![laerdal 84501 Скачать руководство пользователя страница 24](http://html1.mh-extra.com/html/laerdal/84501/84501_directions-for-use-manual_3284413024.webp)
24
Upplýsingar fyrir notandann
Öndunarbelgurinn er tæki ætlað fyrir sjúklinga sem þarfnast stöðugrar eða tilfallandi hjálpar við öndun.
Öndunarbelgurinn er með jákvæðum öndunarvegaþrýstingi og veitir jafnframt svigrúm til ósjálfráðrar
öndunar hvort sem er í gegnum barkakýlislok eða grímu (3)(a), (b) eða (c).
Aðgát og varúð
• Enginn ætti að nota öndunarbelginn án þess að hafa hlotið sérstaka þjálfun í því.
• Súrefnisgjöf, ætti ekki að veita nærri eldstæði, reykingum, olíu eða öðrum eldfimum efnum.
• Öndunarbelginn ætti ekki að nota í hættulegu eða eitruðu andrúmslofti.
• Tæki fyrir börn og ungabörn eru gerð með þrýstibúnaði (2) sem opnast við ca. 35±5 cmH2O. Hins vegar
getur verið að snöggur eða sjálfkrafa djúpur andardráttur geri það að verkum að þrýstingurinn fari fram
úr þessu marki. Hægt er að opna fyrir öryggislokann með því að styðja fingri stuttlega á stimpilinn eða
læsa honum með því að nota læsinguna sem þarf að styðja á og snúa.
• Öndunarbelgurinn er til notkunar fyrir einn sjúkling. Ekki má endurnýta hann. Ekki má sótthreinsa hann.
• Nota skal rétta stærð af öndunarbelg(8)(a), (b) eða (c). Röng stærð getur orsakað of mikinn eða of lítinn
öndunarvegaþrýsting. Sjá töflu um upplýsingar og afköst.
• Fylgjast skal með súrefnisgjöf. Súrefnisgjöf yfir 30 LPM getur orsakað jákvæðan þrýsting við lok útöndunar
(positive end-expiratory pressure, PEEP ).
• Lækningatæki sem notuð eru með öndunarbelgnum (t.d. síur og ventlar) geta haft mikil áhrif á virkni
tækisins. Vinsamlega ráðfærðu þig við framleiðanda til að kanna samrýmanleika lækningatækjanna við
öndunarbelginn.
Takmörkuð ábyrgð
Ábyrgðin á tækinu er gegn göllum í vélbúnaði og efni.Vinsamlega leitið upplýsinga varðandi ábyrgðir hjá
www.laerdal.com.
Notkunarleiðbeiningar
1. Fjarlægið öndunarbelginn úr ytri poka. Þenjið út barna- eða fullorðinsöndunarbelginn í rétta stöðu.
2. Skoðið tækið til að vera viss um að það sé í lagi.
3.
PRÓFUN SEM FARA Á FRAM ÁÐUR ENTÆKIÐ ER NOTAÐ:
• Þrýstu öndunarbelgnum (8) saman með annarri hendinni og slepptu síðan. Útþensla belgsins aftur
orsakar þá nægilega súrefnis inntöku.
• Lokið fyrir ventil/tengi í grímu, og reynið að þrýsta belgnum saman. Ef ekki er möguleiki á að þrýsta
belgnum saman með eðlilegum krafti, kemur ventillinn réttilega í veg fyrir að loft sleppi til baka frá
sjúklingnum.
• Komið auka belg (6) eða (7), eða gervilunga (ef til staðar) yfir ventilinn. Þrýstið belgnum saman nokkrum
sinnum. Þetta fyllir belginn eða gervilungað og staðfestir að ventillinn beinir réttilega súrefni til
sjúklingsins.
• Þrýstið fullum aukabelgnum saman. Loft streymir þá út í andrúmsloftið eins og sést á himnunni á botni
tengisins og streymir ekki til baka í öndunarbelginn (8).
4.
ÞRÝSTINGSMÆLIR:
Öndunarbelgurinn sem er ætlaður fyrir börn og ungabörn er með þrýstingsventli
(2) ofan við ventilinn. Ef súrefnisgjöfin mætir lungnaþrýstingi 35±5 cmH2O opnast vetillinn sjálfkrafa til að
koma í veg fyrir þrýstingsáverka og/eða útþenslu á maga. Lágvært blístur getur heyrst þegar ventillinn
opnast. Ef meiri þrýstingur óskast er hægt að þrýsta fingri á stimpilinn eða með því að taka ventilinn úr
sambandi.
5. Ef þörf er á hárri súrefnisþéttni skal tengja súrefnisslönguna (4) við öndunarbelginn og súrefniskút og
tengja svo aukapokann við öndunarbelginn(6) eða (7).
6. Stillið súrefnisflæðið til að tryggja að aukabelgurinn haldist fullur eða að hluta til fullur meðan á notkun
stendur.
7. Ef notuð er gríma skal fullvissa sig um að tengingin sitji rétt og sé vel þétt.
8. Ef notuð er barkaslanga eða slanga í barkaskurð, skal fjarlægja grímuna (3) og tengja belginn beint í
slönguna. Endinn á grímunni er með 15 mm I.D porti til þessarar notkunar.
9.
ÓL:
Grípið um belginn með hendinni. Stillið ólina með því að losa hana fyrst af króknum og herða síðan
að þar til passar yfir hendina, að lokum er hún fest á krókinn aftur.
The BAG II rev C 01:The BAG II rev C 30.11.2007 09:29 Side 24