63
IS
MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
VIÐVÖRUN
Alltaf skal framfylgja eftirfarandi
grundvallaröryggisreglum til
að lágmarka hættu á rafhöggi,
líkamstjóni og váhrifum frá
örbylgjum:
1. Lestu og fylgdu sérstaklega:
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
MÖGULEG VÁHRIF AF OF
MIKILLI ÖRBYLGJUORKU
2. Börn frá 8 ára aldri og fólk
með skerta líkamlega getu,
skerta heyrn/sjón, skerta
andlega getu eða án reynslu
mega því aðeins nota tækið að
það sé gert undir eftirliti eða
sé þeim leiðbeint um örugga
notkun tækisins og að þau átti
sig á öllum hættum sem fylgja
notkuninni. Börn mega aldrei
leika sér með tækið. Börn mega
þrifa tækið og viðhalda því að
því tilskildu að þau séu orðin
eldri en 8 ára og að verkið sé
unnið undir eftirliti fullorðins.
Börn undir 8 ára aldri mega
aðeins koma nálægt ofninum
undir stöðugu eftirliti fullorðinna.
3. Börn 8 ára eða yngri mega
hvorki koma nálægt ofninum né
rafmagnsleiðslunni.
4. Hafi rafmagnssnúran
skemmst skal skipt um hana af
framleiðanda, þjónustufulltrúa
framleiðanda eða öðrum til þess
bærum einstaklingum (skemmd
rafmagnssnúra er hættuleg).
ATH! Þetta á við tæki með
Y-tengingu.
5. VIÐVÖRUN! Gakktu úr
skugga um að slökkt sé á tækinu
áður en þú skiptir um peru
(hætta á rafhöggi).
6. VIÐVÖRUN! Það er hættulegt
öllum öðrum en fagaðilum að
þjónusta eða gera við tækið
ef slíkt felur í sér að fjarlægja
hlíf sem gefur vernd gagnvart
örbylgjuorku.
7. VIÐVÖRUN! Aldrei skal hita
vökva né annan mat í lokuðum
ílátum þar sem hætt er við að
þau springi.
8. Þegar þú hitar mat í plast-
eða pappírs- ílátum skaltu
fylgjast með ofninum þar sem
möguleiki er á kveikingu.
9. Aðeins skal nota áhöld sem
eru viðeigandi til notkunar í
örbylgjuofnum.