![Grundfos TPE 1000 Series Скачать руководство пользователя страница 202](http://html1.mh-extra.com/html/grundfos/tpe-1000-series/tpe-1000-series_instructions-manual_2271296202.webp)
Íslenska(
IS)
202
STO-uppsetning, valfrjáls
Mynd 5
STO-vírar tengdir
Valfrjálsa STO-virknin virkjuð
STO-virknin er virkjuð með því að taka spennuna af tengi 37 á
spennubreytinum. Með því að tengja tíðnibreytinn við ytri
öryggisbúnað sem býður upp á örugga seinkun er Örugg stöðvun
1 sett upp. Ytri öryggisbúnaður þarf að uppfylla Cat./PL eða SIL
þegar hann er tengdur við tengi 37.
Nota má STO-virknina fyrir eftirfarandi gerðir hreyfla:
• ósamstillta
• samstillta
• hreyfla með sísegli.
Þegar tengi 37 er virkjað gefur tíðnibreytirinn frá sér viðvörun,
slær tækið út og hægir á hreyflinum þar til hann stöðvast.
Endurræsa verður handvirkt. Notið STO-virknina til að stöðva
tíðnibreytinn í neyðarstöðvunartilvikum. Í venjulegri vinnustillingu
verður að slökkva á STO-tengi 37 til að gangsetja hreyfilinn.
Tenging merkjatengja
Tengið merkjasnúrurnar í samræmi við leiðbeiningar um góðar
verklagsreglur til að tryggja að uppsetning samræmist EMC.
• Notið merkjasnúrur með hlíf ásamt leiðara með þvermál sem
er hið minnsta 0,5 mm
2
og að hámarki 1,5 mm
2
.
• Nota skal þriggja leiðara snúru með tengibraut og hlíf í nýjum
kerfum.
Tenging hitaviðnáms (PTC) við CUE
Tenging hitaviðnáms (PTC) í hreyfli við CUE krefst
utanaðkomandi PTC-rafliða.
Þetta er vegna þess að hitaviðnámið í hreyflinum er eingöngu
með eitt lag af einangrun á vöfum. Tengin í CUE þurfa tvöfalt lag
af einangrun vegna þess að þau eru hluti af PELV-rás.
PELV-rás veitir vörn gegn raflosti. Sérstakar kröfur um tengingu
eru gerðar til þessarar tegundar af rafrás. Kröfunum er lýst í EN
61800-5-1.
Til að viðhalda PELV þurfa allar tengingar sem gerðar eru við
stjórntengi að vera PELV-samhæfar. Til dæmis verður
hitaviðnámið að vera með styrkta eða tvöfalda einangrun.
Raflagnateikning, MCB 114
Sjá mynd 4 í viðauka.
Viðhaldsþjónusta
Framkvæmið virknipróf á 12 mánaða fresti til að greina hvers
kyns villur eða bilanir í STO-virkninni.
Fylgið eftirfarandi skrefum til að framkvæma virkniprófið:
• Takið 24 V DC flæðispennuna af tengi 37.
• Athugið hvort hættumerkið "Örugg stöðvun A68" birtist á LCP.
• Staðfestið að tíðnibreytirinn slái tækið út.
• Staðfestið að hreyfillinn hægi á sér og stöðvist alveg.
• Staðfestið að ekki sé hægt að gangsetja hreyfilinn.
• Tengið 24 V DC flæðispennuna aftur í tengi 37.
• Staðfestið að hreyfillinn ræsist ekki sjálfkrafa og endurræsist
eingöngu með endurstillingarmerki (um gagnabraut, stafrænt
I/O eða endurstillingarhnapp).
Hús
Skoðið merkiplötu og hagið uppsetningu í samræmi við tegund
húss.
Hús
Viðauki
Rafveita
Hreyfill
B2
mynd 2
C1
mynd 3
T
M
0
7
4
59
4
1
91
9
Staðs.
Lýsing
1
Hnappurinn "endurstilla"
2
Öryggisliði (flokkur 3, PL d or SIL2)
3
Neyðarstöðvunarhnappur
4
Snúra með skammhlaupsvörn ef varan er ekki
uppsett inni í IP54-skáp.
12
37
1
3
FC
4
2
Þegar Pt100 er notað með 3 víra
snúru má viðnámið ekki fara yfir 30
Ω.
VARÚÐS
Rafstuð
Minni háttar eða miðlungsalvarleg
meiðsl
- Áður en nokkur vinna hefst með
vöruna skal ganga úr skugga um
að hún hafi verið tekin úr
sambandi við rafmagn og að
engin hætta sé á að varan verði
tengd aftur við rafmagn fyrir
slysni. Sjá
- Ef rafhlutarnir eru snertir getur
það valdið dauða, jafnvel eftir að
slökkt hefur verið á CUE.
Safety instruction.book Page 202 Sunday, April 25, 2021 5:22 AM