1
2 4 3
8
10
9
5
6
7
149
IS
Að nota uppþvottavélina
Stjórnborð
Notkun (hnappar)
1
Ræsihnappur
Þrýstu á hnappinn til að setja vélina í gang (skjárinn lýsist upp).
2 1/2 (hálffull uppþvottavél)
Notaðu annað hvort efri eða neðri grind fyrir lítinn uppþvott til að spara orku. Þrýstu
á hnappinn til að skipta á milli efri og neðri grindar
(þegar þrýst er á hnappinn kviknar á gátljósinu).
3 Seinkuð ræsing
Þrýstu á hnappinn til að skrá seinkunartímann.
4 Barnalæsing
Þrýstu á hnappinn til að læsa hnöppum stjórnborðsins (öllum nema ræsihnappnum)
svo börn geti ekki sett uppþvottavélina í gang.
Læstu eða aflæstu hnöppunum á stjórnborðinu með því að halda hnöppunum
Seinkuð ræsing og 1/2 (hálffull uppþvottavél) samtímis niðri í 3 sekúndur
(þegar þrýst er á hnappinn kviknar á gátljósinu).
5 Þvottakerfi
Þrýstu á hnappinn til að velja þvottakerfi (það kviknar á gátljósi viðkomandi kerfis).
6 Aukaþurrkun
Þrýstu á hnappinn til að lengja þurrkunartímann
(hnappurinn virkar eingöngu með þvottakerfunum Kröftugt, ECO, 90 mín.)
(þegar þrýst er á hnappinn kviknar á gátljósinu).
7 Start/hlé
Ræsir valið þvottakerfi eða setur það á hlé.