103
2.0 NOTKUN KERFIS
2.1 BJÖRGUNARÁÆTLUN:
Vinnuveitandi verður að hafa sett upp björgunaráætlun, við notkun þessa búnaðar og samtengt
undirkerfi og ráðstafanir við höndina til að framkvæma hana og miðla til notenda
2
, aðila með leyfi
3
og björgunaraðila
4
.
2.2
TÍÐNI SKOÐANA:
Líkamsöryggisbeltið þarf notandi að skoða fyrir sérhverja notkun
5
og hæfur aðili, annar en notandinn,
og má ekki líða meira en ár á milli skoðana
6
. Skoðunarferli er lýst í
„Eftirlits- og viðhaldsskrá“ í notandahandbókinni
.
Niðurstöður skoðunar hæfs aðila þarf að skrá í afrit af
„Eftirlits- og viðhaldsskrá“
eða í fjarskiptatíðnikerfinu (sjá
„Eftirlit“
).
;
Ef nauðsynlegt er samkvæmt 3M, sökum margbreytileika eða nýjungar búnaðarins, eða þegar þörf er á
mikilvægri þekkingu við sundurhlutun, endursamsetningu eða mati á búnaðinum, skal 3M framkvæma reglubundið
eftirlit eða aðilar eða fyrirtæki sem viðurkennd eru af 3M.
2.3
SAMHÆFI HLUTA:
3M búnaður er aðeins hannaður til notkunar með 3M-samþykktum hlutum og undirkerfum. Skiptingar
eða endurnýjanir sem fara fram með hlutum eða undirkerfum sem eru ekki samþykkt geta komið í veg fyrir samhæfi
búnaðar og geta haft áhrif á öryggi og áreiðanleika heildarkerfisins.
2.4
SAMHÆFI TENGJA:
Tengi eru samhæf við tengihluta þegar þau hafa verið hönnuð til að vinna saman þannig að stærðir
þeirra og lögun valda því ekki að hliðarbúnaður þeirra opnast fyrir slysni, óháð því hvernig þau eru stillt. Hafðu samband
við 3M ef þú hefur einhverjar spurningar um samhæfi. Tengi (krókar, karabínur og D-hringir) verða að geta stutt að
minnsta kosti 22 kN (4 946 lb). Tengi verða að vera samhæf festingunni eða öðrum kerfishlutum. Ekki nota búnað sem er
ekki samhæfur. Tengi sem eru ósamhæf geta losnað fyrir slysni (sjá mynd 5). Tengi verða að vera samhæf að stærð, lögun
og styrkleika. Ef tengihluti sem smellukrókur (sýnt) eða karabína er fest við er of lítill eða óreglulegur að lögun gæti ástand
komið upp þar sem tengihlutinn beitir afli á hlið smellukróks eða karabínu. Þetta afl getur valdið því að hliðið opnast og að
smellukrókurinn eða karabínan losnar frá tengipunktinum. Þörf er á sjálf-læsandi smellukrókum og karabínum.
2.5
TENGING FRAMKVÆMD:
Aðeins skal nota sjálf-læsandi smellukróka og karabínur með þessum búnaði. Notaðu aðeins
tengi sem eiga við sérhverja notkun. Tryggðu að öll tengi séu samhæf að stærð, lögun og styrkleika. Ekki nota búnað sem
er ekki samhæfur. Tryggðu að öll tengi séu lokuð að fullu og læst.
Tengi 3M (smellukrókar og karabínur) eru aðeins ætluð til notkunar eins og tilgreint er í notkunarleiðbeiningum hverrar
vöru. Á mynd 6 má sjá dæmi um ranga tengingu. Smellukróka og karabínur 3M ætti ekki að tengja:
A.
Við D-hring sem annað tengi er fest við.
B.
Á máta sem mundi orsaka álag á hliðið.
C.
Við falska tengingu, þegar hlutar sem standa úr smellukrók eða karabínur festast í festingunni, og án sýnilegrar
staðfestingu og virðast vera að fullu fastir við festipunktinn
.
D. Við hvorn annan.
E.
