92
IS
FYLGIHLUTIR
Kjöthitamælir
Stingdu hitamælinum mitt í þykkasta
hluta kjötsins eða í læri eða bringu
á fugli (langt frá fitu og beinum)
áður en hann er settur í gang. Settu
matinn inn í ofninn og stingdu
kjöthitamælinum í samband.
Haltu hitamælinum eins langt frá
hitagjöfum og mögulegt er. Lokaðu
ofninum.
Snúningsgrillspjót
Á venjulegum hraða hitnar
maturinn allur jafnt og heldur
jafnframt næringarefnum sínum.
Grindur
Notaðar til að grilla og ofnsteikja mat
sem settur er beint á grindina eða í
ofnform.
Festingar fyrir fylgihluti
Það má fjarlægja festingar fyrir fylgihluti
á innhliðum ofnsins til að koma stærri
hlutum fyrir. Hægt er að láta föt/ker
og plötur standa í botni ofnsins þegar
notaðar eru eldunaraðferðir á borð við
geislagrill, tvöfalda grillun og tvöfalda
grillun með viftu. Fjarlægðu festingar
fyrir fylgihluti áður en ofninn er stilltur á
sjálfshreinsun (pyrolytic).
ATH! EKKI nota stillingar með undirhita
þegar föt/ker eru látin standa á botni
ofnsins (það getur valdið ofhitnun í
botninum) (á við um ákveðnar gerðir).
Ofnpanna
Ofnpönnur eru notaðar undir mikið
matarmagn (til dæmis safaríkar kökur,
tertur og sambærilegt bakkelsi ásamt
frystum mat) eða til að safna upp fitu,
frárennslisvökva og kjötsoði.