28
1. Settu vökva og lin matvæli fyrst í könnuna, hluti sem eru fastir í sér og klaka seinast.
Þrátt fyrir að það sé ekki nauðsynlegt fyrir vinnsluna þá gætir þú viljað skera eða
brjóta matvæli niður í minni bita fyrir nákvæmari mælingu hráefna. Mælt er með
þiðnuðum eða hálfþiðnuðum ávöxtum. Mælt er með MIKLUM hraða (eða hæsta
hnappinum á gerðum með rafeindastjórntækjum) við erfiða blöndun.
2. Settu könnuna á undirstöðu mótorsins með því að samstilla hana yfir miðþófann
sem festur er á undirstöðuna.
(Mótorinn verður að hafa stöðvast til fulls
áður en kannan er staðsett.)
Ekki skal nota könnur fyrir hörð, þurr efni. Forðast
að láta vélina þína ganga með tóma könnu.
3. Alltaf skal nota vélina með allt tvískipta lokið læst á sínum stað (nema
hröðunartólið/þjappan sé sett gegnum lokið eða við venjulega PBS notkun, þegar
skvettuvörn er til staðar. Ef verið er að blanda heitu hráefni verður lokið að vera
tryggilega læst á sínum stað.
Þegar heitir vökvar eru unnir skal EKKI nota
ókrækt eða einfalt lok.
4. Veldu óskaðar stillingar tímamælis eða forstillt blöndunarkerfi. Fyrir vélar með
breytilegan hraða eða HRATT/HÆGT stýringar skal velja óskaðan hraða. Flest
matvæli eru blönduð á MIKLUM hraða. Byrjaðu á hægum eða breytilegum hraða
með þung eða þykk matvæli og skiptu síðan á MIKINN hraða þegar vinnsla
blöndunnar byrjar. Byrja ætti með heitar blöndur og mjög fullar könnur á LITLUM
eða BREYTILEGUM hraða og síðan að skipta yfir í MIKINN hraða.
4a. Ef blanda hættir að snúast hefur loftbóla líklega lokast inni. Settu annað hvort
hröðunartólið/þjöppuna (selt sérstaklega fyrir sumar gerðir) gegnum lokið
meðan blandað er, eða stöðvaðu mótorinn, taktu könnuna af undirstöðunni og
hrærðu eða skafðu blönduna af hliðum könnunnar inn í miðjuna með
gúmmíspaða til að pressa allar loftbólur frá blöðunum. Settu lokið á aftur og
haltu áfram að blanda.
4b. Vegna blöndunarhraða vélarinnar er vinnslutíminn stórum styttri en í vélum
annarra framleiðenda. Fylgstu vandlega með blöndunni þinni þangað til þú
hefur vanist hraðanum, til að forðast ofblöndun.
5. Þegar blandarinn hefur verið stöðvaður
skaltu bíða þar til blöðin hafa
stöðvast til fulls áður en þú fjarlægir lokið og/eða könnuna af
undirstöðu mótorsins.
6. Taktu könnuna, helltu, skreyttu og berðu fram drykkinn.
7. SLÖKKTU á rafmagninu og/eða taktu vélina úr sambandi um nætur eða þegar vélin
er skilin eftir án eftirlits.
Ábendingar um viðhald:
•
Aldre
i slá könnunni við til að losa hráefnið í henni. Taktu könnuna af undirstöðunni
og notaðu gúmmíspaða til að taka þykka blöndu af botni könnunnar.
•
Aldrei
hrista eða hringla könnunni meðan hún er í notkun.
•
Aldrei
taka könnuna fyrr en vélin hefur stöðvast til fulls.
•
Aldrei
ræsa mótorinn fyrr en kannan er á sínum stað.
Viðbótaröryggisatriði fyrir klakafötu
Skammtablöndunarkerfisins (PBS):
1.
EKKI
fylla klakafötuna hærra en að brún hennar.
2. Gættu þess að lokið á klakafötunni sé almennilega á sínum stað áður en vélin er
notuð.
3.
EKKI
setja hluti á könnuna eða snerta könnuna meðan vélin er í gangi. Það hefur
áhrif á klakaskömmtunarstýringuna.
