94
94
DE
EN
FR
BG
CZ
DA
EE
ES
FI
GR
HR
HU
IS
Slökkt á gasbrennaranum og gaskúturinn aftengdur
Fylgið eftirfarandi skrefum ef slökkva skal á gashelluborðinu:
• Skrúfið fyrir gasstreymið við gaskrana gaskútsins með því að loka fyrir gasventilinn.
Strax og loginn á gasbrennaranum slokknar, snúið þá stjórnhnappi brennarans yfir í
stöðuna „OFF [•] og látið gashelluborðið kólna alveg. Við mælum með að láta það kólna
í a.m.k. hálftíma. Aftengdu gaskútinn frá gashelluborðinu.
Aðalloftstilling gasbrennarans er forstillt með skrúfu. Þú mátt alls
ekki breyta laðaloftstillingunum. Ef galli kemur upp má aðeins fagfólk
framkvæma lagfæringu.
Gastúðan er mikilvægur íhlutur kveikjukerfisins. Hana má hvorki fjarlægja
né breyta sjálf(ur). Ef galli kemur upp má aðeins fagfólk skipta um hana.
Hreinsun og umhirða
Ekki hreinsa gashelluborðið ef það er í notkun eða tengt við gaskút.
Hreinsaðu gashelluborðið aðeins ef það hefur kólnað alveg.
Ekki hreinsa gashelluborðið með ofnahreinsi, slípiefnum (eldhúshreinsi),
hreinsiefni með sítrónu eða öðrum sterkum eða eldfimum hreinsiefnum.
Ekki nota slípisvamp við hreinsun. Einkum eru húðaðir yfirborðsfletir
gashelluborðsins mjög viðkvæmir.
Ekki dýfa gashelluborðinu í vatn.
Þú mátt þrífa matarleifar og óhreinindi af öllum hlutum Petromax gashelluborðsins
með algengum hreinsiefnum (t.d. uppþvottalegi, allsherjar-/hlutlausum hreinsi o.þ.h.).
Ávallt ber að hreinsa húðaða yfirborðsfleti gashelluborðsins af varúð. Fylgið eftirfarandi
skrefum til að hreinsa gashelluborðið. Slökkvið alveg á gashelluborðinu og bíðið þar til
það hefur kólnað alveg.
1. Aftengið gashelluborðið frá gaskútnum.
2. Fjarlægið varlega fitu og aðrar leifar af yfirborði gashelluborðsins og vindskjólinu með
volgu sápuvatni og lófríum klúti og strjúkið síðan yfir með hreinu vatni.
3. Þurrkið síðan með þurrum klúti.
4. Við mælum með því að þú þrífir gasbrennarana a.m.k. einu sinni á ári með pípuhreinsara.
Viðhald og geymsla
Geymið gasgrillið ávallt þar sem börn eða dýr komast ekki að því.
Ekki geyma gashelluborðið með tengdan gaskút.
Gashelluborðið skal ávallt geyma þurrt þar sem börn eða dýr komast ekki að því. Hrein-
sið matarleifar og óhreinindi af gashelluborðinu áður en þú setur það í geymslu. Fylgið
eftirfarandi skrefum til að setja gashelluborðið í geymslu eftir notkun.
1. Gangið úr skugga um að gashelluborðið hafi kólnað alveg og sé laust við veruleg
óhreinindi.
2. Gangið úr skugga um að allir stjórnhnappar séu í stöðunni „OFF“ [•].
3. Gangið úr skugga um að gashelluborðið sé aftengt frá gaskútnum og að skrúfað sé
fyrir hann.
4. Geymið gashelluborðið á þurrum stað sem er varinn fyrir veðri og vindum. T.d. í
garðhýsi, bílskúr eða álíka.
5. Hyljið gashelluborðið til að verja það gegn ryki.
6. Geymið eldunaráhöldin fyrir gashelluborðið helst aðskilið og/eða pakkaðu þeim vel
inn til að verja þau gegn ryðmyndun.
7. Geymið gaskútinn á svölum, frostfríum, þurrum stað. Geymið hann á stað sem loftar
vel um, ekki í kjallara eða nálægt lægðum, niðurföllum eða stokkum.Abläufen oder
Schächten.
