62
IS
AÐ NOTA STAFINN
•
Hægt er að nota stafinn til að blanda barnamat, súpur, sósur, mjólkurhristinga og majónes
AÐ NOTA STAF OG KÖNNU
• Gakktu úr skugga um að fylgihlutirnir virki rétt áður en tækið er notað til að blanda saman
matvælum. Settu könnuna á eldhúsbekkinn og matvælin í hana (hám. 600 ml).
•
Settu stafinn á tækið (gættu þess að stafurinn sé fastlæstur við tækið).
• Tengdu tækið við innstungu.
Haltu tækinu með föstu taki og þannig að auðvelt sé að þrýsta á rafmagnshnappinn.
•
Settu stafinn í könnuna og þrýstu svo á rafmagnshnappinn (snúningshraðann má stilla með
hraðastillinum).
• Lyftu blandaranum upp og niður og til beggja hliða þar til innihaldið hefur alveg blandast.
• Slepptu rafmagnshnappnum og bíddu uns hnífarnir eru hættir að snúast áður en
blandaranum er lyft upp. Taktu rafmagnssnúruna úr sambandi við innstunguna, eigi ekki að
nota blandarann áfram.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
• Settu könnu á eldhúsbekkinn og komdu stafnum fyrir á blandaranum.
•
Settu blandarann í samband við innstungu og settu stafinn ofan í matvælin sem á að blanda
áður en hann er settur í gang (til að forðast skvettur). Haltu könnunni þéttingsfast og þrýstu
á rafmagnshnappinn eða túrbóhnappinn.
•
Gættu þess að vökvinn sem hræra skal nái ekki upp yfir tengibrún blandara og stafs.
• Hrærðu með hnífum blandarans í matvælunum sem blanda skal.
• Festist eitthvað í hnífunum skaltu taka blandarann úr sambandi við rafmagn áður en þeir eru
hreinsaðir.
• Taktu blandarann úr sambandi við innstungu, eigi ekki að nota hann áfram.
Varúð!
• Blandaðu einungis matvæli með þessum blandara. Ekki má nota þetta tæki til þess að búa
til sápu.
• Ekki dýfa vélareiningunni ofan í vatn!
• Skoðaðu alla fylgihluti áður en þeir eru notaðir. Ekki nota sprungna, beygða eða skemmda
fylgihluti.
• Við mælum með því að blandarinn sé aldrei látinn ganga lengur en 1 mínútu í senn.