OUTDOORCHEF.COM
97
•
ATHUGIÐ:
Áður en gangsett er og í hvert skipti eftir að nýr gaskútur er tengdur skaltu athuga tengihlutana í samræmi við leiðbeiningar um
LEKAPRÓFUN
í þessum notkunarleiðbeiningum.
•
ATHUGIÐ:
Af öryggisástæðum verður alltaf að festa gasslönguna við grillið með lyklinum sem fylgir. Vinsamlegast athugaðu eftirfarandi mynd:
19
17
17
LEKAPRÓFUN
VIÐVÖRUN:
Grillið má ekki vera nálægt neinum íkveikjuvöldum meðan lekaprófun fer fram. Reykingar eru einnig bannaðar. Prófið aldrei
þéttingar með logandi eldspýtu eða opnum eldi og prófunin skal alltaf fara fram utandyra.
1. Gasstillihnappurinn verður að vera á stöðu .
2. Skrúfið frá gasinu á kútnum og berið meðfylgjandi sápuvatnslausn eða heimagerðri sápulausn úr 50% fljótandi sápu og 50% vatni á alla
hlutana sem leiða gas (tengið á gaskútnum / gasþrýstijafnarann / gasslönguna / gasinntakið / tengið á ventlinum). Einnig er hægt að nota
sérstakan lekaleitarúða .
(Mynd 2B)
3. Ef blöðrur myndast í sápulausninni er um leka að ræða.
MIKILVÆGT:
Ekki má nota grillið fyrr en búið er að lagfæra lekann. Skrúfið fyrir
gasið á gaskútnum.
4. Lagfærið lekann með því að herða tengingar, ef unnt er, eða skiptið um gallaða hluti.
5. Endurtakið 1. og 2. skref.
6. Hafið samband við sérverslun með gasvörur ef ekki er hægt að laga lekann.
ATHUGIÐ:
Framkvæmið
LEKAPRÓFUN
eftir hverja tengingu eða skipti á gaskútnum, sem og í upphafi grilltímabilsins.