Íslenska
8
Jalapeño Maísformkökur
125 g maís
94 g hveitikorn
1
matskeið
lyftiduft
1
/
2
teskeið salt
240 mL léttmjólk
60 mL olía
3
matskeiðar
hunang
1
egg
2
matskeiðar
niðurskorinn
jalapeno- pipar úr
krukku eða dós
Settu saman kornkvörnina og festu hana við hrærivélina.
Stilltu kvörnina á fínustu stillingu og snúðu síðan
hnappinum til baka um 2 hök. Settu hrærivélina á
hraða 10 og malaðu kornið í hrærivélarskálina undir
kvörninni. Endurtaktu með hveitikornum eftir að hafa
stillt kornkvörnina á fínustu stillingu og snúið hnappinum
til baka um 1 hak.
Bættu lyftidufti og salti í hrærivélarskálina. Hrærðu
vel. Bættu við öllu hráefninu sem eftir er. Festu
skálina og flatan þeytara við hrærivélina. Stilltu
hrærivélina á hraða 1 og hrærðu í um 15 sekúndur.
Stöðvaðu vélina og skafðu skálina. Stilltu hrærivélina
á hraða 1 og hrærðu í um 15 sekúndur.
Settu deigið í smurð formkökuform. (Ekki nota
pappírsform) Bakaðu við 190° C í 15 til 18 mínútur,
eða þangað til tannstöngull sem stungið er í
miðjuna kemur út hreinn. Taktu kökurnar þegar í
stað úr formunum. Berðu fram heitt.
Magn: 12 skammtar
Hver skammtur inniheldur um 121 kal.
Heilhveiti-hunangspönnukökur
125 g hveitikorn
1
teskeið
bökunarsódi
1
/
4
teskeið salt
1
/
4
teskeið múskat
360 mL áfir
2
egg
3
matskeiðar
hunang
Settu saman kornkvörnina og festu hana við
hrærivélina. Stilltu kvörnina á fínustu stillingu. Stilltu
hrærivélina á hraða 10 og malaðu hveitikornin ofan
í hrærivélarskálina undir kvörninni.
Bættu bökunarsóda, salti og múskati í
hrærivélarskálina. Hrærðu vel. Bættu við öllu
hráefninu sem eftir er. Festu skálina og flatan
þeytara við hrærivélina. Stilltu hrærivélina á hraða
2 og hrærðu í um 15 sekúndur. Stöðvaðu og skafðu
skálina. Settu hrærivélina á hraða 2 og hrærðu í um
15 sekúndur, eða þar til deigið er mjúkt.
Berðu feiti á pönnukökupönnu og hitaðu hana að
miðlungsháum hita. Helltu um 80 mL af deigi
(
1
/
3
bolli) fyir hverja pönnuköku á
pönnukökupönnuna. Steiktu í 1 til 2 mínútur,
eða þangað til bólur myndast á yfirborðinu og
kantarnir verða þurrir.Snúðu við og steiktu í um
1 til 2 mínútum lengur, eða þangað til þær eru
gullinbrúnar að neðanverðu.
Magn: 12 pönnukökur.
Hver skammtur inniheldur um 170 kal.
Uppskriftir