102
1.0 NOTKUN
1.1 TILGANGUR:
Líkamsöryggisbelti á að nota sem íhluti í fallvarnarkerfi sem verndar manneskjuna gegn falli eða stöðvar fall
á öruggan máta (sjá mynd 2). Líkamsöryggisbelti eru notuð á eftirfarandi hátt:
A
Fallstöðvun (EN361):
Persónuleg fallstöðvunarkerfi innihalda yfirleitt líkamsöryggisbelti og tengd undirkerfi (orkugleypandi
dragreipi, sjálfinndraganlegan búnað, o.s.frv.). Hámarks höggálag má ekki fara yfir 6 kN (1 349 lb).
Tengibúnaður:
Aftari (fætur
fyrst með 60 cm (24 in) hámarks frjálst fall þegar notaður er sjálfinndraganlegur búnaður eða 1,8 m (6 ft) hámarks frjálst fall
þegar notað er orkugleypandi dragreipi), fremri (fætur fyrst með 60 cm (24 in) hámarks frjálst fall), framan (fætur fyrst með 60 cm
(24 in) hámarks frjálst fall).
Styrkur festingar:
Valin festing verður að þola álag sem nemur 15 kN (3 372 lb) eða meira.
B
Staðsetning við vinnu (EN358):
Staðsetningarkerfi við vinnu fela yfirleitt í sér líkamsöryggisbelti, staðsetningardragreipi og
varafallstöðvunarkerfi. Við notkun staðsetningar við vinnu skal tengja undirkerfi vinnustaðsetningar (dæmi: dragreipi, Y-dragreipi,
o.s.frv.) við neðri (mittishæð) hlið eða beltisuppsettan tengibúnað vinnustaðsetningar (D-hringi). Aldrei skal nota þessa tengipunkta til
fallstöðvunar.
Tengibúnaður:
Framan, mjaðmir.
Styrkur festingar:
Valin festing verður að þola álag sem nemur 4,5 kN (1 012 lb) eða
meira.
C
Klifur (EN361):
Líkamsöryggisbeltið er notað sem íhlutur klifurkerfis til að hindra fall notandans þegar klifrað er upp stiga
eða annan klifurflöt. Klifurkerfi innihalda yfirleitt líkamsöryggisbelti, lóðrétt reipi eða handrið fest við smannvirkið og klifurslíf.
Ef um klifur upp stiga er að ræða má nota öryggisbelti sem búin eru D-hring að framan í fremri stöðu við fallstöðvun á föstum
klifurkerfum stiga.
Tengibúnaður:
Fremri.
Styrkur festingar:
Mannvirki sem klifurkerfið er fest við verður að þola það álag sem gögn
klifurkerfis framleiðanda segja fyrir um.
D
Björgun (EN1496, EN1497):
Líkamsöryggisbeltið er notað sem íhlutur í björgunarkerfi. Uppsetning björgunarkerfa ræðst af
tegund björgunar. Ef um takmarkað aðgengi er að ræða (lokað rými) má nota öryggisbelti sem búin eru D-hringjum á öxlunum við
inngöngu og útgöngu úr lokuðum rýmum þar sem vandamál er til staðar fyrir starfsmann.
Tengibúnaður:
Aftari, fremri, framan, axlir.
Styrkur festingar:
Valin festing verður að þola álag sem nemur 4,5 kN (1 012 lb) eða
meira.
E
Sig með stýringu (EN341):
Við sig með stýringu má nota öryggisbelti sem búin eru einum fremri D-hring, einum eða tveimur
D-hringum uppsettum að framan eða par af tengjum sem eiga upptök sínu fyrir neðan mittið (til dæmis rassólar) má nota til
tengingar við sig- eða rýmingarkerfi.
Tengibúnaður:
Aftari, fremri, framan.
Styrkur festingar:
Valin festing verður að þola álag sem
nemur 15 kN (3 372 lb) eða meira.
F
Festing (EN354)
: Líkamsöryggisbeltið er notað sem íhlutur í festikerfi sem hindrar notandann í að komast í fallhættu. Festikerfi
innihalda yfirleitt líkamsöryggisbelti og dragreipi eða festireipi.
Tengibúnaður:
Aftari, fremri, framan, mjaðmir.
Styrkur festingar
:
Valin festing verður að þola álag sem nemur 2 kN (450 lb) eða meira.
1.2 STAÐLAR:
Öryggisbelti sem finna má í þessari handbók uppfylla þá staðla sem eru á framhlið þessara leiðbeininga. Ef
þessi vara er endurseld utan upprunalandsins skal endursöluaðilinn veita þessar leiðbeiningar á tungumáli landsins þar
sem varan verður notuð.
1.3
ÞJÁLFUN:
Það er á ábyrgð kaupanda og notanda þessa búnaðar að hann hafi náð góðum skilningi á leiðbeiningum
þessum og að hann hafi fengið þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar. Einnig er nauðsynlegt að skilja eiginleika
búnaðarins við notkun, takmarkanir hans, og hvaða afleiðingar það getur haft að nota þennan búnað á rangan hátt.
1.4 TAKMARKANIR:
Ávallt skal hafa í huga eftirfarandi takmarkanir við notkun þessa búnaðar.