Beint við belti eða dragreipi eða festingu (nema leiðbeiningar framleiðanda fyrir dragreipi og tengi heimili slíka
tengingu).
F.
Við hlut sem er að lögun eða stærð þannig að smellukrókurinn eða karabínan lokast ekki og læsist, eða getur rúllað
af.
G.
Á máta sem hindrar það að tengið samstillist rétt undir álagi.
2.6
TENGD UNDIRKERFI:
Tengd undirkerfi (sjálf-inndraganleg líflína, dragreipi, kapalgrip og líflína, kapalslíf, o.s.frv.) verða
að henta notkun þinni (sjá kafla 1.1). Sjá leiðbeiningar frá framleiðendum undirkerfa til að fá frekari upplýsingar. Sumar
tegundir öryggisbelta eru með tengipunkta með veflykkju. Ekki nota smellukróka til að tengja veflykkjur. Notaðu sjálf-
læsandi karabínu til að tengja veflykkju. Tryggðu að karabína getir ekki skapað krossálag hliðs (álag við hlið í stað aðaláss
karabínu). Ákveðin dragreipi eru hönnuð til að þrengjast yfir veflykkju og skapa samhæfa tengingu. Dragreipi má sauma
beint á veflykkjuna til að mynda varanlega tengingu. Ekki gera margar tengingar á eina veflykkju nema tvö dragreipi séu
þrengd á veflykkju af réttri stærð. Til að þrengja dragreipi á veflykkju (mynd 7): A) Settu veflykkju dragreipis í gegnum
veflykkjuna eða D-hringinn á öryggisbeltinu. B) Settu viðeigandi enda dragreipisins í gegnum veflykkju dragreipis. C)
Togaðu dragreipið í gegnum tengda veflykkju til að festa það.
2.7
STÖÐUBÚNAÐUR DRAGREIPIS:
Mynd 8 sýnir stöðubúnað dragreipis. Stöðubúnaður dragreipis er ætlaður til að festa
lausan enda dragreipis eða uppsettan sjálf-inndraganlegan búnað öryggisbeltis þegar hann er ekki tengdur við tengipunkt
festingar vegna fallstöðvunar. Stöðubúnað dragreipis má aldrei nota sem fallstöðvunarbúnað á öryggisbeltinu til að tengja
dragreipi eða sjálf-inndraganlegan búnað (A).
Þegar ótengdur fótur dragreipis er ekki tengdur við tengipunkt festingar þarf að koma honum í viðeigandi stöðu á
öryggisbeltinu (B) eða í hönd notandans eins og í 100% tveggja fóta notkun (Tie-Off) (C). Frjálst hangandi fætur
dragreipis (D) geta látið notandann hrasa eða farið í hluti í kring og orsakað fall.
2 Notandi:
Aðili sem framkvæmir athafnir í hæð á meðan hann/hún nýtur verndar persónulegs fallstöðvunarkerfis.
3 Aðili með leyfi:
Aðili sem er skipaður af vinnuveitanda til að fullnægja skyldum á vinnustað þar sem aðili getur verið í fallhættu.
4 Björgunaraðili:
Aðili eða aðilar aðrir en sá sem skal bjarga, sem starfa við að framkvæma björgun með notkun björgunarkerfa.
5 Hæfur aðili:
Aðili sem hefur getu til að bera kennsl á núverandi eða fyrirsjáanlega hættu í umhverfinu, eða bera kennsl á vinnuaðstæður sem eru óheilbrigðar,
hættulegar eða ógna öryggi starfsmanna, og sem hefur umboð til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að sneiða hjá hættunni.
6 Eftirlitstíðni:
Erfiðar vinnuaðstæður (óblítt umhverfi, langvarandi notkun, o.s.frv.) geta haft í för með sér tíðari skoðun hæfs aðila.
Содержание Protecta 1161600
Страница 3: ...3 8 A ü B ü C D 9 1 A CLICK B C 2 A B ...
Страница 4: ...4 10 A B 11 1 2 3 4 5 6 ...
Страница 6: ...6 13 OK A B C 14 ...