Þegar rafmagnstæki eru notuð skal ætíð
fylgja grundvallar varúðarráðstöfunum,
þ.m.t. eftirfarandi:
LESIÐ ALLAR LEIÐBEININGAR
•
• Til að koma í veg fyrir raflost skal ekki setja snúru,
tengi, rofa eða hitaelement í vatn eða annan vökva.
• Ekki skilja tækið eftir án eftirlits. Nauðsynlegt er að
fylgjast vel með tækinu þegar það er notað af eða
nálægt börnum. Haldið börnum og gæludýrum alltaf
frá tækinu. Þetta tæki er ekki leikfang.
•
Takið grillið úr sambandi þegar það er ekki í notkun og
áður en það er fært til eða hreinsað. Látið tækið kólna
áður en hlutir eru settir í það eða teknir úr.
•
Notið ekki tækið með skemmdri snúru eða tengi eða
eftir að bilun kemur upp í tækinu eða það skaddast á
annan hátt.
•
Notkun aukabúnaðar sem framleiðandi tækisins
mælir ekki með getur leitt til meiðsla. Notið einungis
aukabúnað sem framleiðandinn mælir með.
• Látið ekki snúruna hanga yfir borðbrún eða snerta
heita fleti.
• Notið ekki tækið á annan hátt en til er ætlast.
Tækið er ekki ætlað til notkunar sem hitari og ekki
skal nota það á þann hátt.
• Til að koma í veg fyrir að vatn skvettist á grillið eða
það detti í vatn skal ekki nota það innan 3 metra frá
laug, tjörn eða öðru vatni.
• Haldið grillinu og rofanum alltaf þurrum og í skjóli
fyrir rigningu.
• Haldið raftengjum þurrum og látið þau ekki liggja á jörðinni.
• Notið ekki vatn eða annan vökvaúða til að hreinsa
vöruna án þess að taka rofann fyrst úr sambandi og
fjarlægja hitaelementið.
•
Ekki skal nota eldsneyti eins og köggluð kol í tækinu.
GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR
EINGÖNGU TIL NOTKUNAR UTANDYRA
NEYTANDI:
Geymið þessa handbók til síðari nota.
UPPSETNINGAR-/SAMSETNINGARAÐILI:
Látið neytandann hafa þessa handbók.
HÆTTA Á RAFLOSTI
NOTIÐ EKKI VIÐARKOL. Eldur kviknar af viðarkolum
og grillið er ekki hannað fyrir viðarkol. Eldurinn skapar
hættuleg skilyrði og skemmir grillið.
•
Þessi handbók inniheldur mikilvægar
upplýsingar sem nauðsynlegar eru til
að tryggja örugga notkun tækisins.
Lesið og fylgið öllum öryggislýsingum,
leiðbeiningum um samsetningu og
notkun og viðhald áður en reynt er að
setja saman og matreiða. Ef öllum
fyrirmælum framleiðanda er ekki fylgt
getur það leitt til alvarlegra meiðsla á
fólk og/eða eignaskaða.
60 cm
Skiljið aldrei við grillið eftirlitslaust þegar það er stillt á „ON“.
Haldið grillinu 60 cm frá veggjum og
grindverkum.
Samsetning, uppsetning og viðhald grillsins er
á ábyrgð samsetningaraðila/eiganda.
60 cm
Ef eldur kemur upp skal stilla rofann á
„OFF“, taka grillið úr sambandi við
innstungu og láta eldinn kulna. Reynið
ekki að slökkva eld með vatni á þessu
eða öðru rafmagnstæki.
Til að koma í veg raflost skal aftengja
rafmagnssnúruna og fjarlægja rofann áður en
hitaelementið er fjarlægt og grillið þrifið. Setjið
rofann eða hitaelementið aldrei í vökva.
Skiptið eingöngu um skemmda hluti
með varahlutum frá Char Broil. Reynið
ekki að gera við skemmda hluti.
Snertið ekki heita fleti með óvörðum höndum. Notið
handföng og húna sem eru til þess ætlaðir.
• Færið ekki tækið þegar það er í notkun.
• Notkun áfengis og lyfseðilskyldra og ólyfseðilskyldra
lyfja getur dregið úr getu notandans til að setja saman
tækið og nota það á öruggan hátt.
