1
2
3
152
IS
Að setja í neðri grindina
Við mælum með því að þú setjir stóra muni og þá sem
erfiðast er að þrífa í neðri grindina (t.d. potta, pönnur, lok,
framreiðsluföt og skálar) (sjá að neðan). Við mælum með
því að þú setjir framreiðsluföt og lok til hliðar við grindurnar
svo þær trufli ekki snúning efri skolarms.
Mælt er með því að diskar, sem hafðir eru fyrir framan
uppþvottaefnishólfið, séu mest 19 cm (svo hólfið geti opnast
án vandræða).
Að setja í hnífaparakörfuna
Settu hnífapörin þannig að bil sé á milli þeirra í
hnífaparakörfunni og gættu þess að þau flækist ekki saman.
VIÐVÖRUN
Gættu þess að ekkert standi niður úr botni
grindarinnar.
Settu oddhvassa hluti með oddinn niður á við!
Bestur árangur næst með því að fylla grindurnar í samræmi við
ráðleggingar í Að fylla grindur í samræmi við ESB-staðal EN 50242
Eftirskolefni og uppþvottaefni
Eftirskolefninu er skammtað út í uppþvottavélina í síðasta
skoli til að koma í veg fyrir að vatn dropi á uppþvottinum en
það getur orsakað flekki og rákir á honum. Það bætir einnig
þurrkun því vatn rennur auðveldar af uppþvottinum. Gert er
ráð fyrir því að uppþvottavélin sé notuð með eftirskolefni.
VIÐVÖRUN
Notaðu bara eftirskolefni sem er ætlað uppþvottavélum. Settu ekki önnur efni
í eftirskolefnishólfið
(til dæmis uppþvottaduft eða fljótandi uppþvottaefni). Sé það gert, skemmist
vélin.
Það er kominn tími til að fylla á eftirskolefnishólfið
Ef gátljós eftirskolefnis ( ) á stjórnborði logar ekki er hægt
að meta hve mikið er eftir á grundvelli litarins á mæliglasinu
við lokið. Þegar eftirskolefnishólfið er fullt er vísirinn
dökkur. Stærð dökka depilsins minnkar eftir því sem meira
eftirskolefni er notað. Láttu ekki eftirskolefnið fara niður fyrir
1/4 að magni.
Stærð dökka depilsins á mæliglasinu fyrir eftirskolefni
minnkar eftir því sem meira eftirskolefni er notað (sjá mynd
að neðan).
Full 3/4-full 1/2-full
1/4-full Tóm
Uppþvottaefni
Kemísku efnin í uppþvottaefninu stuðla að því að fjarlægja,
leysa upp og dæla burt öllu óhreinindum úr uppþvottavélinni.
Flest uppþvottaefni á markaði henta til þessa.
VIÐVÖRUN
• Rétt notkun uppþvottaefnis
Notaðu bara uppþvottaefni sem ætlað er uppþvottavélum. Gakktu úr
skugga um að uppþvottaefnið sem þú notar sé hvorki gamalt né rakt.
Bíddu með að fylla þvottaefnishólfið af uppþvottadufti þar til setja á vélina
í gang.
•
Uppþvottaefni er tærandi! Geymdu uppþvottaefni þar
sem börn ná ekki til.
Að fylla á eftirskolefnishólfið
ATH
!
Þurrkaðu upp allt eftirskolefni sem sullast með tusku
með góðan sogkraft til að forðast froðu við næsta
uppþvott.
Lokaðu hólfinu á ný með því að setja
það að vinstri ör (opið) og snúa því að
hægri ör (lokað).
Helltu eftirskolefninu gætilega í
eftirskolefnishólfið (ekki yfirfylla).
Eftirskolefnisvísir
Snúðu lokinu að vinstri ör
(sýnir opnun) til að opna
eftirskolefnishólfið.