
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI
3. Ef ekkert annað dugar skaltu snúa öðrum stillihnappinum í stöðuna E og reyna
að kveikja ábrennaranum með eldspýtu. Ef ekki kviknar á honum er grillið líklega
annaðhvort rangt samsett eða gaskúturinn er tómur. Farðu vel yfir gaskút,
gasstilli og samsetningar. Hafðu í huga að það geta liðið allt að tvær mínútur
þar til það kemur stöðugur logi upp úr öllum götum brennaranna.
Stillingar
Í stöðu D er slökkt á brennaranum. Í stöðu E logar brennarinn með fullu blússi.
Sé hnappinum snúið niður á við úr stöðu E dregur smám saman úr hitanum. Sé
hnappurinn stilltur á stöðu F logar brennarinn á lægsta mögulega styrk en þó
slokknar loginn ekki.
Slökkt á grillinu
Slökktu á grillinu með því að snúa báðum stillihnöppunum í lokaða stöðu (D).
Lokaðu fyrir gasstillinn.
Viðvaranir þegar slökkt er á grillinu:
• Skrúfaðu alltaf fyrir gasstillinn að lokinni notkun. Hafðu í huga að börn að leik
geta óvart snúið hnöppum á grillinu þannig að gas lekur út
Grillað án loks
Byrjaðu á því að kveikja á báðum brennurunum, öðrum í einu. Láttu loga á grillinu í
10 mínútur þar til það er orðið vel heitt.
Gættu þess að fitubakkinn (9) sé hreinn og að hann sé rétt staðsettur undir grillinu.
Svo er hægt að stilla hvorn brennara þannig að hitadreifingin hæfi því sem á að
matbúa. Það má grilla með hvaða stillingu sem er á hvorum brennara fyrir sig.
Einn brennari getur oft gefið nægilega mikinn hita og þá gefst þér tækifæri til
að staðsetja matvælin þannig að þau hitni hægt upp – og það kemur sér vel við
upphitun, t.d. á brauði.
Grillað með loki
Við ráðum þér frá því að grilla mat undir loki með kveikt á báðum brennurunum. Ef
lokið er sett á hækkar hitastigið hratt.
Ef þú vilt elda með óbeinum hita ætti að staðsetja matvælin innst á grillgrindinni
og þá ættirðu aðeins að kveikja á fremri brennaranum (15). Fylgstu með
hitamælinum (1), en hann sýnir hitastig sem ætti aðeins að teljast leiðbeinandi.
Þrif og viðhald
Gakktu úr skugga um að grillið sé kalt áður en það er þrifið. Hreinsaðu grillið með
heitu vatni og mildu þvottaefni. Skolaðu svo vel með hreinu vatni og þurrkaðu
grillið. Mundu að þrífa grillið vandlega með reglulegu millibili og notaðu grillbursta
til að þrífa grindina eftir notkun. Yfirborð grillsins skaddast ef notuð eru hvöss
verkfæri eða slípiefni til að hreinsa það. Ef þú vilt þrífa alla hluta grillsins er hægt
að taka það í sundur eins og sýnt er í kaflanum um samsentingu og árleg þrif á
brennurunum.
Gasgrillið er með grind úr ryðfríu stáli sem þarf að þrífa eftir hverja notkun. Til þess
geturðu notað grillbursta með burstum úr ryðfríu stáli.
Grillgrindin og hitahlífin verða smám saman dekkri á lit með tímanum.
Ekki er hægt að þrífa slíka dekkingu af, en allar matarleifar er hægt að fjarlægja
með því að nota grillbursta með messingburstum. Athugaðu að grillbursti með
stálburstum skemmir yfirborð hitaskjaldarins, sem verður við það líklegri til að
ryðga.
Ef þú vilt þrífa grillið sérstaklega vel er hægt að nota blöndu af mildri sápu og
ammóníaki til heimilisnota á grindina, bragðgrindurnar og lausa hluta. Settu
hlutana í lokaðan plastpoka í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Taktu þá svo úr
pokanum og þrífðu þá samkvæmt leiðbeiningum.
Brennararnir (14 and 15) geta smám saman stíflast. Hreinsaðu brennarana
reglulega með stífum bursta þegar þeir eru kaldir og gættu þess vel að götin
í rörunum stíflist ekki. Ef þú vilt einnig hreinsa brennarana eða grillhólfið
sérstaklega vel er hægt að taka brennarana alveg af Nánari leiðbeiningar eru fyrir
neðan. Fitubakkann ætti að þrífa eftir hverja notkun. Athugaðu að einnig ætti
að þrífa botnhitahlífina reglulega. Bíddu þar til grillið hefur kólnað. Fjarlægðu
fitubakkann (9) og kannaðu hvort það hefur safnast fita í hann. Fjarlægðu fituna
úr fitubakkanum til að forðast að það kvikni í henni við næstu notkun og hreinsaðu
bakkann með volgu sápuvatni. Skolaðu hann því næst með hreinu vatni. Settu
fitubakkann upp aftur (9). Ekki setja álpappír í fitubakkann.
Árleg hreinsun á brennurum og skordýraneti
Minnst einu sinni á ári er nauðsynlegt að þrífa skordýranet grillsins og einnig
ætti að skoða og þrífa brennarana (5) til að tryggja að þeir virki sem skyldi.
Skordýranetið er við endann á hverjum brennara. Stíflað og óhreint skordýranet
getur hindrað gasflæðið og valdið bakflæði, sem getur orsakað alvarlegar
skemmdir á grillinu.
1. Gættu þess að grillið sé orðið kalt og að skrúfað sé fyrir gasflæðið.
2. Fjarlægðu grindina, bragðgrindurnar og hliðarhitahlífina.
3. Fjarlægðu svo R-splittin tvö sem halda brennaranum á sínum stað(5).
4. Losaðu svo leiðslurnar tvær sem liggja frá neistahnappinum með því að toga
þær varlega út úr festingunni á brennaranum.
5. Lyftu brennaranum (5) varlega úr grillhólfinu. Ekki hreyfa við neinum öðrum
hlutum á grillinu.
6. Gakktu því næst úr skugga um að skordýranetin og götin á brennurunum
séu hvorki óhrein né stífluð. Mikilvægt er að halda skordýranetunum og
brennurunum hreinum og því skaltu fjarlægja öll óhreinindi með mjúkum bursta
eða svipuðu verkfæri.
Að hreingerningunni lokinni er brennurunum komið aftur fyrir í grillinu. Settu
leiðslurnar tvær á neistahnappinum aftur upp á réttan stað. Settu R-splittin aftur á
sinn stað. Settu hliðarhitahlífina, bragðgrindurnar og grillgrindina á réttan stað og
tengdu gaskútinn aftur.
Viðvaranir vegna þrifa:
• Notaðu aldrei grófan skrúbbsvamp á sýnilega fleti. Jafnvel þótt svampurinn sé úr
plasti geta komið rispur á yfirborðið.
Содержание Gas grill 60 cm
Страница 2: ...1 5 5 6 11 12 11 10 4 3 2 9 13 ...
Страница 55: ...www evasolo com ...