IS
IS
105
Gagnlegar ráðleggingar
Ráðleggingar um orkusparnað
Við mælum með að neðangreindum ráðleggingunum sé fylgt
til að spara orku.
•
Látið hurðina vera opna eins lítið og hægt er, til að
spara orku.
•
Gangið úr skugga um að tækið standi fjarri öllum
hitauppsprettum.
(Beinu sólarljósi, rafmagnsofnum eða eldavélum
o.s.frv.)
•
Stillið hitastigið ekki lægra en nauðsynlegt er.
•
Ekki setja heitan mat eða drykki inn í tækið. Látið það
kólna fyrst.
•
Staðsetjið tækið í vel loftræstu svæði. Sjá kaflann Settu
upp nýja tækið þitt.
Ráðleggingar um frystingu
•
Eftir að kveikt er á tækinu í fyrsta skipti og eftir að slökkt
hefur verið á því til lengri tíma, látið tækið ganga í að
minnsta kosti 2 klukkustundir á lágu hitastigi, áður en
matvæli eru sett inn í það.
•
Útbúið matvæli í smáum skömmtum til að þau frjósi fljótt
og örugglega og svo hægt sé taka út þann skammt sem
skal þiðna.
•
Vefjið matvælum í álpappír eða plastfilmu.
•
Látið ekki fersk, ófrosin matvæli snerta þau matvæli
sem nú þegar eru frosin. Annars geta umrædd frosin
matvæli þiðnað að hluta til.
•
Ef frosin matmæli eru borðuð strax og þau eru tekin út
úr frystinum geta þau valdið kuli.
•
Merkið allar frystar matvælapakkningar með
dagsetningu til að geta fylgst með geymslutímanum.
•
Þegar frosin matvæli hafa þiðnað eyðileggjast
þau fljótt og það má ekki frysta þau aftur. Geymið
ekki fryst matvæli í lengri tíma en dagsetning
matvælaframleiðandans segir til um.
Að slökkva á tækinu
Ef slökkt á að vera á tækinu til lengri tíma, fylgið eftirfarandi
leiðbeiningum til að forðast mygluvöxt.
•
Takið út öll matvæli.
•
Togið rafmagnsklóna úr út innstungunni.
•
Þrífið og þurrkið skápinn vandlega að innan.
•
Gangið úr skugga um að hurðir haldist opnar að
einhverju leyti svo að loft komist um.