IS
IS
107
Bilanagreining
Ef þú átt í vandræðum með tækið eða hefur áhyggjur af því hvort það starfi rétt, þá geturðu kannað nokkra einfalda hluti
áður en þú hringir á þjónustu. Sjá hér fyrir neðan.
Viðvörun!
Ekki reyna að gera sjálfur við tækið. Ef vandamálið hverfur ekki eftir að hafa kannað neðangreinda þætti, skaltu hafa
samband við viðurkenndan rafvirkja, viðurkenndan þjónustuaðila eða búðina þar sem þú keyptir vöruna.
Vandamál
Möguleg orsök og lausn
Tækið virkar ekki
rétt
Athugaðu hvort rafmagnssnúran sé rétt tengd í innstunguna.
Athugaðu hvort kveikt er á tækinu með því að ýta á „Power“-takkann í eina sekúndu.
Kannaðu ástand öryggisins fyrir tækið. Skiptu um öryggi ef nauðsynlegt.
Það er eðlilegt að þjappan starfi ekki meðan á sjálfvirkri afþíðingu stendur og í stuttan tíma eftir að
kveikt hefur verið á tækinu - þetta er ætlað til þess að vernda tækið.
Lykt innan úr
ísskápnum
Ef til vill þarf að þrífa að innan.
Það getur stafað lykt af sumum matvælum, ílátum og plastfilmum.
Hljóð úr tækinu
Hljóðin að neðan eru fullkomlega eðlileg:
● Þjöppuhljóð.
● Lofthljóð frá litlu viftunni inni í tækinu.
● Gutlandi hljóð svipað eins og sjóðandi vatn.
● Hvellhljóð meðan á sjálfvirkri afþíðingu stendur.
● Smellhljóð þegar þjappan fer í gang.
Önnur hljóð eru hugsanlega vegna eftirfarandi ástæðna og þá má vera nauðsynlegt að kanna og
grípa til aðgerða.
● Skápurinn stendur ekki rétt.
● Afturhlið tækisins snertir vegginn.
● Flöskur eða ílát hafa dottið eða veltast um.
Þjappan starfar
látlaust
Það er eðlilegt að heyra þjöppuna starfa oftar ef hún vinnur meira undir eftirfarandi kringumstæðum:
● Hitastigið er stillt lægra en nauðsynlegt er.
● Stór skammtur af heitum mat hefur verið settur inn í tækið.
● Umhverfishitastigið er of hátt.
● Hurðirnar eru skildar eftir opnar of lengi eða of oft.
●
Eftir fyrstu uppsetningu tækisins eða þegar það er sett í gang á ný eftir að slökkt hefur verið
á því í langan tíma.
Hrímlag myndast
inni í tækinu
Kannaðu hvort matur standi fyrir loftopum og vertu viss um að matnum sé komið þannig fyrir að loft
geti streymt. Vertu viss um að hurðin sé almennilega lokuð. Til að fjarlægja hrímið, sjáðu kaflann um
hreinsun og umhirðu.
Hitastigið inni í
tækinu er of hátt
Hurðin gæti hafa verið skilin eftir opin of lengi eða of oft; eitthvað gæti verið að koma í veg fyrir
að hurðin lokist; eða það má vera að ekki sé nægilegt laust rými meðfram hliðum, bakhlið eða yfir
tækinu.
Hitastigið inni í
tækinu er of lágt
Hækkaðu hitastigið með því að fylgja leiðbeiningunum í kaflanum um „Stjórnborð“.
Erfitt er að loka
hurðinni
Kannaðu hvort efsti hluti ísskápsins hallar aftur á við um 10–15 mm þannig að hurðin lokist vegna
eigin þyngdar, eða ef eitthvað inni í ísskápnum kemur í veg fyrir að hurðin lokist.
Vatn lekur á gólfið Vatnshólfið (aftan á og neðarlega á tækinu) stendur ef til vill ekki rétt; frárennslisslangan (undir efsta
hluta þjöppuhólfsins) leiðir ef til vill ekki vatnið rétta leið inn í vatnshólfið; eða slangan gæti verið
stífluð. Það má vera að þú þurfir að draga tækið í burtu frá veggnum til að athuga vatnshólfið og
slönguna.