vinnusvæðis og seilingar (u.þ.b. 50 metrar). Fjarsamband milli PA710CEU og tækja sem eru tengd
fjarskiptagáttinni getur orðið fyrir ýmsum áhrifum, þ.m.t. frá mannvirkjum, öðrum tækjum/búnaði í grennd, nettækinu sjálfu og truflunum frá öðrum sendibúnaði.
LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Afpökkun
Primair 700 Series er afhent ósamansett að hluta. Takið úr umbúðunum og skoðið hvern hlut vandlega áður en öndunarsíubúnaðurinn (RPD) er settur saman.
Skoðun
Skoðið alla hluta búnaðarins fyrir hvert skipti sem hann er notaður og gáið eftir sliti eða skemmdum. Ef hluta vantar, hann er skemmdur eða slitinn, skiptið um hann eða merkið hann og takið úr notkun. Gangið úr skugga um að búnaðurinn
veiti nægt loft.
Athugið rafhlöðu
Af öryggisástæðum er rafhlaðan ekki send fullhlaðin. Hlaðið rafhlöðu fyrir fyrstu notkun. Verið viss um að rafhlaða sé hlaðin fyrir hverja notkun.
Gangið úr skugga um að viðvörunarbúnaður virki eðlilega
Með loftslönguna tengda, síuna í og kveikt á blásaranum, lokið hinum enda loftslöngunnar með hendinni. Kvikna ætti á öllum þremur viðvörununum (ljós, hljóð og titringur) innan nokkurra sekúndna ef viðvörunarbúnaðurinn virkar
eðlilega; lesið kaflann „Viðvaranir: Loftflæði undir lágmarki“ fyrir nánari upplýsingar. Gangið úr skugga um að viðvörunarbúnaður virki eðlilega fyrir hverja notkun. Notið EKKI búnaðinn ef viðvaranir virka ekki eðlilega (lesið kaflann
„Úrræðavísir“).
SAMSETNING RPD ____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
1) FESTIÐ BLÁSARANN VIÐ BELTIÐ /
BAKPOKABELTIÐ
1) Stillið festilyklana á blásaranum af þannig að þeir nemi við skráargötin á beltinu. (Mynd 1a)
2) Rennið blásaranum að þrengri enda skráargatanna þar til lyklarnir smella í. (Mynd 2a)
3) Ef óskað, kveikið á valkvæðum þægindapúða með því að ýta fjórum karl- og kventengjunum saman. (Mynd 3)
VALKVÆÐUR BAKPOKI
1) Stillið festilyklana á blásaranum af þannig að þeir nemi við skráargötin á bakpokanum. (Mynd 1b)
2) Rennið blásaranum að þrengri enda skráargatanna þar til lyklarnir smella í. (Mynd 2b)
2) SETJIÐ Í/TAKIÐ ÚR RAFHLÖÐUPAKKNINGUNA
1) Setjið loftdæluna á slétt og hreint yfirborð með síuhólfið uppvísandi.
2) Takið rafhlöðupakkninguna í lófann og látið læsinguna vísa niður.
3) Rennið rafhlöðunni inn í blásarahúsið þar til hún smellur í. (Mynd 4)
4) Til að fjarlægja rafhlöðuna, takið um hana um leið og ýtt er á læsinguna þar til losnar um rafhlöðuna. Togið rafhlöðuna út úr blásaranum.
ATHUGIÐ
Togið hvorki né þrýstið rafhlöðunni úr loftdælunni áður en læsingin opnast. Rafhlaðan á að renna út án átaks.
IS
HONEYWELL NORTH PRIMAIR 700 SERIES
RAFKNÚINN ÖNDUNARSÍUBÚNAÐUR