IS
IS
143
Skref 4. Skref uppsetningar uppþvottavélar
1. Festu þéttilistann undir borðplötu skápsins. Gakktu úr
skugga um að þéttilistinn sé kant í kant við borðplötuna.
2. Tengdu aðrennslisslönguna við kaldan krana.
3. Tengdu frárennslisslönguna.
4. Tengdu rafmagnsleiðsluna við innstungu.
5. Komdu uppþvottavélinni fyrir í réttri stöðu.
6. Hallastilltu uppþvottavélina. Hægt er að stilla aftari
fótinn með skrúfunni framan á sökkli uppþvottavélinnar
miðjum (notaðu stjörnuskrúfjárn). Stilltu fremri fæturna
(með flötu skrúfjárni) þar til vélin er komin með réttan
halla.
7. Stilltu fjöðrun bæði vinstra og hægra megin á
hurðinni með sexkanti (skrúfaðu réttsælis til að herða
fjaðrirnar). Sé það ekki gert, getur það valdið tjóni á
uppþvottavélinni.
8. Festa þarf uppþvottavélina á sínum stað. Þetta má gera
á tvennan hátt:
A.
Venjuleg borðplata: Festu uppþvottavélina í
borðplötuna með tréskrúfum og festiböndum.
B.
Borðplata úr marmara eða graníti: Festu hliðarnar
með skrúfum.
A
B
Skref 5. Að hallastilla uppþvottavél
Hallastilla þarf uppþvottavélina svo grindurnar gangi rétt í
rennunum og til að þvotturinn takist vel til.
9. Gakktu úr skugga um að tækið sé rétt hallastillt með
því að setja vatnsglas á hurðina og rennuna inni í
uppþvottavélinni (sjá myndir).
10. Hallastilltu uppþvottavélina með því að stilla fæturna.
11. Þegar uppþvottavélin hefur verið hallastillt þarf að
tryggja að hún geti ekki oltið.
Athugaðu
hallastillingu
fram/aftur
Athugaðu
hallastillingu
vinstri/hægri
ATH
!
Hám. hæðarstilling fóta er 50 mm.