Íslenska(IS)
199
Skoðun á vörunni
Við móttöku skal athuga hvort umbúðirnar séu ósnertar og
búnaðurinn heill. Ef skemmdir verða við flutninga skal hafa
samband við flutningsfyrirtækið og kvarta.
Hafið í huga að varan er í umbúðum sem ekki henta til geymslu
utandyra.
Meðhöndlun
Lyfta verður dælunni með ólum og hengslum. Sjá mynd 1.
Mynd 1
Teikning af lyftingu
Kröfur við uppsetningu
Öryggisreglugerðir
• Hnappurinn OFF (slökkt) á stjórnborðinu aftengir CUE ekki frá
aflgjafanum og því má ekki nota hann sem öryggisrofa.
• CUE verður að vera rétt jarðtengt og varið gegn óbeinni
snertingu samkvæmt gildandi reglugerðum á hverjum stað.
• Lekastraumurinn í hlífðarjarðtengingu er yfir 3,5 mA.
• Ekki má setja flokk húss IP20/21 upp með frjálsum aðgangi
heldur eingöngu á spjaldi.
• Ekki má setja flokk húss IP54/55 upp utandyra án frekari hlífa
gegn veðri og sól.
• STO-aðgerðin aftengir CUE ekki frá aflgjafanum og því má
ekki nota hana sem öryggisrofa.
• STO kemur ekki í veg fyrir óæskilega hreyfingu af
utanaðkomandi völdum á mótornum, t.d. vegna mótþrýstings,
og setja verður hlíf yfir mótorskaftið.
Ávallt skal fylgja staðbundnum reglugerðum fyrir þvermál kapla,
skammhlaupsvörn og yfirstraumsvörn.
Af almennum öryggisástæðum þarf að gæta sérstaklega að
eftirfarandi:
• öryggi og rofar fyrir yfirstraums- og skammhlaupsvörn
• val á köplum (rafveitustraumur, hreyfill, hleðsludreifing og
rafliði)
•
uppsetning nets (IT, TN, jarðtenging) öryggi á inntökum og
úttökum fyrir tengingar (PELV).
IT-rafveita
Rafspenna aflgjafa kann að fara yfir 440 V á milli fasa og jarðar
þegar hann er tengdur við IT-rafveitu og jarðtengda
delta-tengingu.
VIÐVÖRUN
Þung losun
Dauði eða alvarleg meiðsl
- Gangið úr skugga um að dælan
sé stöðug þegar verið er að
fjarlægja hana úr umbúðunum og
setja hana upp með því að nota
ólarnar sem notaðar eru til að
lyfta dælunni.
- Athugið að þungamiðja dælunnar
er yfirleitt nálægt hreyflinum.
TM
07
13
4
3
14
18
Þjálfaðir einstaklingar verða að
sinna hvers kyns uppsetningu,
viðhaldi og skoðunum.
VIÐVÖRUN
Beittur hlutur
Dauði eða alvarleg meiðsl
- Notið öryggishnífa og
hlífðarhanska þegar umbúðir eru
fjarlægðar af vörunni.
VIÐVÖRUN
Þungum hlutum lyft
Dauði eða alvarleg meiðsl
- Beitið viðeigandi lyftibúnaði þegar
varan er meðhöndluð.
- Fylgið gildandi reglum á hverjum
stað.
VIÐVÖRUN
Rafstuð
Dauði eða alvarleg meiðsl
- Áður en vinna við vöruna hefst
skal ganga úr skugga um að
slökkt hafi verið á aflgjafanum að
minnsta kosti jafnlengi og fram
kemur hér á eftir og að ekki sé
hægt að kveikja á honum fyrir
slysni.
- Ef rafhlutarnir eru snertir getur
það valdið dauða, jafnvel eftir að
slökkt hefur verið á CUE.
Ekki skal tengja 380-500 V CUE
tíðnibreyta við aflgjafa með spennu
á milli fasa og jarðar sem nemur
meira en 440 V.
Safety instruction.book Page 199 Sunday, April 25, 2021 5:22 AM