IS
IS
93
Til að tryggja öryggi þitt og tryggja
rétta notkun, vinsamlegast lesið þessa
notendahandbók, þar með taldar
ráðleggingar og viðvaranir, áður en þú
setur upp og notar tækið í fyrsta skipti.
Til að forðast ónauðsynleg mistök og
slys er mikilvægt að sjá til þess að
allir sem nota tækið þekki vel til virkni
þess og öryggisaðgerða. Geymið
þessar notkunarleiðbeiningar og sjáið
til þess að þær fylgi tækinu ef það er
flutt eða selt, svo allir sem nota tækið
á líftíma þess fái réttar upplýsingar um
hvernig tækið skuli notað og hvaða
öryggisráðstafanir eru nauðsynlegar.
Til að tryggja öryggi lífs og eigna,
fylgið öryggisráðstöfununum í
þessum notkunarleiðbeiningum.
Framleiðandinn ber ekki ábyrgð tjóni
sem verður af vanrækslu.
Öryggi barna og annarra viðkvæmra
hópa
• Börn frá 8 ára aldri og einstaklingar
með skerta líkamlega,
skynjunarlega eða andlega
getu eða sem skortir reynslu og
þekkingu geta notað tækið, að því
tilskyldu að þau séu undir eftirliti
eða fái leiðbeiningar um örugga
notkun tækisins og skilji þær
áhættur sem í henni felst. Börn
mega ekki leika sér með tækið.
Þetta tæki er í samræmi við eftirfarandi tilskipanir ESB: 2014/35/EU, 2014/30/EU, 2009/125/EU,
EC 643/2009 og 2002/96/EU
Öryggis- og varúðarupplýsingar
Börn skulu ekki sinna þrifum og
viðhaldi án eftirlits.
• Haldið öllum umbúðum í burtu
frá börnum til að forðast hættu á
köfnun.
• Ef farga skal tækinu, takið
tækið úr sambandi við
rafmagnsinnstunguna, klippið
rafmagnssnúruna af (eins nálægt
tækinu og hægt er) og fjarlægið
hurðina svo börn að leik geti ekki
fengið raflost eða læst sig inni í því.
Almennt öryggi
• VARÚÐ – Þetta tæki er ætlað til
heimilisnotkunar.
• VARÚÐ – Geymið ekki sprengiefni,
svo sem úðabrúsa sem innihalda
eldfim drifefni, inni í tækinu.
• VARÚÐ – Ef rafmagnssnúran
er skemmd verður að vera skipt
um hana af framleiðandanum,
þjónustuaðila framleiðandans eða
öðrum hæfum einstaklingi til að
forðast hættu.
• VARÚÐ – Gakktu úr skugga um að
ekki sé lokað fyrir loftræstiopin utan
og innan á tækinu.