IS
IS
106
Hreinsun og umhirða
Af hreinlætisástæðum skal þrífa tækið (ásamt innri og
ytri aukabúnaði) reglulega, að minnsta kosti annan hvern
mánuð.
Varúð!
•
Tækið má ekki vera í sambandi við rafmagn á meðan
það er þrifið. Hætta á raflosti! Fyrir þrif, slökkvið á
tækinu og takið klóna úr innstungunni.
•
Notið ekki beitt áhöld – þau geta rispað yfirborð
tækisins.
•
Notið ekki þynni, bifreiðahreinsiefni, klór, ilmkjarnaolíur,
slípiefni eða lífræn leysiefni eins og bensól til
hreingerningar. Það getur skaddað yfirborð tækisins og
valdið bruna.
Þrif að utan
Til að tækið viðhaldi útliti sínu ætti að þrífa það reglulega.
•
Þurrkið af stjórnborðinu og skjánum með hreinum,
mjúkum klút.
•
Þurrkið hurðina, handfangið og skápinn að utan með
mildu hreinsiefni og þurrkið síðan af með mjúkum klút.
Þrif að innan
Það ætti að þrífa tækið að innan reglulega. Það er
auðveldast að gera þegar það er lítið af matvælum í tækinu.
•
Þurrkið af tækinu að innan með þynntri bíkarbónatlausn
og hreinsið svo með volgu vatni með rökum svampi eða
klút.
•
Þurrkið tækið að innan að fullu áður en hillur og
skúffur eru settar aftur inn. Þurrkið af öllu yfirborði
og færanlegum hlutum. Jafnvel þótt þetta tæki þiðni
sjálfkrafa getur myndast frostlag innan á veggjum
skápsins ef hurðirnar opnast oft eða eru opnar of lengi.
Ef frostlagið verður of þykkt, veljið þá tíma þegar lítið af
matvælum eru í skápnum og gerið eftirfarandi:
•
Takið matvæli og skúffur úr úr tækinu, takið tækið úr
sambandi við rafmagn og skiljið hurðina eftir opna.
Gangið úr skugga um að svæðið sé vel loftræst til að
flýta fyrir þiðnun.
•
Ekki nota beitt áhöld til að fjarlægja frost og klaka
úr tækinu. Það má setja tækið aftur í samband við
rafmagn og kveikja á því þegar það er orðið alveg þurrt.
Þrif á hurðaþéttilistanum
Passið að halda þéttilistanum hreinum. Klístraður matur og
drykkur getur valdið því að þéttilistinn festist við skápinn
og skemmist þegar hurðin er opnuð. Þrífið þéttilistann með
mildu hreinsiefni og volgu vatni. Skolið og þurrkið vandlega
eftir þrif.
Munið!
Kveikja má aftur á tækinu þegar það er orðið alveg þurrt.