58
IS
Farðu eftir öllum öryggisleiðbeiningum (þar með taldar
eftirfarandi) til að forðast hættu á líkamsáverkum þegar
blandarinn er í notkun.
LESTU ALLAR LEIÐBEININGAR, ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR
OG VIÐVARANIR ÁÐUR EN TÆKIÐ ER TEKIÐ Í NOTKUN.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
1. Gættu þess að tækið,
rafmagnsleiðslan eða klóin
sé ekki sett í vatn eða annan
vökva (hætta á rafhöggi).
2. Taktu tækið úr sambandi
við innstungu þegar það er
ekki í notkun, áður en íhlutir
eru settir á/teknir af og fyrir
þrif.
3. Forðastu snertingu við
hreyfanlega hluta.
4. Ekki nota tækið með
skemmdri leiðslu/kló. Tækið
má heldur ekki nota ef það
hefur dottið í gólfið, virkar
ekki á réttan hátt eða er
skemmt.
5. Notkun aukabúnaðar sem
ekki er samþykktur af eða
keyptur hjá framleiðanda
getur valdið eldsvoða,
rafhöggi eða meiðslum á
fólki.
6. Ekki nota tækið utanhúss.
7. Gættu þess að
rafmagnsleiðslan hangi ekki
niður frá brún borðs eða
eldhúsbekks.
8. Gættu þess að
rafmagnsleiðslan komist
ekki í snertingu við heita
fleti, þar með talið helluborð
og ofn.
9. Farðu varlega með hnífana
(þeir eru mjög beittir).
10. Ekki setja heitan vökva í
blandaranum.
11. Börn mega ekki nota tækið.
Haltu tækinu og snúrunni
frá börnum.
12. Fólk með skerta líkamlega
getu, skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu og fólk
sem skortir reynslu má nota
tækið sé það gert undir
eftirliti eða því leiðbeint
um örugga notkun tækisins
og að viðkomandi átti
sig á öllum hættum sem
fylgja notkuninni. Börn