OUTDOORCHEF.COM
101
NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR KÚLUGASGRILL
1. Færið trektina í stöðuna sem á að nota (venjulegu stöðuna eða eldfjallsstöðuna).
ATHUGIÐ:
Notið eingöngu hitaþolna hanska til að breyta stöðu trektarinnar meðan grillið er í notkun.
ATHUGIÐ:
Þegar grillað er og eldað í eldfjallsstöðunni á stillingunni
skal hafa lokið opið. Aðeins í stillingunni –
er einnig
hægt að hafa lokið á þegar grillað er í eldfjallsstöðunni.
2. Veljið viðeigandi aukabúnað ef þörf krefur.
3. Hafið grillið lokað og forhitið það í u.þ.b. 10–15 mínútur á stillingu
.
4. Setjið matinn á grillgrindina og stillið hitastigið eftir þörfum á bilinu –
.
5. Stillið gasstillihnappinn alltaf á eftir notkun. Skrúfið síðan fyrir gasið á gaskútnum. Skrúfa verður fyrir gaskútinn jafnvel þótt hann sé tómur.
ATHUGIÐ:
Hætta er á að brenna sig á heitri feiti í feitibakkanum. Látið feitina kólna alveg áður en feitibakkinn er fjarlægður.
Látið grillið kólna alveg áður en það er fært úr stað eða þrifið.
ÁBENDINGAR
GRILLAÐ Á KÚLUGASGRILLINU
Venjuleg staða
Stærri kjötstykki (t.d. fillet, entrecôte, kótelettur í stykkjum eða heill kjúklingur): Með einstöku trektarkerfinu þarf ekki lengur að snúa stórum
kjötbitum meðan grillað er. Hitinn frá gasbrennaranum stígur upp með innri hliðum grillkúlunnar og dreifist jafnt um hana. Setjið matinn á
forhituðu grillgrindina og setjið lokið á. Gætið þess að hafa alltaf dálítið bil á milli kjötstykkja. Þegar grillað er með lokið á brúnast maturinn jafnt á
öllum hliðum og safinn helst í kjötinu.
Til að tryggja sem bestan árangur þegar grilla á stærri kjötstykki mælum við með því að notaðir séu hitamælar frá okkur, t.d. OUTDOOR
CHEF
GOURMET CHECK PRO – kjarnhitamælir sem skilar fullkomnum niðurstöðum og er einfalt að stjórna með OUTDOOR
CHEF
-smáforritinu.
Í venjulegu stöðunni er einnig tilvalið að baka. Til dæmis er hægt að gleðja fjölskyldu og vini með heimagerðri pítsu af OUTDOOR
CHEF
-pítsusteininum sem passar fullkomlega í kúluna. Hitið pítsusteininn fyrst í 20 mínútur á hæstu stillingu áður en pítsan er sett á. Útkoman verður
stökkbakaður pítsubotn alveg eins og á ítölskum veitingastað.
OUTDOOR
CHEF
-grillið verður enn betra með réttum fylgibúnaði. Hvort sem ætlunin er að grilla, elda eða baka: Fáið útrás fyrir tilraunastarfsemi
og sköpunargleði.
Frekari upplýsingar um mikið úrval fylgihluta og smáforritið okkar má finna á: WWW.OUTDOORCHEF.COM
Eldfjallsstaðan
Hentar fullkomlega við notkun á OUTDOORCHEF -fylgihlutum þar sem þörf er á miklum hita neðan frá, til dæmis fyrir fylgihluti eins og
OUTDOORCHEF -steypujárnsplötuna eða OUTDOORCHEF wok-grillpönnuna. Þessi staða er einnig tilvalin til djúpsteikingar í wok-grillpönnuni -
fyrir stökkar franskar kartöflur, kjúklinganagga, fisk og franskar og margt fleira.