IS
IS
103
4. „Alarm“
Ef það er viðvörun þá mun „Alarm“-táknið lýsast upp og
hljóðmerki heyrast. Ýttu á „Alarm“ takkann til að fella úr gildi
viðvörunina. Það mun slökkna á „Alarm“-tákn ljósinu og
hljóðmerkið mun þagna.
Hurðarviðvörun
•
Ef skilið er við hurðina opna í meira en 2 mínútur þá
mun hurðarhljóðmerkið hljóma. Hurðarhljóðmerkið mun
hljóma í 3 skipti á hverri mínútu og mun hætta eftir 10
mínútur.
•
Til að spara orku skaltu skilja hurðina eftir opna í sem
minnstan tíma. Hurðarviðvörunin hættir þegar þú lokar
hurðinni.
5. „Power“
Ef þú vilt hreinsa tækið eða hætta að nota það, slökktu þá
fyrst á því með því að ýta á „Power“-takkann.
● Þegar tækið er í gangi getur þú slökkt á því með því
að ýta í 5 sekúndur á „Power“ takkann. Það slökknar á
skjánum.
Mikilvægt!
Ekki geyma neinn mat í ísskápnum meðan
slökkt er á honum.
● Þegar slökkt er á tækinu þá getur þú sett það aftur í
gang með því að ýta á „Power“-takkann í eina sekúndu.
Ísskápurinn snýr þá aftur á síðasta valda hitastig.
6. Barnalæsing
● Ýttu á „Child Lock“-takkann ef hætta er á því að börn geti
seilst í stjórnborðið. Þegar barnalæsingin er virk þá eru
allir takkar óvirkir nema „Alarm“.
● Þegar tækið er í gangi getur þú virkjað barnalæsinguna
með því að ýta á „Child Lock“ takkann í 3 sekúndur.
„Child Lock“ táknið mun þá lýsast upp á skjánum.
● Þegar barnalæsingin er virk getur þú slökkt á henni með
því að ýta á „Child Lock“ takkann í 3 sekúndur. Slökkna
mun þá á „Child Lock“ tákninu á skjánum.