64
IS
10. Ef tækið gefur frá sér reyk
skaltu slökkva á því eða taka
það úr sambandi (ekki opna
hurðina – slíkt getur leitt til þess
að eldur blossi upp).
11. Hitun á drykkjum með
örbylgju getur leitt til seinkaðrar
sprengisuðu. Farðu því
mjög varlega þegar ílátið er
handfjatlað.
12. Hrærðu í eða hristu pela og
flöskur með ungbarnamat og
kannaðu hitastig innihaldsins
áður en barnið fær mat hitaðan
í örbylgjuofni (annars gæti það
brennt sig).
13. Heil hrá egg og
harðsoðin egg má ekki hita í
örbylgjuofnum þar sem þau
geta sprungið, jafnvel eftir að
örbylgjuhitun er lokið.
14. Ofninn skal þrífa reglulega
og allar matarleifar skulu
fjarlægðar.
15. Sé ofninum ekki haldið
hreinum getur það valdið sliti
á flötum sem svo leiðir til þess
að líftími tækisins styttist og
upp geta komið hættulegar
kringumstæður.
16. Ekki má byggja tækið inn í
innréttingu (hætta á ofhitnun).
ATH! Þetta á ekki við um tæki
með innréttingahurð.
17. Notaðu eingöngu hitamæli
ætlaðan til notkunar í þessum
ofni (á við um ofna gerða fyrir
hitamæli).
18. Settu örbylgjuofninn því
aðeins upp inni í innréttingu að
hann sé vottaður fyrir það.
19. Sé ofninn innbyggður á
skáphurðin að vera opin þegar
hann er í gangi.
20. Þetta tæki er hannað til
notkunar í heimilishaldi og álíka
notkun, til dæmis:
– starfsmannaeldhús í
verslunum, skrifstofum og öðrum
vinnustöðum
- fyrir gesti á hótelum, mótelum
og öðru dvalarhúsnæði
- í landbúnaði
– á gistiheimilum,
farfuglaheimilum og
sambærilegum stöðum
21. Örbylgjuofninn er eingöngu
ætlaður til þess að hita mat og
drykki. Sé matur eða föt þurrkuð
eða hitapúðar, töfflur, svampar,
rakir klútar eða þess háttar
hitað í ofninum, getur það leitt