92
92
DE
EN
FR
BG
CZ
DA
EE
ES
FI
GR
HR
HU
IS
Tæknilýsing
Gerð
ge45-s, ge45-s-30, ge45-s-37
ge90-s, ge90-s-30, ge90-s-37
H x B x D
115,6 x 57,7 x 67,7 cm
115,6 x 102,7 x 67,7 cm
Efni
Stál, duftlakkað
Stál, duftlakkað
Efni undirlags fyrir eldunaráhöld
Ryðfrítt stál
Ryðfrítt stál
Þyngd
13,3 kg
20,5 kg
Fjöldi gasbrennara
1
2
Mál eldunarsvæðis
u.þ.b. 45 x 45 cm
u.þ.b. 45 x 45 cm
Burðarþol (hám.)
80 kg
100 kg
Hæð vindskjóls (að aftan)
28 cm
28 cm
Efnisþykkt skjólplötu
2 mm
2 mm
Lengd fóta
77,2 cm
77,2 cm
Þvermál fóta
3,2 cm
3,2 cm
Tækjaflokkur og gastegund
sjá töflu „Viðeigandi lönd, tengiskilyrði og afltölur“
sjá töflu „Viðeigandi lönd, tengiskilyrði og afltölur“
Tengiþrýstingur
sjá töflu „Viðeigandi lönd, tengiskilyrði og afltölur“
sjá töflu „Viðeigandi lönd, tengiskilyrði og afltölur“
Samsetning og fyrsta notkun
Ekki taka Petromax gashelluborðið í notkun ef íhlutir eru gallaðir eða þá vantar. Fylgið
öllum ábendingum kaflans
Öryggisábendingar og viðvaranir
í þessum leiðarvísi.
1. Stingið fótunum í þar til gerð göt, herðið festingarnar og reisið gashelluborðið upp
(athugið: hafa má mismunandi breidd á milli fótanna). Veljið flata, stöðuga og eldþolna
undirstöðu. Annars geta fæturnir sokkið ofan í jörðina þannig að gashelluborðið halli.
Það er líka hægt að nota gashelluborðið án fóta.
2. Ef þú vilt nota vindskjólið, komdu því þá fyrir svo lamirnar vísi út og skrúfaðu það fast
með vængskrúfunum. Ábending: Það má setja gasgrillið saman og taka það aftur í
sundur eins oft og þarf fyrir flutning eða geymslu.
3. Tengið gaskútinn eins og útskýrt er í næsta kafla,
Gaskútur tengdur
, í þessum leiðarvísi.
Eftir það er hægt að elda og steikja úti í eldþolnum pottum, pönnum o.þ.h. á Petromax
gashelluborðinu.
Leiðbeiningar fyrir gastengið - LP-gas
Petromax-gashelluborðið má aðeins nota með leyfðu gasi.
Mikilvægar upplýsingar um gaskút
Kúturinn skal ávallt hafður uppréttur í helluborðinu, í flutningi og geymslu. Hann má aldrei
falla niður né meðhöndla hann af kæruleysi. Aldrei má geyma gaskútinn þar sem sól skín á
hann eða þar sem hiti getur farið yfir 51°C (óþægilega heitur við snertingu). Skiljið gaskút
t.d. ekki eftir í bíl á heitum dögum. Sjá kaflann
Ábendingar um örugga umgengni um
LP-gas
. Sé ekki farið eftir öryggisábendingum getur hlotist af eldsvoði með tilheyrandi
munatjóni eða alvarlegum meiðslum, jafnvel dauða.
ALDREI geyma varagaskúta eða ótengda gaskúta undir gashelluborðinu
eða nálægt því. Sé ekki farið eftir þessari reglu getur það valdið munatjóni,
eldsvoða og/eða alvarlegum meiðslum, jafnvel dauða.
Ábendingar um örugga umgengni um LP-gas
• LP-gas er efnaolíuafurð eins og eldsneyti og jarðgas. Það er loftkennt við venjulegt
hitastig og þrýsting. Við háan þrýsting eins og í gaskút er það fljótandi. Ef þrýstingurinn
minnkar gufar gasið strax upp og verður loftkennt.
• LP-gas lyktar svipað og jarðgas vegna lyktarefnis sem blandað er í það. Verið á varðbergi
gagnvart þessari lykt svo gasleki greinist strax.
• LP-gas er þyngra en loft. Gas sem streymir út safnast saman í lægðum og dreifist þá ekki.
• Gaskúturinn skal ávallt hafður uppréttur í gashelluborðinu, í flutningi og geymslu.
• Ekki má láta gaskúta falla og ber ávallt að meðhöndla þá af varúð.
• Aldrei geyma gaskútinn þar sem sól skín á hann eða þar sem hiti getur farið yfir 51°C
(óþægilega heitur við snertingu). Skiljið gaskút t.d. ekki eftir í bíl á heitum dögum eða
þar sem sól skín á hann.
• Meðhöndlið tóma gaskúta af sömu varúð og fulla. Jafnvel þó lítið sé eftir í gaskútnum
er samt gas undir þrýstingi í honum. Lokið ávallt fyrst fyrir ventilinn á gaskútnum áður
en kúturinn er fjarlægður úr gashelluborðinu.
• Ekki nota skemmda gaskúta. Gaskútar sem eru dældaðir, ryðgaðir eða eru með skemm-
dan ventil eru hættulegir og ber tafarlaust að skipta þeim út fyrir nýja kúta.
• Gáið að leka í tenginu milli slöngunnar og gaskútsins í hvert sinn sem gaskúturinn er
(ný-)tengdur við gashelluborðið. Framkvæmið slíka athugun í hvert sinn sem skipt
er um gaskút.
Mikilvægar öryggisráðstafanir sem ber að gera áður en
gashelluborðið er tengt
Fylgið eftirfarandi skrefum áður en gaskútur er tengdur við Petromax gashelluborðið.
1. Gangið úr skugga um að engar eldkveikjur og/eða opinn eldur séu nálæg áður en
gaskúturinn er tengdur.
2. Gangið úr skugga um að um sé að ræða rétta gerð af gaskút með réttri gerð af ventli.
3. Gangið úr skugga um að lokað sé fyrir ventilinn (lokað er fyrir hann með því að snúa
réttsælis).
4. Gangið úr skugga um að gasslangan sé ekki lengri en 1,5 m og að á henni sé réttur
þrýstingsjafnari.
5. Gangið úr skugga um að allir íhlutir séu gallalausir og að á gasslöngunni séu engar
sprungur, brot eða sviðablettir.
6. Gangið úr skugga um að það sé alveg slökkt á gashelluborðinu og að lokað sé fyrir
alla ventla.