![Viking PS4190 Скачать руководство пользователя страница 35](http://html1.mh-extra.com/html/viking/ps4190/ps4190_user-instruction_1025510035.webp)
34
VIKING PS4190/PS4191
is
Búningurinn hefur verið samþykktur í samræmi við
alþjóðakóða um björgunarbúnað (International Life
Saving Appliance code, ályktun siglingaöryggisnefndar
(MSC) 48(66)) og MSC 81(70) og staðalinn EN ISO 15027-1,
nothæfisstig A.
Samþykkt og samhæft björgunarvesti er nauðsynlegt með
PS4190.
PS4191 er með samþættan flotbúnað til stuðnings sem
býður upp á flot upp á 100 N þegar hann er uppblásinn og
ekki skal nota hann með björgunarvesti til viðbótar.
1.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR UM PS4190/PS4191
Búningurinn flokkast undir eftirfarandi gerðir búninga:
• Einangraður björgunarbúningur
• Hlífðarbúningur
• Vinnuflotgalli (þurrbúningur)
Búningurinn uppfyllir einnig ákvæði tilskipunar
leiðtogaráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum.
Mikilvægt
Gangið úr skugga um að þétting við háls og ermalíningar
séu þéttar til að koma í veg fyrir að vatn komist inn.
Aðeins má festa tengilínu við félaga í viðeigandi
festingarpunkta, svo sem D-lykkju, lyftiól o.s.frv.
2. NOTHÆFISSTIG
PS4190/PS4191 er samþykktur til notkunar við
vatnshitastig yfir 2 °C. Athugið að vernd gegn köldu
vatni er háð einangrun búningsins í tengslum við hitastig
vatnsins.
Viðvörun
Áætlaður hitavarnartími samkvæmt nothæfisstigi A
byggist á stöðluðum prófunarskilyrðum í samræmi við ISO
15027-3. Aðrar umhverfisaðstæður og einstaklingsbundnir
þættir geta haft áhrif á hitavarnartímann.
3.
ÁSKILINN UNDIRFATNAÐUR
Ávallt skal klæðast hlýjum nærfatnaði, þ.e.
bómullarnærfötum (stuttermabol, nærbuxum), þykkri
langermaskyrtu úr bómull, bómullarbuxum, ullarsokkum
sem ná upp á kálfa, langerma ullarpeysu og viðeigandi
skófatnaði.
4.
ÞJÁLFUN FYRIR NOTKUN
Við mælum með að allir notendur undirgangist þjálfun í
notkun björgunarbúningsins í sundlaug til að tryggja að
notandinn sé kunnugur björgunarbúningnum.
5.
HREINSUN (MYND 5)
Sjá mynd 1 eða sendið björgunarbúninginn til
viðhaldsstöðvar. Upplýsingar um næstu viðhaldsstöð er að
finna á www.viking-life.com.
6.
SÉRSTÖK SKILYRÐI
Geymið búninginn á svölum, dimmum og þurrum stað.
PS4190
Viðvörun
Þessi búningur er ekki nothæfur sem flotbúnaður til
einkanota og snýr ekki meðvitundarlausum notanda við
þannig að andlitið snúi upp.
Vörn gegn drukknun fæst með því að nota samþykkt og
samhæft björgunarvesti.
7.
LEIÐBEININGAR VIÐ AÐ KLÆÐAST BÚNINGI (MYND 7)
1. Fjarlægið hettu og fótabúnað.
2. Klæðist búningnum með fæturna fyrst.
3. Rennið upp rennilásnum að framan.
a) Setjið hettuna á.
4. Smellið D-lykkjunni í krókinn á bringunni.
5. Klæðist björgunarvestinu.
6. Klæðist hönskunum.
7. Stökkvið út í vatnið með fæturna á undan.
Veltið ykkur á bakið.
Kveikið á staðsetningarljósinu ef nauðsyn krefur.
8.
SKOÐUN, VIÐHALD OG VIÐGERÐIR
Viðhald er mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi
notenda.
Búninginn ætti að yfirfara a.m.k. einu sinni í mánuði
í samræmi við fyrirmæli siglingaöryggisnefndar
Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar / umburðarbr. 1047.
Búninginn ætti að skoða hjá vottaðri
viðhaldsstöð a.m.k. þriðja hvert ár, í samræmi
við fyrirmæli siglingaöryggisnefndar
Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar / umburðarbr. 1114.
Viðgerðir skal framkvæma á vottaðri viðhaldsstöð. Ef
búningurinn blotnar oft ætti að láta yfirfara hann á
viðhaldsstöð árlega.
Upplýsingar um næstu þjónustustöð má finna á
www.viking-life.com.
Содержание PS4190
Страница 2: ...7 1 2 3 3A 5 4 6 3 5 13 1 2 3 3A 4 5 6 10 17 1 2 3 4 5...
Страница 3: ...38 4 5 2 1 3 19...
Страница 4: ...37 18 1 2 3 4 5 6 7 8...