140
141
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
7. ÁBENDINGAR
Vandamál
Möguleg orsök
Viðbrögð
Spanhelluborðið fer ekki í gang.
Engin rafmagnstenging.
Gakktu úr skugga um að
spanhelluborðið sé tengt við rafmagn og
að rafmagnið sé slegið inn. Athugaðu
hvort húsið sé rafmagnslaust. Hafðu
samband við viðurkenndan rafvirkja
ef þú ert viss um að það sé ekki
rafmagnslaust eða eitthvað þvíumlíkt.
Snerti-stjórnborðið virkar ekki.
Stjórnborðið er læst.
Taktu læsinguna af stjórnborðinu.
Skoðaðu kaflann Notkun á
spanhelluborðinu til að sjá leiðbeiningar.
Það er erfitt að nota snerti-stjórnborðið.
Orsökin kann að vera sú að það er
þunnt lag af vatni á stjórnborðinu eða
að þú notar bláendann á fingrinum til að
þrýsta á það.
Passaðu að snerti-stjórnborðið sé þurrt
og að þú þrýstir með öllum neðsta hluta
fingursins á stjórnborðið.
Glerið er rispað.
Það eru grófar brúnir á
eldunaráhöldunum.
Það er verið að nota grófan svamp eða
hreinsiefni sem henta ekki til að hreinsa
helluborðið.
Notaðu eldunaráhöld með sléttum
og jöfnum botni. Skoðaðu kaflann
Eldunaráhöld sem hægt er að nota.
Skoðaðu kaflann Umhirða og hreinsun.
Það heyrast hljóð þegar sumir pottar eru
notaðir (snark eða smellir).
Þetta kann að vera vegna
uppbyggingarinnar á eldunaráhaldinu
(lög af ólíkum málmum sem titra á
ólíkan hátt).
Þetta er eðlilegt fyrir eldunaráhöld og
gefur ekki til kynna að eitthvað sé að.
Spanhelluborðið gefur frá sér lágt suð
þegar það er stillt á háan hita.
Tæknin við spanhitun gerir þetta að
verkum.
Þetta er eðlilegt en suðið ætti að minnka
eða hætta alveg að heyrast þegar þú
lækkar hitann.
Það heyrist viftuhljóð frá
spanhelluborðinu.
Innbyggða kæliviftan í spanhelluborðinu
er farin í gang til að kæla niður
rafbúnaðinn til að koma í veg fyrir að
hann ofhitni. Viftan getur haldið áfram
að vera í gangi jafnvel eftir að búið er að
slökkva á spanhelluborðinu.
Þetta er eðlilegt. Ekki taka rafmagnið af
spanhelluborðinu á meðan viftan er í
gangi.
Eldunaráhöld verða ekki heit og birtast
ekki á glugganum.
Spanhelluborðið getur ekki greint
eldunaráhaldið, þar sem það hentar
ekki fyrir spanhellur.
Spanhelluborðið getur ekki greint
eldunaráhaldið, þar sem það er of lítið
fyrir hitasvæðið eða er ekki á miðjunni
á því.
Notaðu eingöngu eldunaráhöld sem
henta fyrir spanhellur. Skoðaðu kaflann
Eldunaráhöld sem hægt er að nota.
Settu eldunaráhaldið á miðjuna á
svæðinu og athugaðu hvort botninn á
því sé af sömu stærð og hitasvæðið.
Spanhelluborðið eða hitasvæðið hefur
óvænt slökkt á sjálfu sér, tónn heyrist
og villunúmer birtist (yfirleitt skiptist á
með einum eða tveimur tölustöfum í
glugganum fyrir tímamælinn).
Tæknileg bilun.
Skrifaðu niður villuboðin, taktu
rafmagnið af spanhelluborðinu og hafðu
samband við viðurkenndan rafvirkja.
Содержание CIH4661S
Страница 28: ...28 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 52: ...52 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 76: ...76 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 100: ...100 2021 Elon Group AB All rights reserved...
Страница 124: ...124 2021 Elon Group AB All rights reserved...