IS
IS
102
Stjórnborð
Notaðu tækið eins og lýst er hér að neðan. Myndirnar hér
að neðan sýna aðgerðir tækisins og vinnslumáta þess.
Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skiptið kviknar á baklýsingu
allra merkjanna á skjánum. Ef ekki er ýtt á neina takka og
hurðunum er lokað slökknar á baklýsingunni.
Stilling hitastigsins
Við mælum með að hitastigið sé stillt á -18°C þegar þú
kveikir á frystinum í fyrsta skiptið. Fylgdu leiðbeiningunum
hér að neðan ef þú vilt breyta hitastiginu.
Mundu!
Þegar þú stillir hitastigið þá ertu að stilla meðalhitastig fyrir
allan frystiskápinn. Hitastigið í einstökum hólfum getur
verið breytilegt frá því hitastigi sem sýnt er á skjánum, allt
eftir því magni matvæla sem sett er í þau og hvernig þeim
er pakkað. Umhverfishitastigið getur einnig haft áhrif á
raunverulegt hitastig tækisins.
1. „Freezer“
Ýtið á „Freezer“ til að stilla inn frystihitastig á milli -14°C og
-24°C, eftir þörfum. Skjárinn sýnir stillt hitastig.
-16
ഒ
-17
ć
-18
ഒ
-19
ć
-20
ഒ
-21
ć
-15
ഒ
-24
ഒ
-23
ഒ
-22
ഒ
-14
ഒ
2. „Super Freeze“
Super Freeze er aðgerð sem lækkar hitastigið í
frystinum fljótt svo matvæli eru fljótari að frystast.
Þetta varðveitir vítamín og næringarefni í ferskum
matvælum og heldur matnum ferskum lengur.
•
Ýtið á „Super Freeze“-takkann til að virkja
hraðfrystiaðgerðina. Þá mun kvikna á ljósinu og skjárinn
mun sýna frystihitastigið -24°C.
•
Ef frystirinn er alveg fullur, bíðið í um 24 klukkustundir.
•
Hraðfrystiaðgerðin slekkur sjálfkrafa á sér eftir 26
klukkustundir.
•
Hægt er að slökkva á Super Freeze með því að ýta
á „Super Freeze“- eða „Freezer“-takkann. Þar með
fer hitastigsstillingin aftur í fyrri stillingu, eða frystirinn
virkjar „Eco Energy“-aðgerðina.
3. „Eco Energy“
Eco Energy-aðgerðin setur frystinn í
orkusparnaðarham, sem er gagnlegt ef farið er
í burtu í einhvern tíma, þar sem hún dregur úr
orkunotkun. Haltu takkanum „Eco Energy“ inni í 3 sekúndur,
þangað til ljósið kviknar.
•
Þegar Eco Energy-aðgerðin virkjast stillist hitastigið í
frystinum sjálfkrafa á -15°C til að lágmarka orkunotkun.
•
Hægt er að slökkva á Eco Energy-aðgerðina með
því að ýta á „Eco Energy“- og „Freezer“-takkann.
Hitastigsstillingin fer þá aftur í fyrri stillingu.