Notkun gashelluborðs með innbyggðri þrýstirafkveikju
Áður en þú notar hellur gashelluborðsins skaltu fylgja skrefum kaflanna
Samsetning og
fyrsta notkun og Leiðbeiningar fyrir gastengið – LP-gas
og lesa og skilja öryggisáben-
dingarnar. Fylgið eftirfarandi skrefum til að kveikja á einum brennara gashelluborðsins og
nota til eldunar. Kveikið ávallt á einu eldunarsvæði á eftir öðru (aldrei á báðum samtímis!)
• Bíðið með að setja potta, pönnur eða önnur áhöld á eldunarsvæði.
• Skrúfið frá gasventlinum á gaskútnum.
• Þrýstið stjórnhnappinum inn í "OFF" [•]-stöðu og snúið honum til vinstri á "kveiking" [ ].
Þá er opið fyrir gasstreymið og gas streymir í brennarann. Haldið hnappinum áfram inni
og snúið honum lengra til vinstri á "MAX" [ ]. Þá heyrist smellur og kveikilogi kviknar.
Haldið stjórnhnappinum áfram inni í u.þ.b. 5 sekúndur því annars rýfur logavar gasstrey-
mið og þá kviknar ekki upp. Þegar þú síðan sleppir hnappinum ætti loginn að brenna.
• Ef ekki tókst að kveikja upp, endurtakið þá ferlið.
• Ef loginn slokknar (t.d. vegna vinds) lokast sjálfkrafa fyrir ventilinn og gasstreymið.
Þetta svokallaða logavar er öryggisþáttur á Petromax gashelluborðinu.
• Snúið stjórnhnappi eldunarsvæðisins, sem þú vilt nota, yfir á stöðuna „MIN“ [ ] til að
athuga aflið.
• Í stöðunni „MAX“ [ ] ætti loginn að vera stór. Í stöðunni „MIN“ [ ] ætti loginn að
vera smár. Hann á að brenna rólega í öllum stöðum. Ef loginn fer að brenna órólega,
fylgið þá ábendingum kaflans
Bilanagreining
eða hafið samband við söluaðila eða
notendaþjónustu okkar.
• Setjið eldfasta potta eða pönnur á helluna til að hefja eldun.
• Eldunaráhöld mega vera minnst 15 cm og mest 35 cm í þvermál. Ekki nota eldunaráhöld
með minna eða meira þvermáli. Stýrið stærð logans með stjórnhnappinum og þar með
varmaafli eldunarsvæðisins.
Ef ekki tekst að kveikja á gasbrennaranum með stjórnhnappinum eftir
ítrekaðar tilraunir, hafið þá samband við söluaðila eða notendaþjónustu.
Ekki beygja þig yfir gashelluborðið meðan það er í notkun. Þegar þú
kveikir á gashelluborðinu, hafðu þá andlit, líkama og föt í a.m.k. 30 cm
fjarlægð frá kveikjuopunum.
Ef gashelluborðið dettur um koll meðan það er í notkun eða ef nálægir
hlutir lenda í eldinum skal gasstreymið STRAX rofið. Skrúfið þá fyrir
gaskútsventilinn og gasstreymið til tækisins með stjórnhnappinum.
Kveikt á gasbrennaranum handvirkt
• Gangið úr skugga um að stjórnhnappurinn sé í stöðunni „OFF“ [•].
• Opnið ventil gaskútsins eins og lýst er í leiðbeiningunum um gaskút og stjórnhnapp.
• Ef þú vilt nota eldspýtu mælum við með því að hafa hana sérstaklega langa. Kveikið á
henni og haldið henni upp við kveikiop gasbrennarans.
• Skrúfið frá gasstreymi til eldunarsvæðisins.
• Aðgætið að kviknað hafi jafnt á brennaranum og að loginn brenni jafnt.
Klæðist viðeigandi fötum þegar gashelluborðið er notað. Löngum, víðum
ermum er hætt við íkveikju.
Ekki beygja þig yfir gashelluborðið meðan það er í notkun. Þegar þú
kveikir á gashelluborðinu, hafðu þá andlit, líkama og föt í a.m.k. 30 cm
fjarlægð frá kveikjuopunum.
Ef hvorki tekst að kveikja á gasbrennaranum handvirkt né með stjór-
nhnappinum eftir ítrekaðar tilraunir, hafið þá samband við söluaðila
eða notendaþjónustu.