39
REX
ON 4.1 coo
K
kominn með réttan lit. Þannig er einnig komist hjá því að opna
lokið of oft.
11. Setja má tilbúinn grillmat á
efri grindina
til að halda honum
heitum á meðan annar matur er grillaður. Athugaðu þó að
maturinn eldast áfram. Á efri grindinni er einnig hægt að rista
hamborgarabrauð eða elda grænmeti, sjávarfang o.s.frv. við
vægan hita á meðan til dæmis kjöt er grillað við hátt hitastig á
grillgrindinni.
Bein og óbein grillun
Bein grillun
Þetta er sígilda aðferðin þar sem maturinn er grillaður beint fyrir
ofan brennarann. Grillað er við hátt hitastig. Aðferðin hentar því
vel fyrir mat sem tekur að hámarki 30 mínútur að elda, til dæmis
til að snögggrilla hamborgara eða steikur. Maturinn fær góða
skorpu að utanverðu en helst safaríkur að innanverðu.
Óbein grillun
Í þessu tilviki kemur hitinn frá brennurum til hliðar við matinn
og slökkt er á brennaranum beint fyrir neðan hann. Um leið er
lokið haft á til þess að hleypa hitanum ekki út. Við mælum með
þessari grillaðferð fyrir mat sem tekur langan tíma að elda, t.d. rif,
„pulled pork“ eða heilan kjúkling. Einnig er hægt að elda fisk og
grænmeti á vægum hita með þessari aðferð.
Þú getur líka notað báðar aðferðir: byrjað á því að snöggsteikja á
miklum hita og fullelda síðan matinn við lægra hitastig.
NOTKUN
Grillið tekið í notkun
AÐGÁT!
■
Áður en grillið er notað í fyrsta sinn skal kveikja upp í því með
grillgrindum og öllum aukabúnaði sem kemst í beina snertingu
við matvæli til þess að brenna burt hugsanlegar efnisleifar úr
framleiðsluferlinu. Þegar það er gert skal hafa lokið á og hita
grillið í að minnsta kosti 20 mínútur á hæsta styrk. Þegar grillið
hefur kólnað skal hreinsa aukabúnaðinn. Sjá einnig kaflann
„Þrif og viðhald“ varðandi þetta.
■
Aðeins skal nota grillið ef allir hlutir eru á sínum stað og grillið
hefur verið sett rétt saman í samræmi við fyrirmælin í þessum
uppsetningar- og notkunarleiðbeiningum.
■
Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að grillið sé
óskemmt og rétt uppsett. Við val á uppsetningarstað skal fara
eftir því sem kemur fram í kaflanum „Öryggisleiðbeiningar“.
■
Fyrir hverja notkun skal ganga úr skugga um að gaskúturinn
og þrýstijafnarinn séu rétt tengdir og að allir hlutar sem
gas fer um séu þéttir (sjá kaflann „Gaskútur tengdur“ og
„Lekaprófun“).
■
Fyrir hverja notkun skal athuga hvort fita hefur safnast upp
í grillinu. Fjarlægja skal umframfitu og tæma og hreinsa alla
hluta fitusöfnunarbúnaðarins til að koma í veg fyrir að það
geti kviknað í fitunni (sjá kaflann „Þrif og viðhald“).
■
Ekki
skal setja álpappír eða filmu á fitusöfnunarbúnaðinn eða
grillhólfið.
■
Lokið verður að vera opið þegar kveikt er upp í grillinu. Kveikja
skal á einum brennara í einu.
■
Ef loginn slokknar eða ekki kviknar á brennara skal snúa
viðkomandi stillihnappi í stöðuna „slökkt“. Bíða skal í 2 til
5 mínútur áður en reynt er aftur, þannig að gasið nái að
streyma út. Annars getur myndast blossi.
■
Ekki skal beygja sig yfir grillflötinn þegar kveikt er upp, því
myndast getur blossi ef gas safnast upp í grillhólfinu.