Notið ekki eða geymið bensín, steinolíu eða aðra
eldfima vökva innan 7 metra frá grillinu þegar það er í
notkun. Haldið svæðinu í kringum tækið hreinu og
lausu við eldfim efni.
Eingöngu til notkunar utandyra.
Notist ekki innandyra eða við matreiðslu í atvinnuskyni
Notið tækið eingöngu í rými sem er vel loftræst.
Notkun og öryggi framlengingarsnúru
• Til að tryggja bestu afköst grillsins er ekki mælt með
notkun framlengingarsnúru.
• Eingöngu nota snúru fyrir 10 amper sem ætluð er til
notkunar utandyra.
• Nota stystu framlengingarsnúru sem þörf er á. Ekki
tengja saman tvær eða fleiri framlengingarsnúrur.
• Halda tengingum þurrum og látið þær ekki liggja
á jörðinni.
• Ekki láta snúruna hanga fram af borðbrún eða öðrum
hlutum þar sem börn geta togað í hana eða fólk
hrasað um hana.
• Við matseld verður tækið að vera á jöfnu og stöðugu
undirlagi á stað sem er laus við eldfim efni.
Tækið verður heitt á meðan það er í notkun og á eftir.
Notið einangraðar ofnlúffur eða -hanska og langar
grilltangir til að verjast heitum flötum eða slettum af
eldunarvökva.
VIÐVÖRUN
VIÐVÖRUN
•
•
•
Tengið eingöngu í jarðtengda innstungu
sem varin er með bilunarstraumsrofa þar
sem hámarksstraumur nemur 30 mA.
Athugið reglulega skemmdir og slit á
rafmagnsnúrum. Notist ekki ef snúra
er skemmd.
Til að koma í veg fyrir bruna skal
ganga úr skugga um að grillið hafi
kólnað áður en rofi og hitaelement eru
fjarlægð og/eða hreinsuð.
Ekki breyta þessari vöru.
Notið ekki þetta tæki á sömu rafrás og önnur
raftæki sem krefjast mikils straums.
Notið tækið eingöngu á þann hátt sem
tilgreindur er í þessari handbók.
Þetta tæki uppfyllir tæknilega staðla og
öryggiskröfur fyrir rafmagnstæki.
Notið ekki á stöðum þar sem umferð er
mikil og fólk getur hrasað um snúruna.
Skipta verður út rafmagnssnúru fyrir
sérstaka snúru eða samstæðu sem í
boði er fyrir framleiðandann eða
þjónustuaðila hans.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar af
fólki (þ.m.t. börnum) sem skortir fulla
líkamlega, skynjunarlega eða andlega
getu eða fólki sem skortir reynslu og
þekkingu, nema það fái umsjón eða
leiðbeiningar um notkun tækisins frá
þeim aðila sem ber ábyrgð á öryggi
þess.
Vörunni má ekki farga með
heimilissorpi. Farga verður vörunni á
viðurkenndri endurvinnslustöð fyrir
rafmagns- og rafeindatæki. Með því að
safna og endurvinna úrgang stuðlar þú
að verndun náttúruauðlinda og tryggir
að vörunni sé fargað á umhverfisvænan
og heilbrigðan hátt.
Ef nota þarf framlengingarsnúru skal,
öryggisins vegna:
Þetta tæki er eingöngu gert fyrir 220-240
volta - 50/60HZ, 2200 W.
MIKILVÆGAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR!
26
Þetta tæki er eingöngu gert fyrir 220-240
volta - 50/60HZ, 2200 W. Tengið tækið
eingöngu við jarðtengt riðstraumstengi
með 220-240 V, 50/60 Hz og 2200 W
straumi.
Börn 8 ára og eldri og
einstaklingar með skerta
líkamlega, skynjunar- og andlega
getu eða skort á reynslu eða
þekkingu mega nota þetta tæki ef
viðkomandi hafa notið umsjónar
eða fengið leiðbeiningar varðandi
örugga notkun tækisins og hafa
skilning á tengdum hættum. Börn
eiga ekki að leika með tækið. Þrif
og viðhald notanda skal ekki fara
fram af börnum án umsjónar.