98
Lestu þetta fyrst
slíkar aðstæður getur leitt til skammhlaups eða galla í
einangrun, o.s.frv., sem getur á móti leitt til eldsvoða eða
raflosts.
Ekki stífla loftræstingaropið
Þá getur hiti byggst upp inni í tölvunni og mögulega leitt til
eldsvoða.
Haltu um riðstraumsklóna þegar hún er tekin úr
sambandi
Ef togað er í snúruna getur hún skemmst og það leitt til
eldsvoða eða raflosts.
Ekki hreyfa þessa vöru meðan riðstraumsklóin er í
sambandi
Riðstraumssnúran getur skemmst og það leitt til eldsvoða
eða raflosts.
• Ef riðstraumssnúran er skemmd skal taka
riðstraumsklóna samstundis úr sambandi.
Notaðu aðeins tilgreint riðstraumsmillistykki með
þessari vöru
Ef notað er annað riðstraumsmillistykki en það sem fylgir
með (fest við vöruna eða látið í té af Panasonic) getur það
leitt til eldsvoða.
Ekki láta riðstraumsmillistykkið verða fyrir þungu
höggi
Ef riðstraumsmillistykkið er notað eftir þungt högg, til
dæmis eftir að það hefur dottið, getur það leitt til raflosts,
skammhlaups eða eldsvoða.
Taktu 10-15 mínútna hlé á hverri klukkustund
Notkun þessarar vöru í langan tíma getur haft skaðleg
áhrif á heilsu augna og handa.
Ekki horfa inn í CD/DVD drifið
Ef horft er beint í leysigeislann inni í drifinu getur það leitt
til augnskemmda.
Ekki nota diska sem eru sprungnir eða aflagaðir
Af því að diskarnir snúast á miklum hraða geta skemmdir
diskar brotnað í sundur og valdið meiðslum.
• Diskar sem ekki eru kringlóttir og diskar sem gert hefur
verið við með lími eru álíka hættulegir og því ætti ekki
að nota þá.
Ekki hækka hljóðstyrkinn mikið þegar heyrnartól eru
notuð
Ef hlustað er á háum hljóðstyrk sem áreitir eyrun um of í
langan tíma getur það leitt til heyrnartaps.
Notaðu mótaldið með venjulegri símalínu
Tenging við innanhússsímalínu (með straumrofa á
staðnum) fyrirtækis eða viðskiptaskrifstofu, o.s.frv., eða
við stafrænan almenningssíma, eða notkun í landi eða á
svæði sem tölvan styður ekki, getur leitt til eldsvoða eða
raflosts.
Ekki tengja símalínu eða netkapal, annan en þann
sem tilgreindur er, við LAN-gáttina.
Ef LAN-gáttin er tengd við netkerfi eins og þau sem talin
eru upp að neðan, getur það leitt til eldsvoða eða raflosts.
• Netkerfi önnur en 1000BASE-T, 100BASE-TX eða
10BASE-T
• Símalínur (IP-sími (Internet Protocol sími), símalínur,
innanhússsímalínur (með straumrofa á staðnum),
stafrænir almenningssímar, o.s.frv.)
Ekki láta húð vera óvarða við þessa vöru í langan tíma
Ef þessi vara er notuð þegar húðin er óvarin gagnvart
hitagjafa vörunnar eða riðstraumsmillistykki um langan
tíma getur það valdið lághitabruna.
Ekki setja tölvuna nálægt sjónvarpi eða
útvarpsviðtæki.
Haltu tölvunni frá seglum. Gögn sem geymd eru á
harða diskinum geta tapast.
Ekki nota með neinni annarri vöru
Rafhlöðupakkinn er endurhlaðanlegur og var ætlaður fyrir
þessa tilgreindu vöru. Ef hann er notaður með annarri
vöru en þeirri sem hann var hannaður fyrir getur það leitt
til leka á rafvökva, hitamyndunar, kviknunar elds eða rofs.
Ekki hlaða rafhlöðuna með öðrum aðferðum en þeim
sem tilgreindar eru
Ef rafhlaðan er ekki hlaðin með einni af þeim aðferðum
sem tilgreindar eru getur það leitt til leka rafvökva,
hitamyndunar, kviknunar elds eða rofs.
Ekki henda rafhlöðupakkanum í eld eða láta hann
koma nálægt miklum hita
Það getur leitt til hitamyndunar, kviknunar elds eða rofs.
Forðastu mikinn hita (til dæmis nálægt eldi eða í
beinu sólarljósi)
Það getur leitt til leka rafvökva, hitamyndunar, kviknunar
elds eða rofs.
Ekki setja oddhvassa hluti inn í rafhlöðupakkann, láta
hann verða fyrir höggum, taka hann í sundur eða
breyta honum
Það getur leitt til leka rafvökva, hitamyndunar, kviknunar
elds eða rofs.
Ekki skammhleypa jákvæðum (+) og neikvæðum (-)
snertlum
Það getur leitt til hitamyndunar, kviknunar elds eða rofs.
Ekki setja rafhlöðupakkann með hlutum eins og
hálsfestum eða hárspennum þegar hann er borinn eða
geymdur.
Ekki nota þessa vöru með öðrum rafhlöðupakka en
þeim sem tilgreindur er
Notaðu aðeins tilgreinda rafhlöðupakkann (CF-W7: CF-
VZSU51W/52W, CF-Y7: CF-VZSU45U) með vörunni
þinni. Notkun annarra rafhlöðupakka en þeirra sem
Panasonic framleiðir og útvegar getur valdið öryggishættu
(hitamyndun, kviknun elds eða rofi).
Tengikapall
Notkun tengikapals sem er lengri en 3 m. er ekki
ráðlögð.
11-Is-1
Varúðarráðstafanir (Rafhlöðupakki)
PL_CF-Y7_W7.book 98 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分
Summary of Contents for CF-Y7B
Page 175: ...PL_CF Y7_W7 book 175 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 176: ...PL_CF Y7_W7 book 176 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 177: ...PL_CF Y7_W7 book 177 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 178: ...PL_CF Y7_W7 book 178 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 179: ...PL_CF Y7_W7 book 179 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 180: ...PL_CF Y7_W7 book 180 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 181: ...PL_CF Y7_W7 book 181 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 182: ...PL_CF Y7_W7 book 182 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 183: ...PL_CF Y7_W7 book 183 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 184: ...PL_CF Y7_W7 book 184 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 187: ...PL_CF Y7_W7 book 187 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 188: ...PL_CF Y7_W7 book 188 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 189: ...PL_CF Y7_W7 book 189 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 190: ...PL_CF Y7_W7 book 190 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...
Page 191: ...Memo PL_CF Y7_W7 book 191 ページ 2008年3月12日 水曜日 午前10時15分 ...