47
HOMEPUMP ECLIPSE
*
Gúmmídæla
Leiðbeiningar um notkun
Mikilvægar Upplýsingar
Vinsamlegast lesið allar leiðbeiningarnar áður en
HOMEPUMP ECLIPSE* búnaðurinn er notaður. Fylgið
vandlega öllum leiðbeiningum til að tryggja öryggi
sjúklingsins og/eða notandans.
Upplýsingar fyrir notanda
HOMEPUMP ECLIPSE* dælan er gerð fyrir heimanotkun
sjúklinga. Sjá hér fyrir neðan mikilvægar upplýsingar fyrir
heimanotkun:
• Stuðningur fæst allan sólarhringinn í síma 800-444-2728
eða +1.949.923.2400 (aðeins á ensku).
• Farið á
www.halyardhealth.com
eða hafið samband
við söluaðila ykkar varðandi nýjustu upplýsingar um
vöruna og tæknilýsingar sem eiga við um en takmarkast
ekki við:
• Þættir sem hafa áhrif á Flowrate Homepump*
Ambulatory Infusion System: HOMEPUMP ECLIPSE*
• Latexofnæmi
• Gögn um stöðugleika lyfs
• Upplýsingabæklingar fyrir sjúkling
Viðvaranir
• Fylla verður á Homepump Eclipse dæluna 4
klukkustundum fyrir lyfjagjöf til að fá innrennsli við
uppgefinn rennslishraða.
• Ef dælan er notuð strax eftir áfyllingu getur
rennslishraðinn aukist um allt að 50%.
• Lyf eða vökva skal gefa í samræmi við leiðeiningar
framleiðanda þeirra. Læknir er ábyrgur fyrir ávísun
lyfs samkvæmt klínísku ástandi hvers sjúklings (s.s.
aldri, líkamsþyngd, sjúkdómsástandi, samtímis
lyfjagjöf o.s.frv.).
• Engin viðvörun eða hættumerki er gefið þegar
rennsli stöðvast, þessvegna er ekki mælt með því
að nota tækið til að gefa lífsnauðsynleg lyf með
innrennsli ef stöðvun innrennslis eða ónógt rennsli
getur valdið alvarlegum skaða eða leitt til dauða.
• Engin vísbending er um stöðvun
innrennslisdælunnar, því skal gæta varúðar þar sem
ofskömmtun lyfs getur valdið alvarlegum skaða eða
leitt til dauða.
• Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanns að tryggja
að sjúklingnum sé kennt að nota búnaðinn rétt.
Varúðarorð
•
Notið ekki ef umbúðir eru opnar, skemmdar eða
varnarhettu vantar.
•
HOMEPUMP ECLIPSE* dælan er smitsæfð, veldur ekki
hita og er einnota. Má ekki endursmitsæfa, fylla aftur eða
endurnota. Endurnotkun tækisins gæti haft eftirfarandi
hættur í för með sér:
• Röng virkni búnaðarins (þ.e. rangur rennslishraði)
• Aukna sýkingarhættu
• Lokun búnaðarins (þ.e. hindrun eða stöðvun innrennslis)
• Takið ekki úr umbúðunum fyrr en hún er tilbúin til
notkunar.
•
Með vörunni er notað dí- (2-etýlhexýl) phthalat
(DEHP) mýkt pólývínylklóríð (PVC):
• DEHP er algengt mýkingarefni í plasti sem notað er
í lækningavörur. Sem stendur liggja engin endanleg
vísindaleg gögn fyrir um að DEHP sé skaðlegt mönnum.
Hins vegar ætti að meta áhættu og ávinning notkunar
lækningatækja sem innihalda DEHP hjá konum á
meðgöngu og konum með barn á brjósti, ungbörnum og
börnum áður en þau eru notuð.
• Verið getur að notkun tiltekinna lausna samhæfist ekki
PVC efninu sem er í lyfjagjafarsettinu. Lesið fylgiseðilinn
með lyfinu og aðrar upplýsingar til að fá betri skilning á
mögulegu ósamhæfi.
• Fyllið ekki á minna en lágmarkið eða meira en hámark
fyllingarrúmmáls dælunnar. (Tafla 1)
• Klemma fylgir til að stöðva innrennslið. Fjarlægið ekki né
brjótið klemmuna. Notið ekki klemmuna fyrir ósamfellda
lyfjagjöf.
• Veltið slöngunni milli fingranna til að auka flæðið ef hún
hefur verið klemmd aftur lengi.
• Uppgefinn rennslishraði og fyllingarrúmmál fyrir hverja
dælu er merktur á áfyllingartenginu.
• Forðist að sían komist í snertingu við hreinsiefni (eins
og sápu og alkóhól) vegna þess að leki getur komið frá
lofttæmislokanum.
• Límið ekki yfir síuna þar sem það gæti lokað fyrir
lofttæmislokann og hindrað innrennslið.
• Dýfið dælunni ekki í vatn. Gætið þess að verja dæluna
þegar hætta er á að dælan og sían geti blotnað, til dæmis
ef farið er í sturtu.
• Notið ekki örbylgjuofn, ofn eða baðvatn til að hita
vökvann.
• Ef dælan eða lyfjagjafarsettið lekur skal loka klemmunni á
IS
Содержание HOMEPUMP ECLIPSE
Страница 1: ...Instructions for Use HOMEPUMP Ambulatory Infusion System HOMEPUMP ECLIPSE ELASTOMERIC PUMP...
Страница 2: ......
Страница 40: ...38 1 1 2 3 4 5 6 7 1 1 2 3 4 5 6 7...
Страница 47: ...45...
Страница 84: ...82 1 1 2 3 4 5 6 7 1 1 2 3 4 5 6 7...
Страница 108: ...106 1 1 2 3 4 5 6 7 1 1 2 3 4 5 6 7...
Страница 114: ...112 1 1 2 3 4 5 6 7 1 1 2 3 4 5 6 7...
Страница 121: ...119...
Страница 122: ...120 1 1 2 3 4 5 6 7 1 1 2 3 4 5 6 7...