4. Það virkar best í PBS að nota klaka úr klakagerðarvél. Lögun og stærð ísmolanna
getur haft áhrif á virkni vélarinnar. Því kaldari, þurrari og harðari sem klakinn er, því
betri verður blöndunarárangurinn.
EKKI
nota klakakubba eða stór stykki af
samfrosnum ísmolum. Forðastu að nota klaka úr poka sem geymdur hefur verið í
frysti við mjög lágt hitastig. Notkun slíks klaka getur leitt til að hefillinn frjósi. Ef
nota verður pokaklaka þá ætti að geyma hann í frystikistu í að minnsta kosti eina
klukkustund fyrir notkun.
AÐVÖRUN:
Ef þú greinir breytingu á hljóði vélarinnar eða ef harður hlutur eða aðskotahlutur
kemst í snertingu við blöðin þá skaltu
EKKI
bera fram drykkinn/matinn. Kannaðu með
lausa eða skörðótta hluti á blaðsamstæðunni, eða hluti sem vantar. Ef hlutir eru lausir,
vantar, eða eru skörðóttir skal endurnýja blaðsamstæðuna. (Sjá ítarlega Notkunar- og
umhirðuhandbók vélarinnar vegna upplýsinga.)
MIKILVÆG MINNISATRIÐI!
Fyrir gerðir með rafeindastýringum:
Á öllum einingum fylgist innbyggði
hitavarinn með hitastigi mótorsins og varar notandann við og á endanum slekkur á
mótornum ef mótorinn ofhitnar. Við ofhitnun fyrirskipar skjárinn notandanum að taka
könnuna og láta vélina ganga þar til hún kólnar. Þetta tekur um tvær mínútur. Þegar
hitavarinn slekkur á mótornum skaltu endurskoða vinnslutækni þína og
leiðbeiningarnar. Uppskriftirnar geta verið of þykkar eða of mikið hráefni í þeim.
Íhugaðu að bæta við meiri vökva eða prófa annað kerfi.
Fyrir gerðir með forstilltum kerfisskífum eða -rofum:
Hitavarinn getur slökkt
á mótornum til að vernda hann gegn ofhitnun. Til að endurræsa skal bíða þess að
mótorinn kólni, með rafmagnið af (allt að 45 mínútur). Hægt er að flýta kælingu með
því að setja undirstöðu mótorsins á kaldan stað. Taktu fyrst úr sambandi. Til að hraða
ferlinu skaltu reyna að koma loftinu á hreyfingu með ryksugu eða viftu sem beint að
að botni undirstöðunnar. Þegar hitavarinn slekkur á mótornum skaltu endurskoða
vinnslutækni þína og leiðbeiningarnar. Uppskriftirnar geta verið of þykkar (bættu við
vökva), verið unnar of lengi og á of litlum hraða (reyndu annað forstillt blöndunarkerfi
ef til staðar) eða of mikið hráefni er í þeim. Ef mótorinn virðist vera að ofhitna, en
hitavarinn hefur ekki slökkt á vélinni, skal stöðva vélina og taka könnuna af
undirstöðunni.
Fyrir BarBoss- og Drink Machine Timer blandara:
Stilltu tímamælinn á 20
sekúndur. KVEIKTU á vélinni og láttu hana ganga í 20 sekúndur. Endurtaktu þetta
skref þrisvar sinnum, samtals eina mínútu. Gættu þess að snerta aldrei hluti á
hreyfingu þegar þeir eru í notkun.
Fyrir tveggja hraða drykkjarvélar eða vélar með breytilegum hraða, Vita-
Pro og Vita-Prep blandara:
Stilltu skífuna á HIGH (#10). KVEIKTU á vélinni og láttu
hana ganga í eina mínútu. Gættu þess að snerta aldrei hlut á hreyfingu þegar hann er
í notkun.
Leitaðu ráða hjá tæknistuðningi Vita-Mix
®
eða umboðsaðila Vita-Mix á staðnum
vegna frekari aðstoðar ef nauðsyn krefur.
ALMENNAR LEIÐBEININGAR