• GETA:
Líkamsöryggisbeltið er hannað til notkunar fyrir einstaklinga með samanlagða þyngd (fatnaður, verkfæri,
o.s.frv.) sem er ekki meiri en 140 kg (310 lb). Gakktu úr skugga um að allir þættir í kerfinu þínu séu metnir að getu
sem er viðeigandi fyrir notkun þína.
• FRJÁLST FALL:
Persónuleg fallstöðvunarkerfi sem notuð eru með þessum búnaði þurfa að vera stillt við takmörkun
á frjálsu falli sem nemur 2 m (6,6 ft)
1
. Festikerfi verða að vera stillt þannig að lóðrétt fall sé ekki mögulegt.
Vinnustaðsetningarkerfi verða að vera stillt þannig að frjálst fall sé takmarkað við 60 cm (24 in) eða minna. Kerfi til
persónulegra nota verða að vera stillt þannig að lóðrétt fall sé ekki mögulegt. Klifurkerfi verða að vera stillt þannig að
frjálst fall sé takmarkað við 45 cm (18 in) eða minna. Björgunarkerfi verða að vera stillt þannig að lóðrétt fall sé ekki
mögulegt. Sjá leiðbeiningar frá framleiðendum undirkerfa til að fá frekari upplýsingar.
• FJARLÆGÐ FRÁ HINDRUNUM VIÐ FALL:
Mynd 3 lýsir þáttum fallstöðvunar. Fyrir hendi verður að vera
fullnægjandi fjarlægð frá hindrunum við fall (FC) til að stöðva fall áður en notandinn lendir á jörðinni eða
öðrum hindrunum. Fjarlægð frá hindrunum ræðst af ýmsum þáttum, þar á meðal: (A) Lengd dragpreipis, (B)
hraðaminnkunarfjarlægð dragreipis eða SRL hámarks höggfjarlægð, (C) teygjanleika öryggisbeltis og lengd D-hrings/
tengis (yfirleitt öryggisþáttur sem nemur 0,5 m (1,6 ft)). Í leiðbeiningunum sem fylgja er að finna upplýsingar um
dragreipi og sjálfinndraganlegan búnað varðandi útreikninga á fallstöðvun.
• SVEIFLUFALL:
Sveiflufall á sér stað þegar festipunktur er beint fyrir ofan þann punkt þar sem fall á sér stað (sjá
mynd 4). Kraftur þess að lenda á hlut við sveiflufall getur valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða. Lágmarka skal
sveiflur með því að vinna eins beint fyrir neðan festipunktinn og mögulegt er. Ekki skal leyfa sveiflufall ef meiðsli geta
átt sér stað. Sveiflufall eykur umtalsvert nauðsynlega fjarlægð frá hindrunum þegar sjálfinndraganlegur búnaður eða
annað tengt kerfi með breytilega lengd er notað.
• FRAMLENGD UPPHENGING OG ÁVERKAR VIÐ UPPHENGINGU: Líkamsöryggisbelti er ekki ætlað til notkunar
sem framlengd upphenging. Framlengd upphenging getur valdið áverkum. Ef notandinn mun hanga í lengri tíma
er mælt með því að einhvers konar sætisstuðningur sé notaður. 3M mælir með sætisplötu, upphengdu vinnusæti,
sætisstroffu eða stól. Hafðu samband við 3M til að fá frekari upplýsingar um þessa hluti.
• UMHVERFISHÆTTA:
Notkun þessa búnaðar á svæðum með umhverfishættu getur krafist viðbótarráðstafana til
að koma í veg fyrir meiðsli á notendum eða skemmdir á búnaði. Hættur geta verið, en takmarkast ekki við: hár hiti,
ætandi efni, ætandi umhverfi, háspennulínur, lofttegundir, vélbúnaður á hreyfingu og skarpar brúnir.
• ÖRYGGISBELTI FYRIR UMHVERFI MEÐ HÁTT HITASTIG:
Öryggisbelti með Kevlar-efni eru hönnuð til notkunar
í umhverfi með háu hitastigi, með takmörkunum: Kevlar-efni fer að brenna við 425 - 480 °C (800 - 900 °F). Kevlar-
efni þolir takmarkaða snertingu við hitastig sem nemur allt að 535 °C (1 000 °F). Pólýesterefni tapar styrk sínum við
145 - 200 °C (300 - 400 °F).
PVC-húðun á hörðum hlutum er með bræðslumark sem nemur um það bil 175 °C (350 °F).
;
Þörf kann að vera á tíðum skoðunum þó að PVC-húðaðir og sinkhúðaðir harðir hlutir séu með gott
tæringarþol í efna-, sýru-, alkalín- og umhverfisaðstæðum. Leitaðu upplýsinga hjá 3M ef þú efast um notkun
búnaðarins í hættulegu umhverfi.
1 Frjálst fall og fallstöðvun:
Frjálst fall sem nemur meira en 2 m (6,6 ft) kann að vera heimilt þegar notendur eru fastir við festingu tengds undirkerfis sem
takmarkar hámarks höggálag við 6 kN (1 349 lb) og er heimilaður til slíkrar notkunar (þ.e. 3M Force 2™ dragreipi).
Содержание Protecta 1161600
Страница 3: ...3 8 A ü B ü C D 9 1 A CLICK B C 2 A B ...
Страница 4: ...4 10 A B 11 1 2 3 4 5 6 ...
Страница 6: ...6 13 OK A B C 14 ...