95
95
DE
EN
FR
BG
CZ
DA
EE
ES
FI
GR
HR
HU
IS
Ábyrgð og þjónusta
Vöruábyrgð
Að gefinni eðlilegri notkun fylgir Petromax gashelluborðinu tveggja ára vöruábyrgð frá
kaupdegi. Hún gildir ekki um slithluti. Ef varan virkar ekki á eðlilegan hátt vegna galla í
efni eða smíði hefurðu rétt á að bætt sé úr. Hafið þá samband við söluaðila.
Þjónusta
Við hjálpum þér með ánægju ef þú hefur spurningar eða vandamál. Nálgast má notendaþjó-
nustu okkar með tölvupósti: [email protected]
Finna má Petromax-vörur sem passa við Petromax-gashelluborðið á netinu undir
www.petromax.de
Bilanagreining
Vandamál
Möguleg lausn
Gashelluborðið ruggar
eða hallar
Festa má fæturna við gashelluborðsrammann undir misstóru
horni. Þannig má jafna út ruggið / hallann. Gætið að því að
undirstaðan sé stöðug, flöt og eldföst.
Ekki er hægt að tengja
gaskútinn
Gáið hvort gaskúturinn og/eða þrýstingsminnkarinn uppfyllir
kröfur reglugerða.
Það kviknar ekki á
einum eða fleiri
brennurum
Lokið fyrir gasstreymið og bíðið í nokkrar mínútur þar til
gasið sem streymdi út er á burt.
Reynið aftur að kveikja á brennaranum.
Reynið að kveikja á brennaranum handvirkt með eldspýtu
eða álíka. Mögulega er rafskaut í þrýstirafkveikjunni rangt
stillt.
Gáið hvort opið er fyrir gaskútsventilinn.
Gáið hvort lekur.
Gáið hvort opið er fyrir gasventilinn við gashelluborðið.
Hafið samband við söluaðila eða notendaþjónustu okkar til
að fá gert við grillið.
Gaskútur er (næstum því)
tómur
Gáið hvort gaskúturinn er (næstum því) tómur. Skiptið honum
út fyrir nýjan.
Gaslykt finnst
Lokið fyrir gasstreymið við gaskútinn og
tækið kólna. Gáið hvort öll tengi séu þétt (lekaskoðun).
Brennarinn brennur
með mjög litlum loga
Gáið hvort þrýstingsminnkarinn er réttur.
Gáið hvort gaskúturinn er nógu fullur.
Gáið hvort gas lekur út annars staðar (lekaskoðun).
Gáið hvort hindrun er á gasleiðinni (t.d. er brennari skítugur
eða slanga klemmd).
Brennari brennur með
mjög stórum loga
Gáið hvort þrýstingsminnkarinn er réttur.
Hafið samband við söluaðila, notendaþjónustu okkar eða
gasfagmann.
Ef vandamál kemur upp sem þú getur ekki leyst með aðferð sem lýst er hér,
hafið þá samband við söluaðila þinn eða notendaþjónustu okkar. Almennar
tengiliðaupplýsingar eru á vefsíðu okkar undir www.petromax.de
1015