95
BP B6 Connect
IS
Notaðu ekki tækið nálægt sterku rafsegulsviði, t.d. farsíma eða
útvarpssendi. Vertu að minnsta kosti 3,3 metra frá slíkum
tækjum þegar þú notar þetta tæki.
Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur
eftir einhverju óvenjulegu.
Aldrei má opna þetta tæki.
Ef ekki á að nota tækið tímabundið skaltu taka rafhlöðurnar úr því.
Lestu nánari öryggisupplýsingar í bæklingnum.
Niðurstaða mælingar með þessu tæki er ekki greining.
Mælingin kemur ekki í veg fyrir þörfina að fá ráðgjöf frá lækni,
sérstaklega ef hún passar ekki við einkenni sjúklings. Ekki
treysta einungis á niðurstöðu mælingar, hafðu alltaf í huga
önnur hugsanleg einkenni og viðbrögð sjúklings. Að hringja í
lækni eða sjúkrabíl er ráðlagt ef þess þarf.
Viðvarandi of hár blóðþrýstingur getur valdið heilsutjóni
og krefst læknismeðferðar.
Ræddu um blóðþrýstingsgildin við lækninn og segðu honum frá
því ef þú hefur tekið eftir einhverju óvenjulegu eða ert í vafa um
eitthvað varðandi blóðþrýstinginn.
Reiddu þig aldrei á eina
staka blóðþrýstingsmælingu.
Ekki breyta lyfjunum þínum undir neinum kringumstæðum
og ekki hefja lyfjameðferð án þess að ræða við lækninn þinn.
Það er ekkert
óeðlilegt
þótt niðurstöður blóðþrýstingsmælinga
séu ólíkar eftir því hvort læknir mælir blóðþrýstinginn, starfsmaður
í apóteki eða þú upp á eigin spýtur. Aðstæðurnar eru gjörólíkar.
Hjartsláttarmælirinn nemur ekki tíðni gangráða!
Ef þú ert
ófrísk
skaltu fylgjast með blóðþrýstingnum því hann
getur breyst verulega á þessum tíma.
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá. Hafa skal í
huga hættu á köfnun ef þessu tæki fylgja snúrur eða slöngur.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Fjarlægið bletti gætilega af handleggsborðanum með rökum klút
og sápu.
VIÐVÖRUN:
Undir engum kringumstæðum má þvo
blöðruna!
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við gildandi
reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu heimilissorpi.
12. Ábyrgð
Á tækinu er
5 ára ábyrgð
frá kaupdegi. Ábyrgðin gildir aðeins ef
söluaðili hefur fyllt út ábyrgðarskírteini (sjá bakhlið) þar sem kaup-
dagsetning eða kvittun er staðfest.
Ábyrgðin nær ekki til rafhlaðna og slithluta.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
Ábyrgðin tekur ekki til skemmda vegna rangrar meðferðar,
tómra rafhlaðna, óhappa eða annarrar notkunar en þeirrar sem
notkunarleiðbeiningar segja til um.
Ábyrgð á handleggsborða (þéttleika blöðru) gildir í 2 ár.
Hafðu sambandi við Artasan ehf., umboð Microlife á Íslandi, ef þarf
vegna ábyrgðar.
13. Tæknilýsing
Aðstæður við
notkun:
10 - 40 °C / 50 - 104 °F
15 - 95 % hámarksrakastig
Aðstæður við
geymslu:
-20 - +55 °C / -4 - +131 °F
15 - 95 % hámarksrakastig
Þyngd:
415 g (með rafhlöðum)
Stærð:
157.5 x 105 x 61.5 mm
Mæliaðferð:
Sveiflumæling samsvarandi Korotkoff -
aðferðinni: I. stigs efri mörk, V. stigs neðri
mörk
Mælisvið:
20 - 280 mmHg – blóðþrýstingur
40 - 200 slög á mínútu – hjartsláttur
Mældur þrýstingur í
handleggsborða:
0 - 299 mmHg
Upplausn:
1 mmHg
Nákvæmni blóðþrýst-
ingsmælingar:
þrýstingur innan ± 3 mmHg
Nákvæmni hjartslát-
tartíðni:
± 5 % af uppgefnu gildi
Содержание BP B6 Connect
Страница 21: ...19 BP B6 Connect SV...
Страница 31: ...29 BP B6 Connect FI...
Страница 41: ...39 BP B6 Connect DA...
Страница 59: ...57 BP B6 Connect LV...
Страница 69: ...67 BP B6 Connect LT...
Страница 87: ...85 BP B6 Connect RU 3 3 2 Microlife 12 5...
Страница 89: ...87 BP B6 Connect RU...
Страница 99: ...97 BP B6 Connect IS...