■
Aldrei skal hella vatni yfir heitt grill, því annars er hætta á
brunameiðslum.
1. Opnaðu lokið.
2. Gakktu úr skugga um að allir stillihnapparnir séu í stöðunni
„slökkt“ (örin á stillihnappinum vísar upp). Ef svo er ekki skal
ýta á stillihnappinn og snúa honum í stöðuna „slökkt“.
3. Skrúfaðu frá gasinu á gaskútnum.
4. Hver brennari er með sérstakt kveikjukerfi og er því hægt að
kveikja á hverjum þeirra fyrir sig: Ýttu á stillihnappinn fyrir
viðkomandi brennara og snúðu honum í stöðuna
Max
(hæstu
stöðu) (mynd
G
). Opnað er fyrir gasstreymið.
Ef neistakveikja er á grillinu myndast um leið neisti og það
heyrist hvellur.
Ef rafkveikja er á grillinu skal einnig ýta á kveikjuhnappinn
(mynd
I
). Þá heyrist smellur.
5. Gakktu úr skugga um að kveikt hafi verið upp í brennaranum:
Athugaðu varlega hvort það logar á brennaranum.
6. Ef ekki hefur kviknað á brennaranum skal snúa stillihnappinum
í stöðuna „slökkt“ og reyna aftur að 2 til 5 mínútum liðnum.
L
Ef neistakveikja er á grillinu skal ekki sleppa
stillihnappinum fyrr en nokkrum sekúndum eftir kveikingu
svo það slokkni ekki á loganum.
7. Kveiktu á hinum brennurunum með sama hætti.
Grillað
AÐGÁT!
■
Þegar lokið er opnað getur heit gufa streymt út. Haltu því
höfði og höndum frá hættusvæðinu. Hætta er á að brenna
sig.
■
Notaðu grilláhöld með löngum, hitaþolnum handföngum.
1. Þegar búið er að kveikja upp í brennurunum skal forhita grillið:
Settu lokið á og bíddu þar til hitamælirinn í lokinu sýnir rétt
hitastig.
Þegar búið er að forhita grillið er hægt að slökkva á þeim
brennurum sem ekki þarf að nota. Það er gert með því að
snúa viðkomandi stillihnöppum í stöðuna „slökkt“.
2. Opnaðu lokið og settu matinn á grillgrindina eða þann
aukabúnað sem á að nota.
3. Ef ná á upp miklum hita í grillhólfinu og elda matinn jafnt á
öllum hliðum skal setja lokið á.
4. Ef þörf krefur skal stilla brennarann á minni afköst með því að
snúa stillihnappinum lengra í átt að
Min
(lægstu stillingu).
5. Þegar maturinn hefur brúnast nægilega mikið skal snúa
honum við með grilltöng.
Soðið á hliðarbrennaranum (cooK-svæðið)
AÐGÁT!
■
Á hliðarbrennaranum má eingöngu nota eldunaráhöld sem
henta fyrir gashellur.
■
Eldunaráhöldin verða að vera 12 – 24 cm í þvermál til þess að
þau haldist stöðug á hliðarbrennaranum.
• Opnaðu lokið á hliðarbrennaranum og notaðu hann eins og
hellu, t.d. til að matreiða meðlæti og sósur beint á grillinu.
Hætt að nota grillið
1. Skrúfaðu fyrir gasið á gaskútnum.
2. Snúðu öllum stillihnöppunum í stöðuna „slökkt“.
3. Leyfðu grillinu að kólna áður en það er fært til.
4. Þegar grillið er búið að kólna skal þrífa það (sjá kaflann „Þrif
og viðhald“). Ef of mikið safnast upp af matarleifum og fitu er
hætta á að það kvikni í fitunni.
IS
REX41_MOD_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 39
REX41_MOD_Inlay_LM_M_A4_SCA_V1.indb 39
08.11.2022 18:45:55
08.11.2022 18:45:55