IS
IS
151
Sjá kafla 3 Að setja salt í vatnsmýkingarhólfið í KAP I: Grunngerð
ef ekki er salt í uppþvottavélinni.
ATH
!
Slepptu kaflanum um vatnsmýkingu ef ekki er
vatnsmýkingarhólf í vélinni þinni
Harka vatnsins er breytileg frá einum stað til annars. Sé
hart vatn notað í uppþvottavélinni, myndast útfellingar á
diskum og öðrum búnaði.
Tækið er með vatnsmýkingarbúnaði til að miðla salti
sem ætlað er að eyða kalki og steinefnum úr vatninu.
Að undirbúa og setja í uppþvottavélina
•
Við mælum með því að þú notir postulín, gler, hnífapör
og borðbúnað ætlaðan fyrir þvott í uppþvottavél.
•
Ef það sem á að þvo þolir ekki allt sama hita, mælum
við með uppþvotti við lægsta mögulega hitastig.
•
Taktu ekki glös og hnífapör úr uppþvottavélinni strax og
þvottakerfi lýkur (hætta á meiðslum).
Farðu sérstaklega gætilega með eftirfarandi hluti:
Hentar ekki í uppþvottavél
•
Hnífapör með handföng úr viði, horni, postulíni eða
perlumóðurskel
•
Plasthlutir sem ekki eru hitaþolnir
•
Eldri hnífapör með álímdum hlutum sem ekki eru
hitaþolnir
•
Límd hnífapör eða matarföt
•
Tin- eða koparmunir
•
Kristalglös
•
Stálmunir sem geta ryðgað
•
Framreiðsluföt úr tré
•
Munir úr gervitrefjum
Hentar síður í uppþvottavél
•
Sumar glasagerðir geta fengið á sig ský við endurtekinn
uppþvott
•
Silfur- og álmunir geta upplitast við uppþvott
•
Gljáhúðaðir munir geta orðið mattir af miklum uppþvotti
í vél
Ráðleggingar um að setja í uppþvottavél
Matarafgangar. Hreinsaðu fyrst fastbrenndar matarleifar
í pönnum. Ekki þarf að skola uppþvottinn undir rennandi
vatni.
Farðu eftir þessum ráðleggingum um að setja í uppþvottavél
til þess að ná sem bestum árangri.
(Grindur og hnífaparakörfur geta litið öðruvísi út og
virkað á annan hátt en þín gerð)
.
Settu uppþvottinn í uppþvottavélina í samræmi við
eftirfarandi ráðleggingar:
•
Snúðu bollum, glösum og pottum/pönnum og þess
háttar með opið niður.
•
Snúðu hvelfdum eða skálarlaga hlutum þannig að
vatnið renni af þeim.
•
Komdu öllum hlutum þannig fyrir að þeir velti ekki.
•
Gættu þess að ekkert sé fyrir skolörmunum (þeir snúast
á meðan uppþvottavélin þvær).
•
Snúðu holum hlutum eins og bollum, glösum og
pönnum með gatið niður (svo ekki safnist upp vatn í
þeim).
•
Diskar og hnífapör mega ekki liggja saman eða
snertast.
•
Gættu þess að glös rekist ekki hvert í annað (það getur
kvarnast úr þeim).
•
Efri grindin er ætluð viðkvæmum og léttum munum, t.d.
glösum, kaffibollum og tekrúsum.
•
Beinist oddurinn á löngum hnífum upp, eru þeir
hættulegir!
•
Settu löng og/eða beitt hnífapör á borð við hnífa lárétt í
efri grindina.
•
Ekki setja of mikinn uppþvott í vélina (ef það er gert
verður þvotturinn lakari og orkunotkun eykst).
ATH
!
Þvoðu ekki mjög smáa hluti í uppþvottavélinni (þeir geta
fallið niður úr grindinni).
Að tæma vélina
Taktu fyrst úr neðri grindinni (þannig kemstu hjá því að það
dropi yfir hana úr þeirri efri).
VIÐVÖRUN
Uppþvotturinn er heitur!
Bíddu í um 15 mínútur eftir að
þvottakerfi lýkur áður en þú tekur glös og hnífapör út úr vélinni
(hætta á meiðslum).
Setja í efri grindina
Efri grindin er ætluð viðkvæmum og léttum munum, t.d.
glösum, kaffibollum, tekrúsum og undirskálum, diskum,
litlum skálum og litlum pottum (sem ekki eru mjög óhreinir).
Komdu diskum og pottum þannig að vatnsbunurnar færi þá
ekki til.