![elvita 114032 Скачать руководство пользователя страница 66](http://html1.mh-extra.com/html/elvita/114032/114032_user-manual_2397888066.webp)
66
IS
Hætta á rafhöggi! Ekki snerta innri íhluti. Hætta er á rafstuði sem getur
valdið alvarlegum líkamstjóni eða dauða. Ekki taka tækið í sundur.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR UM RAFMAGN
HÆTTA
VIÐVÖRUN
Hætta á rafhöggi! Galli á jarðtengingu getur leitt til rafhöggs.
Ekki tengja tækið við innstungu fyrr en búið er að koma tækinu fyrir og jarðtengja
það.
Gakktu úr skugga um að tækið sé jarðtengt á réttan hátt. Við mögulegt skammhlaup
lágmarkar jarðtenging hættuna á rafhöggi (jarðtengingin leiðir burt strauminn).
Þetta tæki er búið jarðtengingu og jarðtengdri rafmagnskló. Tengið tækið eingöngu
við innstungu sem er rétt uppsett og jarðtengd.
Leitaðu til fullgilds rafvirkja eða tæknimanns ef þú skilur ekki leiðbeiningar um
jarðtengingu eða ert í vafa um hvort jarðtenging tækisins sé rétt. Ef nauðsynlegt
reynist að nota framlengingu skal hún vera þriggja víra.
1. Rafmagnsleiðsla ofnsins er stutt (til að draga sem mest úr hættu á að hún flækist
eða einhver hrasi um hana).
2. Ef löng snúra eða framlengingarsnúra er notuð skal fylgja eftirfarandi
leiðbeiningum:
1) Málspenna rafmagnssnúru eða framlengingarsnúru má ekki vera lægri en
málspenna tækisins.
2) Framlengingin verður að vera jarðtengd (þriggja víra).
3) Löngu snúrunni verður að vera þannig fyrir komið að hún hangi ekki út fyrir
eldhúsborð eða borð (börn gætu annars togað í snúruna eða hrasað óvart
um hana).