
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI
Grill tengt við gaskút
Box-gasgrill er hægt að tengja við gaskút sem rúmar allt að 11 kg.
Reglur og staðlar um gasbúnað eru mismunandi frá einu landi til annars. Grillinu
fylgir gasstillir sem miðast við þá staðla sem gilda í því landi þar sem grillið var
keypt. Ef þú hefur keypt grillið í öðru landi þarftu að ganga úr skugga um að þú
megir nota það í því landi þar sem það er sett upp.
Með gasstillinum fylgja leiðbeiningar sem fylgja ber við uppsetningu. Í
leiðbeiningunum er því einnig lýst hvernig eigi að opna og loka fyrir gasstreymi að
grillinu. Þegar grillið er sett saman þarf að vera alveg lokað fyrir gasið. Það fer eftir
gerðinni hvort rofinn er stilltur á OFF eða alveg skrúfað fyrir hann (með því að snúa
honum réttsælis).
Þegar gasstillirinn hefur verið tengdur við slönguna á að tengja hana við
tengistútinn á grillinu (11). Slangan er með ró (12) sem er skrúfuð upp á
skrúfganginn á tengirörinu og hert með skrúflykli. Í hvert sinn sem nota á grillið
ætti að kanna hvort það eru rifur, göt eða rispur á gasslöngunni. Ef slangan er
löskuð má alls ekki nota grillið. Ef gasslangan reynist skemmd skaltu kaupa nýja
slöngu hjá næsta söluaðila.
Viðvaranir vegna tengingar við gaskút:
• Tengdu hann ekki í grennd við opinn eld eða annan loga sem getur valdið
eldsvoða. Ef það kviknar í gasi sem lekið hefur út getur það orsakað alvarlegt
líkams- eða eignatjón.
Lekaprófun
Þegar slangan hefur verið tengd við tengistút gaskútsins öðrum megin og
gasstillinn hinum megin er gasstillinum komið fyrir á gaskútnum (13). Gættu þess
að stillihnapparnir tveir (7) séu lokaðir (D) og að lokað sé fyrir gasstillinn.
Jafnvel þótt þú hafir farið eftir öllum leiðbeiningum verður þú að prófa hvort
öll samskeyti séu þétt. Ef þú losar slönguna frá annaðhvort tengirörinu eða
gasstillinum þarftu ævinlega að framkvæma eftirfarandi próf:
1. Blandaðu vatni og smávegis uppþvottalegi saman í skál.
2. Skrúfaðu frá gasstilli kútsins.
3. Notaðu klút til þess að bleyta samskeytin með sápuvatni. Ef loftbólur myndast
umhverfis samskeytin eru þau óþétt, en þá þarf að herða þau betur. Endurtaktu
prófið.
4. Þurrkaðu sápuleifar af samskeytunum með blautum klúti.
Viðvaranir vegna lekaprófunar:
• Framkvæmdu ekki lekaprófun í grennd við opinn eld eða annan loga. Ef það
kviknar í gasi sem lekið hefur út getur það orsakað alvarlegt líkams- eða
eignatjón.
Meðferð og geymsla á gaskútum
Gaskútar geyma gas undir þrýstingi. Ef gas er geymt undir þrýstingi verður það
fljótandi. Ef þú ert í vafa um hvort gaskútur sé tómur geturðu losað hann og hrist
varlega. Ef ekki heyrist gutlhljóð er hann líklega tómur. Þegar gaskútur hitnar eykst
þrýstingurinn í honum. Gaskútar eru smíðaðir með það fyrir augum að þola þetta
við eðlilegar aðstæður, en við mjög mikinn hita er hætta á að það leki úr kútnum.
Svo hár hiti getur til dæmis myndast þegar kúturinn er geymdur í bíl í sterku
sólskini eða ef hann er látinn standa við öflugan hitagjafa.
Ef gaskútur er svo heitur að það er óþægilegt að koma við hann verður að koma í
veg fyrir frekari hitun og kæla hann áður en farið er að nota hann.
Fara ber sérstaklega varlega með fulla og tóma gaskúta. Þeir þola hvorki að detta
né neina aðra hirðuleysislega meðferð. Jafnvel þótt gaskútur virðist vera tómur er
alltaf ákveðinn þrýstingur innan í honum.
Viðvaranir um meðferð gaskúta:
• Gættu þess alltaf að skrúfað sé fyrir gasstillinn þegar gaskútur er tengdur eða
aftengdur.
• Geymdu bæði fulla og tóma gaskúta utanhúss þar sem góð loftræsting er og
þannig að sól nái ekki að skína á þá.
• Staðsettu ekki gaskúta sem ekki eru í notkun nærri logandi grilli.
Breytilegur gasþrýstingur
Ef grillið er stillt á mestan hita þannig að grasið brennur með miklum hraða
lækkar hitinn í gaskútnum og þar með gasþrýstingurinn. Það getur svo leitt til
þess að jafnvel þótt gutli í kútnum þegar hann er hristur sé gasþrýstingurinn ekki
nægilegur. Ef það gerist er ekki um annað að ræða en að skipta á kútnum og
öðrum sem er fullur af gasi.
Kveikt á grillinu
Box-gasgrillið er með tveimur brennurum sem hægt er að stjórna hvorum fyrir sig.
Aftari (14) og fremri (15) brennara er stjórnað með því að snúa hnöppunum lengst
til vinstri og lengst til hægri.
Þegar kveikt er upp í grillinu má lokið ekki vera niðri. Gættu þess að ventillinn á
gaskútnum sé opinn (ON-staða, þ.e. að gasstilli er snúið eins langt og hægt er
rangsælis).
1. Hægt er að kveikja á aftari (14) og fremri (15) brennara hvorum fyrir sig
og því þarf að velja hvorum brennaranum á að kveikja á fyrst. Þrýstu á og
snúðu hnappinum fyrir valinn brennara rangsælis í stöðuna E. Þrýstu svo á
neistahnappinn, nokkrum sinnum ef nauðsyn krefur, til að kveikja upp í gasinu.
Í hvert sinn sem þrýst er á neistahnappinn (8) heyrist smellur og uppkveikikerfið
gefur frá sér neista til að kveikja upp í gasinu.
2. Ef þér tekst ekki að kveikja á brennurunum skaltu skrúfa fyrirbáða hnappana (7)
með því að snúa þeim í lokaða stöðu (D). Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu svo
aftur. Ef það mistekst aftur skaltu skrúfa fyrir gasið að nýju og bíða í nokkrar
mínútur þar til gasið er búið að dreifa sér.
Содержание Gas grill 60 cm
Страница 2: ...1 5 5 6 11 12 11 10 4 3 2 9 13 ...
Страница 55: ...www evasolo com ...